Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 84

Víkurfréttir - 29.07.2020, Síða 84
Fimm uppáhaldsplötur Joni Mitchell: BlueÞessi plata er náttúrlega bara meistaraverk frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu. Joni er einn allra besti lagahöfundur sem til er og hvernig hún semur á svo opin, hráan og einlægan hátt snertir við manni á djúpstæðan hátt. Ég man alltaf þegar ég hlustaði á þessa plötu fyrst. Ég var svo hissa á hvað hún var viðkvæm en svakalega sterk á sama tíma og þá uppgvötvaði ég að það er hægt að vera bæði og það má líka í tónlist. Lög eins og River og Case of You eru gæsahúðalög – einföld, einlæg en beinskeitt og söngurinn er svo flottur og næmur að maður getur ekki annað en dáðst að þessum endalausu hæfileikum sem Joni býr yfir. Sem sagt snilld frá A til Ö. Neal Young: Af ter the Goldrus h Ég var aldrei n einn sérstakur Neil Young- aðdáandi þegar ég var yngri og fannst röddinn hans frekar lei ðinleg en þegar ég fékk þessa plötu í hendurn ar og hlustaði á hana fyrst fatt - aði ég hvað han n er mikill snil lingur. Þarna eru lög eins og Tell Me Why og Only Love Can Break Your He art sem eru kla ssík í dag en lík a lög eins og Bird s sem er eitt fal legasta lag sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Þegar ég heyrð i Birds fyrst, í fe rðageislaspilar anum mínum í neðanjarðarle st í London hér í den, varð ég eiginlega tárvo t yfir fegurðinn i í því einfalda, litla lagi. Það e r eiginlega fullk omið í mínum eyrum. Þessi p lata er full af st emmningu og s ál og ég gæti hlus tað á hana alla daga og aldrei fengið leið á he nni. Ride: Nowhere Þessi plata með bresku Show- gaze-hljómsveitinni Ride breytti lífi mínu sem unglingur. Þarna kom saman allt sem ég vissi ekki að ég þyrfti í mínu lífi fyrr en ég heyrði þessa plötu! Þessi plata er vanmetið meistaraverk þar sem nýbylgjugítarrokk mætir melódískri draumsýn. Alger snilld. Lagið Dreams Burn Down er með eitt flottasta trommuintró sem nokkurntímann hefur heyrst og ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri það. Lagið Vapour Trail er orðið einskonar indí-klassík með sinni bjartsýnu melodíu og steng- jakvartett í lokin. Öll lögin eru flott og þessi plata eldist mjög vel. Hún sýndi mér inn í annan heim þar sem krakkar spiluðu í hljóm- sveitum og breyttu heiminum og ég vildi vera með í því. The Beatles: White Album Ég er mikill Bítlaaðdáandi eins og foreldar mínir og ólst upp við að hlusta á þá en þessi plata er eithvað annað. Þegar maður hlustar á Hvíta albúmið þá fer maður á tryllt ferðalag með Bítlunum um þeirra hugarheima og þeirra frábæru lagasmíðar, svo ólíkar og skemmti- legar. Það er allt frá lögum eins og Blackbird yfir í Happiness is a Warm Gun. Það er allt þarna rólegt, tryllt, skrítið. fallegt, fyndið, sorglegt og þessi tvöfalda plata lætur mér líða eins og ég sé að fá innsýn inn í þeirra heim og fái að vera með þeim í partíi í smá stund. Það er góður staður til að dvelja á! Þetta er uppá- halds-Bítlaplatan mín en ég verð að segja að það var mjög erfitt að velja á milli! Kate Bush: Hou nds of Love Eins og með Jo ni þá finnst mé r Kate Bush alv eg frábær lagah öfundur og ótrúlega mikilv æg fyrirmynd f yrir konur sem semja tónlist þ ví hún hefur alltaf farið sína r eigin leiðir og haft fulla stjór n á sínu listræn a ferli frá byrjun til enda . Þessi plata er alveg ótrúlega heilstæð og flot t verk og öll lögin standa fy rir sínu. Kate s kapar þarna hl jóðheim ólíkan öllum öðrum og maður finnu r svo sterkt fyr ir styrk hennar og sýn. Það eru lög eins og Running Up that Hill, Cloud busting og The Big Sky sem er u með flott- ari popplögum sem komið hafa út en mitt uppá hald er titillag plötunnar Hounds of Love . Þar byggir hú n upp snilldarh ljóðheim með s trengjum, trommum og rö ddum. Spennan magnast í gegn um lagið og það verður betra og betra með fr ábærum texta og rödd Kate. Ó trúlega frumle g og ögrandi plata. Tær snil ld. 84 // víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár Miðvikudagur 29. júlí 2020 // 29. tbl. // 41. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.