Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 71

Víkurfréttir - 29.07.2020, Side 71
Saga úr bransanum: Þegar Ásgeir skrifaði undir samning við Columbia Records í Ameríku þá var okkur tjáð að við yrðum að vera með bandarískan umboðsmann. Við hittum nokkra á tónlistarhátíðinnni SXSW. Einn af þeim var afbragðsgóður að slá um sig með nöfnum frægra einstaklinga sem hann þekkti til. Ég spurði hann hvort að hann gæti reddað okkur á tónleika með Willie Nelsons sem ég vissi að færu fram á búgarðinum hans þá um kvöldið. Eftir að hafa drukkið Moon Shine í hlöðunni í dágóðan tíma kallaði umboðsmaðurinn á okkur og við spruttum allir á fætur sem endaði með því að Steini Hjálmur og Ásgeir Trausti voru fremstir í röðinni og fengu að fara inn. Það var lokað beint á nefið á mér og við hinir þurftum því að bíta í það súra. Það er kannski óþarfi að segja frá því að umboðs- maðurinn fékk ekki starfið. Red Headed Stranger – Willie Nels on Fyrir nokkrum árum ákváðum við í Hljóðrita að setja plötuspilara í eldhús hljóð versins. Fyrsta platan sem við hlustuðum á var lengi eina platan í eldhúsinu en það var safnplata með Willie Nelson. Síðan þá hef ég safnað Willie Nelson-plötum en plöturnar sem hann hefur gefið út eru rúmlega 70 talsi ns. Red Headed Stranger er lágstemmd pl ata sem útgáfufyrirtækið vildi helst ekki g efa út því hún hljómar svolítið eins og demó (prufuupp- tökur). Þetta er þó ein mest selda p latan hans í dag og talin sú besta af mörgum, þar með talið mér. Sittin’ by the Road – Blaze Foley Hér er listamaður sem ég fann í gegnum John Prine. Ég uppgötvaði hann nýlega og hlusta mest á hann um þessar mundir. Hann var bandarískur Country-söngvari sem lést árið 1989. Ég hlakka mikið til að horfa á bíómynd um hann sem heitir Blaze. Hún kom út á síðasta ári og var leikstýrt af Ethan Hawke. More Blood, More Tracks – Bob Dylan Ég hef líklega ekki hlustað m eira á neinn listamann en Bob Dy lan og því á ég erfitt með að velja eina plötu með honum. Núna hlusta ég mest á Bootleg Ser ies. More Blood, More Tracks er Bootleg Series Vol. 14. Þetta eru upptökur sem voru gerð ar í kringum Blood On The Trac ks á árunum 1974 til 1975. Dyl an hefur gefið út mikið magn af tón- list og það er alltaf hægt að fi nna eitthvað nýtt sem maður hef ur ekki heyrt áður. In the Wee Small Hours – Frank Sinatra Það er til heimasíða og bók sem inniheldur 1001 plötu sem þú þarft að hlusta á áður en þú deyrð. Frank Sinatra er þar með plötu nr. 1. Algjörlega frábær plata með frábærum söngvara. Þetta viðtal birtist áður í 16. tölublaði Víkurfrétta 2020. Smelltu á forsíðuna til að sjá allt blaðið! Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 71

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.