Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Síða 8
8 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
Danmörku fyrir markaðinn þar.
„Hver kassi tók þrjátíu, fjörutíu kíló
og menn tóku ís í landi, kannski
sjötíu tonn í hvern túr í bátinn hjá
okkur og komu svo í land með 100,
kannski 120 tonn mest, af síld í
kössum.“
Magnús viðurkennir að þetta
hafi ekki alltaf verið auðvelt. Lest-
irnar voru óeinangraðar þannig að
ef ekki fékkst fljótlega síld bráðn-
aði ísinn í hitanum, þótt menn hafi
getað bjargað sér í vandræðum um
ís í Orkneyjum og á Hjaltlandseyj-
um. „Þetta var gríðarleg vinna.
Menn voru að kassa þetta og
áhöfnin sá líka um að landa þessu,
en á móti kom að siglingarnar
voru langar og þá var góð hvíld.“
Hefur séð miklar breytingar
Eftir nokkur ár á þessum veiðum
tók við tími breytinga hjá út-
gerðinni; útgerðarmennirnir voru
komnir í land og verið var að skut-
togaravæða landið. Varðarút-
gerðin hafði hafið saltfiskfram-
leiðslu og Heimir var seld-
ur. „Þetta endaði með samruna
þessara fyrirtækja á Stöðvarfirði
um togara og vinnslu. Upp úr því
hætti ég og við tók leiðindatímabil
þegar ég þvældist aðeins á milli
báta í tvö, þrjú ár.“
Þá segist Magnús aftur hafa ver-
ið heppinn, því hann hafði sumar-
ið 1965 verið stýrimaður hjá Egg-
erti Gíslasyni hjá Sjóla. „En 1977
eða 7́8 hringdi hann í mig og bauð
mér pláss sem skipstjóri á nóta-
skipinu Gísla Árna. Hann var þá
sjálfur skipstjóri á skipinu á móti
Sigurði Sigurðssyni frá Húsavík,
en var að hætta og að fara í land.“
Þessu skipi stýrði Magnús í hart-
nær 20 ár. „Sigurður hætti eftir
um tvö ár og þá var ég einn með
bátinn. Eggert átti bátinn í um átta
ár eftir þetta en seldi hann svo til
Grindavíkur, þar sem hann fékk
nafnið Sunnuberg og þar var ég
á honum í ein átta ár. Þaðan var
hann svo seldur á Vopnafjörð og
ég fylgdi með.“ Sjálfur var Magnús
búsettur í Mosfellsbæ ásamt eigin-
konu og stjúpsyni. „Það var aldrei
farið fram á það við mig að ég flytti
með bátunum.“
Magnús starfaði frá Vopnafirði
frá 1996, en 1999 var báturinn
endurnýjaður. Annar og stærri
bátur var keyptur frá Noregi sem
einnig fékk nafnið Sunnuberg.
„Þar vorum við til skiptis tveir
skipstjórar og svo árið 2005 varð
samruni milli Tanga og Granda.
Fljótlega upp úr því urðu skip-
stjóraskipti á Víkingi á Akranesi
og ég fór þangað. Víkingur var
bara nótaveiðiskip og þar var
ég þessi síðustu sjö árin sem ég
stundaði sjó og ágætt að landa
ferlinum þannig.“
Magnús hefur upplifað miklar
breytingar á ferli sínum, jafnt
í umgengni við auðlindina og í
tengslum við öryggismál. Hann
segir þó erfitt að skrifa viðhorfs-
breytingu sem varð í tengslum við
umgengni við aflann á eitthvað
eitt, þótt þar hafi kvótakerfið haft
sitt að segja. „Ég held að þetta
tengist því mikið þegar samrun-
inn varð í vinnslunni og þessi
stærri fyrirtæki tóku að mynd-
ast. Margir höfðu takmarkaðar
aflaheimildir og menn sáu að það
var hægt að auka verðmætin með
meiri hráefnisgæðum.“
Síldarlexían var ekki lærð
Núna eru blikur á lofti hvað loðnu
varðar og Magnús segir ljóst að
höggið verði mikið hverfi hún.
Um leið sé ljóst að hér geti menn
svolítið sjálfum sér um kennt í
því hvernig gengið hafi verið um
loðnustofninn og ljóst sé að lexían
frá því þegar síldin hvarf hafi ekki
verið fulllærð. „Á árunum um og
upp úr aldamótum komu góðir ár-
gangar af stórri fallegri loðnu suð-
ur af Austfjörðum. Þar var kannski
tekið fullhressilega á móti henni
með full afkastamiklum veiðar-
færum. Sjálfur tók ég þátt í því og
læt því vera að gagnrýna það, en
þessar sterku göngur náðu aldrei
að skila sér upp á hrygningar-
svæðin við Suðurlandið. Menn
geta svo sjálfir dregið ályktanir
um það hvað varð um hana.“
Um leið segir Magnús að vissu-
lega hafi flotvörpuveiðar skilað
tryggari afla til frystihúsanna þar
sem hægt var að stunda veiðar í
verri veðrum en ef veitt var með
nót. „Það hefur lengi loðað við
okkur að hugsa bara um daginn í
dag. Á morgun kemur annar dagur
með nýjum tækifærum.“
Síðustu áratugi hefur líka orðið
mikil vitundarvakning hvað
varðar öryggismál sjómanna, en
Magnús segist hafa sloppið afar
vel í gegnum sína sjómennsku
hvað slysfarir varði. Þó hafi orðið
banaslys um borð í báti þar sem
hann var háseti á fyrstu árum
hans til sjós, en þar lést sjómaður
af völdum höfuðhöggs þegar tóg
slóst til.
„Ég hef sloppið tiltölulega vel
frá stórslysum á áhöfninni á
skipstjóraferli mínum. Ég tel mig
vera lukkunnar pamfíl hvað þetta
varðar. Og tveimur sjómönnum
sem fallið höfðu útbyrðis á öðrum
skipum í Norðursjó tókst skips-
höfn minni að bjarga.“
Vitundarvakningu um öryggis-
mál þakkar Magnús að stærstum
hluta Slysavarnaskóla sjómanna.
„Sem betur fer hefur valist þar allt
frá byrjun um borð úrvalsfólk til
að stýra kennslunni.“ Sláandi
sé þegar skoðaðar séu gamlar
myndir að þar sjáist ekki nokkur
maður með hjálm. „Nú fer enginn
út á dekk öðruvísi en að vera með
hjálm. Það er bara bannað. Enda
voru þessi höfuðmeiðsli ein af
algengari orsökum banaslysa um
borð. Svo spila inn í fleiri þættir,
svo sem eldvarnir og hreinlega að
bera virðingu fyrir þessum björg-
unartækjum sem eru um borð.“
Myndi ekki nenna þessu í dag
Magnús býr einn í nýrri blokkar-
íbúð í Mosfellsbæ þangað sem
hann flutti fyrir tæpu ári. Í Mos-
fellsbæ átti hann lengst af heima
með eiginkonu sinni Katrínu
Hjartardóttur, sem ættuð var vest-
an úr Dölum, en hún féll frá árið
2013. Leiðir þeirra lágu saman í
Reykjavík. „Við giftum okkur
1976,“ segir Magnús, en þau
reistu sér heimili að Dvergholti
í Mosfellsbæ og bjuggu þar til
ársins 2003, þegar þau fluttu sig
til Reykjavíkur. „Við eignuðumst
ekki börn, en hún átti fyrir son
sem var orðinn 17 ára þegar við
tókum saman. Hann hefur í alla
staði reynst mér sem besti sonur
og gott að eiga hann að. Þau hjón-
in og afkomendur hafa reynst mér
frábærlega vel gegnum árin.“
Frá 2012 hefur Magnús mestan
part verið í landi, utan stök verk-
efni sem hann hefur tekið að sér
eftir starfslok. „Ég fór með gamla
Hoffellið á eina loðnuvertíð. Svo
fór ég fyrir tveimur eða þrem-
ur árum með þann bát í flutn-
inga, þar sem verið var að flytja
loðnu og kolmunna af miðunum
og í land. Svo hef ég farið sem
stýrimaður á þremur bátum sem
fluttir voru til Danmerkur, Möltu
og Kanaríeyja. Það voru skemmti-
legar ferðir.“ Í hálft annað ár hefur
Magnús hins vegar ekkert farið og
segir ekki hægt að segja að hann
sakni þess að vera á sjónum. „Ég
myndi ekki nenna þessu í dag.
Svona ferðir eru allt í lagi, en í dag
er þetta bara tölvuheimur sem
maður passar ekkert inn í.“ - óká
Ker Umbúðamiðlunar eru
eingöngu ætluð til leigu
undir matvæli.
um borð í Heimi árið 1968 við komuna að bryggju á Stöðvarfirði. Mynd/úr safni MÞ
Víkingur á loðnuveiðum. Mynd/úr safni MÞ
magnús nýtur samvista við fjölskylduna, en hér eru hann og langafastrák-
urinn við eldhúsborðið og bíða eftir steikinni. Mynd/úr safni MÞ