Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 53

Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 53
LETR OPEN TIL STYRKTAR SPECIAL OLYMPICS 2020 Fyrsta LETR Open móti í golfi til stuðnings Special Olympics var haldið á Hólmsvelli í Leiru þann 19. júlí 2020. Mótið tókst með ein- dæmum vel og ber þar að þakka hinum fjölmörgu fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu málefnið með myndarlegum styrkjum. Vildum við því koma þakklæti til skila til eftirfarandi fyrirtækja og einstaklinga: Golfklúbbur Suðurnesja Víkurfréttir K.Steinarsson ehf. Toyota Reykjanesbæ Össur Iceland ehf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Nettó Reykjanesbæ Danól Katla Rétturinn Lighthouse Inn Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar AMP rafverktaki ehf. Birch and Wool Regalofagmenn Sport 24 Keiluhöllin Ásbjörn Ólafsson, heildsali Golfskálinn Apótekarinn Golfklúbburinn Oddur Kol restaurant Gluggavinir ehf. Skiltagerð ehf. Inga Rósa Kristinsdóttir, listakona Rut Ingólfsdóttir, listakona Dagmar Róbertsdóttir (Dalla), listakona Petrína Sigurðardóttir, listakona Magnús Orri Arnarson Kef TV Eins og áður sagði var aðalmarkmiðið með þessu golfmóti að vekja athygli á og afla styrkja fyrir Special Olympics á Íslandi og má segja að því takmarki hafi verið náð með miklum myndarbrag. Það er okkur mikil ánægja að greina frá því að alls safnaðist hátt í kr. 800.000.- í mótinu sem mun renna óskipt til Special Olympics og það er bara eitt um það að segja……………TAKK! Cccp með Þorgeir Ver Halldórsson og Jóhannes Þór Sigurðsson inn- anborðs. Nándarverðlaun á 8. og 16. olu unnu Björn Marius Jón- asson og Marta Teitsdóttir. Auk þess voru 21 útdráttarverðlaun. Lögreglumenn og -konur úr öllum heiminum hafa tekið þátt í LETR (Law Enforcement Torch Run) sem er alþjóðlegt samstarfs- verkefni lögreglunnar og Special Olympics samtakanna. LETR á Íslandi var sett á fót árið 2013 í samstarfi við Special Olympics á Íslandi og Ísland hefur átt fulltrúa í alþjóðlegum hópi lögreglu sem hlaupið hefur kyndilhlaup fyrir Evrópu og Alþjóðaleika Special Olympics, m.a. í Abu Dhabi 2019. Innanlands hefur lögreglan staðið að kyndilhlaupum fyrir Íslands- leika Special Olympics auk ýmissa verkefna, s.s. afhendingu verðlauna á mótum ÍF og Special Olympics. „Samstarf við lögregluna vegna LETR hefur frá upphafi verið ein- staklega ánægjulegt. Sú vinna sem lögð var í þetta verkefni sýnir þann áhuga og eldmóð sem LETR á Ís- landi býr yfir en meginmarkmiðið var að vekja athygli á starfi Special Olympics og safna styrkjum til starfsins,“ segir Guðmundur Sig- urðsson. Special Oympics International var stofnað af Kennedy-fjölskyld- unni 1968, meginmarkmiðið er að allir geti tekið þátt í íþróttastarfi og markhópurinn er fólk með þroskahömlun en einnig er sífellt meiri áhersla á „unified“, sem er keppni fatlaðra og ófatlaðra. Allir geta verið með, byrjendur sem lengra komnir, og Íslendingar hafa átt yfir 500 fulltrúa af öllu landinu á leikum Special Olympics. Á al- þjóðaleikum Special Olympics í LA árið 2015 var „unified“ golfkeppni þar sem lið Íslands var skipað Ís- landsmeistara í holukeppni í golfi og bróður hennar, Heiðu Guðna- dóttur og Bjarka Guðnasyni sem eru af Suðurnesjum. Tækifæri til keppni í golfi eru mikil, þar er auk „unified“ keppt í mismunandi styrkleikaflokkum og í byrjenda- flokki er þrautabraut í stað golf- vallar. Allir geta því verið með og tækifærin blasa við þeim sem vilja nýta þau. Næstu alþjóðaleikar Special Olympics verða í Berlín 2023. Heiða Guðnadóttir og Bjarki Guðnason kepptu fyrir Íslands hönd á alþjóðaleikum Special Olympics í LA árið 2015. Daði Þorkelsson, Ásta Friðjónsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, fulltrúar LETR og Special Olympics á Íslandi. Það lá vel á mönnum að leik loknum. Frá verðlaunaafhendingunni. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 53 Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.