Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 83

Víkurfréttir - 29.07.2020, Page 83
Fimm uppáhaldsplötur Tómasar Young Radiohead: In rainbows Radiohead er besta hljómsveit í heimi. Að velja eina plötu þeim er hægara sagt en gert. Flestir myndu segja að OK Computer, Kid A eða In Rainbows væru bestu plöturnar þeirra. Ég hefði lengið svarað að OK Computer væri mín uppáhalds og jafnframt þeirra besta en undanfarin ár hefur In Rainbows verið uppáhaldsplatan mín. Þegar þeir gáfu þessa plötu út mátti fólk hala henni niður og borga bara það sem fólki fannst sanngjarnt. Minnir að ég hafi borgað tíu bresk pund. Hrein unun þessi plata frá upp-hafi til enda. Allur hljóðfæraleikur svo mínimalískur en samt öflugur. Thom Yorke er snillingur og á þessari plötu fer hann hamförum. Ég sá hljómsveitina á tónleikum árið eftir að þessi plata kom út. Það kannski spilar mikið inn hjá mér en þá tók hljómsveitin bróðurpartinn af plötunni og það voru ótrúlegir tónleikar. Nick Cave & The Bad Seeds: No More Shall We Part Af öllum Nick Cave plötunum þá er þetta uppáhaldsplatan mín. Sennilega af þeirri ástæðu að þetta var fyrsta platan sem ég eignaðist og hlustaði á með Nick Cave. Ég hafði aldrei sest niður með he yrnartól og lesið textann með öllum lögum e inhverrar plötur fyrr en ég hlustaði á þessa . Þessi plata er rólegri en flest allar aðra r plötur sem Nick Cave hefur gert en sam t sem áður er þetta besta platan hans að mín u mati. Maðurinn er bara eitthvað anna ð, mesti töffari sem ég veit um. Að sjá han n á tón- leikum, einan eða með hljómsve itinni Bad Seeds, er það besta sem kemur fy rir mig. At the Dri ve in: Rela - tionship o f Comman d Þetta er u ppáhaldsr okkplatan mín. Tær snilld frá upphafi ti l enda. Höf ðar stórko stlega til rokkaran s í mér. Bu lltextar, h ratt og gott rok k og ekker t kjaftæði . Hljómsve itin er frá Texas og það hefur allta f bein áhr if á mig þe gar ég hlusta á plötuna. Mér hitn ar bara við t ilhugsuni na um plö tuna en ég er búinn a ð sannfær a sjálfan m ig um að pla tan hafi v erið tekin upp í einh verju pínu litlu hljóð veri í Tex as, í kjallara o g það er sv ona 35° h iti úti og l oftkæling in í hljóðv erinu er b iluð og þar af l eiðandi er um 40° h iti í stúdíó inu og þei r eru bara að drífa s ig að klára að t aka upp p lötuna me ð hraði, sp ila hratt, ö skursyngj a og allir h eim. Hef ekki s éð hljóms veitina á t ónleikum en þekki fólk sem h efur séð þ á. Öfunda þa ð af lífi og sál. Tindersticks: Curtains Ég kolféll fyrir hljómsveitinni þegar ég heyrði þessa plötu í útskriftarferð á Krít árið 2002. Það var skemmtileg uppgötvun þegar ég var búinn að hlusta á þessa hljómsveit í örugglega sex, sjö ár þegar ég áttaði mig því í einhverju gúggli að hljómsveitin væri frá Nottingham í Bretlandi en það vill þannig til að það er heimabær pabba. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt uppgötvun. Ein-hver hlaut tengingin að vera! Nottingham er líka þekkt fyrir allt annað en góða tón-list og ég held að ég geti fullyrt að það eru engar aðrar góðar hljómsveitir frá Nott-ingham nema Tindersticks. Það voru alger forréttindi að geta sett á laggirnar tónleika með sveitinni í Hljómahöll í febrúar síðastliðinn, rétt áður en COVID19-ástandið hófst. Við höfðum samband við hljómsveit-ina þegar við sáum að hún væri að fara gefa út nýja plötu í fyrra og spurðum hvort þeir ætluðu að fara í tónleikaferðalag til að kynna plötuna. Svörin stóðu ekki á sér og þeir voru meira en til að koma og spila í Hljómahöll. Sveitin átti upphaflega að spila 65 tónleika á ferðalagi sínu en þeir náðu bara að spila á tíu tónleikum áður en þeir þurftu að slaufa tón-leikaferðalaginu vegna COVID-19. Karate: Unsolved Klárlega ein besta plata allra tíma og ein af mínum allra uppáhalds. É g sá hljómsveitina þegar ég var nítján ára á Hróar skeldu. Ég var þá s jálfur í hljóm- sveitarbrölti með hljómsveitinni Rý mi. Þegar ég sá trommarann í þes sari hljómsveit va r eitthvað sem fékk mig til að vilj a hætta að spila á t rommur. Ég hef oft farið á tónleika og verið dáleiddur af trommuleik en þessi trommule ikari var ótrúlegu r. Ég skildi ekki upp né niður í hva ð hann var að gera . Langaði lítið að spila eftir það en é g komst yfir það st uttu síðar. Karate hætti árið 2005 þa r sem heyrn söngv arans hafði skaddast svo miki ð og hann svo til m issti heyrnina en hljómsveitin st arfaði í tólf ár og s piluðu víst alltaf með alla magnara stillta á „11“ og au ðvitað enginn svo skynsamur að nota eyrnatappa á þessum tíma. Það þótti ekki nóg u mikið rokk og ró l. Ef ég hitti anda sem veitir mér þrj ár óskir einhvern tímann verður ein þeirra að Geoff Far ina fái heyrnina af tur, hljómsveitin taki aftur saman o g að ég geti séð þá a ftur á tónleikum. Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 83

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.