Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 59

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 59
Fimm uppáhaldsplötur Kristínar Óskar Wiium Eagles: Hotel CaliforniaMamma ELSKAR Eagles og að sjálfsögðu fékk þessi diskur að hljóma um heimilið mörg kvöld í viku á mínum yngri árum. Uppáhaldslagið mitt var, og er, alltaf New kid in town. Mótaði mig algjörlega og ég fæ alltaf sama sæluhrollin þegar ég heyri í mínum mönnum í Eagles. Tyler Childers: P urgatory Þessi drengur er algjör snillingur ! Ég er s.s forfall in Country-aðdánd i og þessi hefur a llt sem ég elska. Eiginmaðurinn k ynnti mig fyrir þ essum snillingi e n í byrjun árs, fyrir allt þetta Covid- vesen, sáum við hjónin hann einmitt á s viði í Mancheste r. Ég mæli með að fylgjast vel með þessum í framtíð inni en hann var einmit t tilnefndur til G rammy-verðlaun a nú í ár fyrir lagið sitt A ll Your’n. Weezer: Blue AlbumÞegar ég kynntist manninum mínum fyrir tæplega tveimur ára-tugum gerði hann lítið annað en að röfla um uppáhaldshljómsveitina sína, Weezer. Þegar ég svo loksins fór að hlusta áttaði ég mig á að ég hafði oft heyrt lög með þeim og fílað vel. Ég gat að sjálfsögðu ekki viður-kennt það svona strax í byrjun að ég fílaði þá eins vel og ég gerði – en með tíð og tíma varð ekki aftur snúið og eftir að hafa farið á tón-leika með þeim eru þeir að sjálf-sögðu orðnir einir af mínum uppá-halds. Emilíana Torrini: Croucie d´o ú lá Var og ER einlægur aðdáandi hennar – allt frá því að ég fylgdist með henni vinna S öngkeppni framhalds- skólanna. Ég gjörsamlega át í mig þessa plötu og kunni öll lögin utan að, og skilaði lagið „Craz y love“ mér einmitt einu af aðalhlutverkunum í B ugsy Malone í uppfærslu Baltasars Kormáks árið 1997 , þar sem ég flutti það í prufunni og var svo beðin að s yngja það í fréttatíma RÚV sama kvöld. Cypress Hill: Black Sunday Ég ætla bara að koma út úr skápnum og segja það opinberlega að ég gjörsamlega elska Old School rapp og þetta er mín Feel Good-tónlist. Þegar aðrir hlusta á þessi típísku „rækt- arlög“ þegar þeir stunda líkamsrækt þá blasta ég Cypress Hill – og á erfitt með að dansa ekki með. Ætli ég hafi ekki fundið mig þarna svona í kringum ‘95 og þá var ekki aftur snúið. Ég gat þó aldrei „púllað“ Stüzzy-buxurnar þar sem ég var, og er, svo lítil að það var ekki á það bætandi að láta mig líta út fyrir að vera ennþá minni. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 59

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.