Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Qupperneq 6
6 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
Jú, líklega var nú frá upphafi ljóst að manni væri ætlað að fara á sjóinn,“ segir Magnús
Þorvaldsson skipstjóri og vísar
til umhverfis uppvaxtaráranna.
„Sjórinn var undirstaðan í atvinnu-
lífi sjávarþorpa landsins og stæði
hugurinn til þess að afla fjár, þá
var þetta leiðin, að fara á sjóinn.“
Magnús er fæddur árið 1942 í
Búðaþorpi á Fáskrúðsfirði, þar
sem hann bjó til 12 ára aldurs
þegar fjölskyldan flutti til Reykja-
víkur. „En ég hélt sjálfur áfram
að fara austur á sumrin. Ég átti
ættingja á Stöðvarfirði og svo
dagaði ég þar uppi á sjónum og
var í sjómennsku þar.“ Aðstæður
segir Magnús að hafi sér vissulega
verið hagfelldar, því móðurbræð-
ur hans ráku útgerð á Stöðvarfirði.
„Og þetta atvikaðist þannig að ég
byrjaði hjá þeim til sjós og endaði
á því að verða skipstjóri hjá þeim
í ein sjö, átta ár.“ Magnús var
sextán ára þegar hann fór fyrst á
sjóinn sem háseti árið 1958, fyrir
61 ári.
Þá var hann ekki gamall þegar
hann var ráðinn fastur skipstjóri
hjá útgerðinni, einungis 24 ára.
„Ég hafði þá um skeið verið stýri-
maður á Heimi, eins og þeir hétu
þessir bátar þeirra.“ Það hafi hins
vegar verið langt því frá átaka-
laust að taka að sér þetta hlutverk
jafnungur og hann var. „Ég myndi
ekki óska neinum þess í dag að
byrja svona snemma sem skip-
stjóri. Þarna var ég meðal þeirra
yngstu af skipshöfninni en naut
þess auðvitað að þetta voru góðir
karlar allt með mér. Þeir voru þrír
útgerðarmenn á þessum bát, og
þeir voru allir um borð, báðir vél-
stjórarnir og svo einn sem hafði
verið skipstjóri. Þannig byrjaði
þetta og ef ég var í vandræðum gat
ég svo sem leitað til þeirra um ráð.“
Tekjurnar voru á sjónum
Mestanpart gekk þetta snurðu-
laust fyrir sig þrátt fyrir ungan
aldur skipstjórans, segir Magnús.
„Svo var þetta allt annar heimur
þá, enginn kvóti kominn og hver
þurfti að djöflast eins og hann var
maður til. Þá var ekkert verið að
stýra mönnum úr landi að koma
með þetta eða hitt í land eða ekki
meira af þessu eða hinu. Menn
bara fiskuðu eins og þeir gátu.“
Þá hafi útgerðirnar fremur horft
til aflatalnanna en hvernig aflinn
var að gæðum. „Þetta snerist bara
um fjölda tonna. Á þessu hefur
orðið mikil breyting og hefði mátti
breytast fyrr.“
Magnús er gagnfræðingur
frá Eiðaskóla og samhliða því
að byrja á sjónum kláraði hann
fiskimannadeildina í Stýrimanna-
skólanum. „Ég kom nítján ára úr
Stýrimannaskólanum vorið 1961,
en svo mátti maður aldrei vera að
því að halda áfram í námi, sem ég
sé eftir í dag, að hafa ekki klárað
Stýrimannaskólann alveg upp
úr. En maður tímdi ekki að sleppa
einni einustu vertíð og í góðum
plássum.“ Hverju það hefði breytt
að halda áfram náminu segir
Skipstjóri frá 24 ára aldri
Óhætt er að segja að magn-
ús Þorvaldsson muni tím-
ana tvenna í sjósókn hér
við land. einungis 24 ára
gamall var hann orðinn
skipstjóri og við það starf-
aði hann í 53 ár, þar til
hann lét af störfum árið
2012 eftir farsælan feril,
sjötugur að aldri. Hann
hefur farið nokkrar ferðir
síðan þá, bæði með skip í
förgun til útlanda og til að
sækja afla í önnur skip.
Magnús erfitt um að spá, en vissu-
lega hefði það kannski víkkað
sjóndeildarhringinn og ferillinn
hefði mögulega orðið annar. „En
tekjumöguleikarnir voru á þessum
fiskibátum og miklu minni annars
staðar. Það hélt manni við efnið.“
Kúrsinn var hins vegar settur
þarna hjá Magnúsi 24 ára gömlum
og hann starfaði við skipsstjórn
óslitið til sjötugs, þótt breytingar
yrðu á skipum og útgerð. „Á Stöðv-
arfirði voru þetta þrír bátar sem
hétu Heimir. Á þeim fyrsta var ég
háseti og svo tók ég við sem skip-
stjóri síðasta árið sem þeir áttu
Heimi númer tvö. Og á þeim þriðja
var ég skipstjóri allan tímann sem
þeir áttu hann, allt til 1974.“
Síld sótt í Norðursjó
Á þeim tíma var veiði sótt í Norð-
ursjó og síld landað í Danmörku á
sumrin og haustin. „Ég var þar í
fjögur eða fimm sumur og haust.“
Á þeim tíma var síldin horfin hér,
en ástæðu hruns síldveiðanna
segir hann svo sem einfalda, of-
veiði á smásíld við Noreg.
„Það þurrkuðust bara út ár-
gangar þarna af síld,“ segir Magn-
ús og bætir við að fyrir fjöldann
allan hafi það verið mjög erfiður
tími þegar síldin hvarf. Hann hafi
hins vegar verið heppinn að vera
á einum af þremur stærstu bátun-
um í íslenska flotanum. „Vegna
fjarlægðar og tregari afla sumar-
ið 1968 var farið að salta síldina
um borð í stærstu bátunum og
reyndar mörgum minni bátanna
einnig. Settar voru hausskurðar-
vélar og tunnuhristarar um borð
og sumir fjölguðu í áhöfn. Þegar
leið á sumarið fréttist af síld norð-
an við Hjaltlands- og Orkneyjar og
margir Íslendinganna héldu þang-
að á veiðar. Þannig byrjaði þetta
þarna við Norðursjó.“
Í framhaldinu hafi verið hætt að
baksa með tunnur og salt, heldur
kælt með ís og pakkað í kassa til
að landa síldinni ferskri í
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn
Eftir á að hyggja segir magnús Þorvaldsson skipstjóri að hann hafi verið allt of ungur þegar hann byrjaði sem skip-
stjóri, þó svo að auðvitað hafi allt sloppið til hjá honum með góðra manna hjálp. Mynd/Hreinn Magnússon
Svo var þetta allt annar
heimur þá, enginn kvóti
kominn og hver þurfti
að djöflast eins og
hann var maður til.
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Ísland
www.rafstjorn.is
Virkni loftræstikerfa
er okkar fag!
Hér er magnús ekki nema 14 ára, við
sína fyrstu atvinnusjómennsku, en tíu
árum síðar var hann orðinn skipstjóri
á einu af stærstu skipum flotans.
Mynd/úr safni MÞ
Lampar.is
Flúrlampar ehf. - Síðan 1977