Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Síða 12
12 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
og á meginlandi Evrópu hafa menn
þróað aðgerðir, búnað og verklag
til að bregðast við svona uppákom-
um. Ríkið hefur mætt útlögðum
kostnaði og skipulagi í kringum
þetta. Þess utan þarf að huga að
tryggingum fyrir þá sem fara í
þessi verkefni.“
Jón Viðar segir að SHS sé tilbúið
að sinna þessu verkefni svo fram-
arlega sem mannskapur slökkvi-
liðsins fái viðeigandi þjálfun og
ríkið komi til móts við það varð-
andi þann kostnað sem af þessu
hlýst.
„Það er enginn að krefjast þess
að fá aukalega greitt fyrir þetta,
en það þarf að mæta útlögð-
um kostnaði vegna þjálfunar,
trygginga og þess búnaðar sem til
þarf,“ segir Jón Viðar.
„Við viljum að menn séu eins vel
þjálfaðir og hægt er. Við höfum
reynt að nýta reynslumeiri menn í
svona verkefni en erum um leið að
setja þá í óþægilega stöðu. Menn
hafa þó hingað til verið til í að
sinna þessu enda erum við með
menn sem eru í þessum björg-
unargeira og tilbúnir að leggja
ýmislegt á sig til að bjarga öðrum.“
Þá segir Jón Viðar það ekki
síður mikilvægt að geta starfað
með hópum frá Norðurlöndun-
um og Evrópu í kringum Ísland.
Skipaumferð um Ísland hafi auk-
ist töluvert, þar á meðal komur
skemmtiferðaskipa, og með aukn-
um siglingum um norðurskautið
muni þessi umferð aukast enn
frekar.
Sjómenn vel þjálfaðir
Nú verður ekki annað sagt en að ör-
yggis- og björgunarmálum á sjó sé
vel sinnt hér á landi, sem meðal
annars hefur orðið til þess að
slysförum og dauðsföllum á sjó fer
sífellt fækkandi. Spurður af hverju
þessi einstaki liður virðist hafa
orðið út undan segir Jón Viðar að á
því sé engin ein skýring.
„Við höfum mætt velvilja, bæði
frá stjórnendum Landhelgisgæsl-
unnar og frá stjórnvöldum. En
það þarf samt að stíga þessi skref
til fulls og koma þessu í fastar
skorður,“ segir Jón Viðar. „Ég get
ekki sent mína menn í þessi verk-
efni án viðeigandi þjálfunar. Það
að nýta þá reynslu og þekkingu
sem við höfum af slökkvistarfi er
himnasending inn í þetta samstarf.
Þetta er það módel sem menn nota
á Norðurlöndum og í Evrópu. Þeir
aðilar sem vinna í þessu módeli
æfa mikið saman. Norðmenn og
Svíar halda reglulegar æfingar
þannig að þeir vita hvernig á að
bera sig að ef upp koma stór atvik
þar sem þeir þurfa að vinna saman.
Ef þannig atvik kæmi upp hér á
landi er nær sjálfgefið að hing-
að kæmu alþjóðleg teymi til að
aðstoða. Þá munum við, að öllu
óbreyttu, ekki kunna að vinna
með þeim og skilja þann strúktúr
sem hefur verið byggður í kringum
svona verkefni. Það getur verið
mjög hættulegt.“
Jón Viðar segir að SHS og Land-
helgisgæslan hafi í samstarfi fyrir
nokkrum árum unnið skýrslu og
kostnaðargreiningu á þessu verk-
efni. Allt velti þetta þó á fjármagni
frá ríkinu til að raungera samstarf
sem feli í sér að SHS geti brugðist
við með viðeigandi hætti þegar
upp komi eldur um borð í skipi.
Hann tekur þó fram að innan
Slysavarnaskóla sjómanna hafi
verið stigin mörg og góð skref í að
þjálfa sjómenn til að bregðast við
eldsvoða á sjó.
„Þar hefur átt sér stað mikil
bylting á undanförnum árum og
það hefur skilað árangri,“ segir Jón
Viðar.
„Við sjáum það þegar við komum
á vettvang í skipi að menn vita hvað
þeir eiga að gera og hvernig á að
bregðast við. Menn hafa vit og þekk-
ingu til að loka hólfum sem þarf að
loka og eru ekki að rjúka til í aðgerð-
ir sem þeir hafa ekki hlotið þjálfun
til að ráða við og stefna þannig bæði
sjálfum sér og öðrum í voða. Þetta
er því allt mjög faglegt hjá áhöfnun-
um og það hefur skilað sér.“
Þá vinnur SHS í samstarfi við
Slysavarnafélagið að uppbyggingu
á þjálfunaraðstöðu sem einnig get-
ur nýst fyrir sjómenn. Sú aðstaða
verður byggð upp við slökkvistöð-
ina í Hafnarfirði. Þar verður beitt
nýjustu tækni við þjálfun. Aðstað-
an inniheldur þröng rými, tækja-
búnað og annað sem getur skapað
erfiðar aðstæður.
Að lokum liggur beinast við að
spyrja Jón Viðar hvort íslenskir
viðbragðsaðilar myndu ráða við eld
um borð í skemmtiferðaskipi, vildi
svo óheppilega til að slíkar aðstæð-
ur kæmu upp.
„Alltaf þegar þú ert að senda
menn í stór verkefni verður þú að
vera það sem kallað er yfirsterkur,
þ.e. að vera sterkari en atburðurinn
sjálfur sem farið er í. Annars ertu
í raun að elta atburðarásina allan
tímann og nærð aldrei stjórninni,“
segir Jón Viðar.
„Ef það kæmi upp eldur í
skemmtiferðaskipi þyrftum við að
senda nokkur teymi frá okkur en
jafnframt að óska eftir aðstoð að
utan. Þannig er það bara og það
verður ekki hjá því komist. En
þannig er það líka erlendis. Hinar
Norðurlandaþjóðirnar myndu
kalla eftir aðstoð í sambærileg-
um aðstæðum og þess vegna eru
menn að æfa saman. Þessi hætta
er til staðar þar líka. Menn hafa
líka verið að þjálfa upp áhafnir
skemmtiferðaskipa og mjög gott
skipulag er í kringum það. Við
höfum líka nýtt tækifærin og æft
okkur þegar skemmtiferðaskip
koma hingað. Þá höfum við nýtt
tímann þegar farþegarnir eru í
dagferðum. Allt kemur þetta að
góðum notum.“ – gfv
í byrjun október 2018 kom upp eldur í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH 229.
TF-SYn, flutti fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
(SHS) um borð í skipið. Mynd/LHg
• 13–17 Skemmtisigling í boði Hafnarfjarðar-
hafnar – lagt af stað á hálftíma fresti
• 13:00 Dasbandið
• 13-14 Kappróður við Flensborgarhöfn
• 13:50 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
• 14:00 Setning og heiðrun sjómanna
• 14:20 Ávarp og verðlaunaafhending
• 14:30 Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirs
• 15:30 Leikhópurinn Lotta - söngvasyrpa
• Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunar-
sýning með Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Skemmtidagskrá
• 8:00 Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæðinu
• 10:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu
• 10.30 Blómsveigur lagður að minnivarða við
Víðistaðakirkju um horfna sjómenn
• 11:00 Sjómannamessa í Hafnarfjarðarkirkju
Hátíðardagskrá
Nánari upplýsingar á hafnarordur.is
• Kaffisala Slysavarnardeildar Hraunprýði
• Þrautabraut í sjó, rennibraut, gámasig,
kassaklifur, fluglínutæki og koddaslagur
• Opið hús í siglingaklúbbnum Þyt.
Árabátar, kajakar, kænur og kjölbátar
• Opnar vinnustofur listamanna í Íshúsi
Hafnarfjarðar og við Fornubúðir
• Bátasmíði fyrir krakka
• Aflraunakeppnin Sterkasti maður á Íslandi
• Furðuverur úr undirdjúpunum frá Hafró
• Ljósmyndasýning á Strandstígnum
• Sýning um tímabil erlendu útgerðanna í
Bookless bungalow og í Siggubæ er
sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnar-
firði frá fyrri hluta 20. aldar
Önnur dagskrá
SJÓMANNADAGURINN
2 19
2. JÚNÍ
SKEMMTILEG HÁTÍÐARHÖLD VIÐ FLENSBORGARHÖFN
Göngum í bæinn
Notum strætó eða stæði við
Flensborg, Fjörð eða íþróttahús
Skiptiaðstaða
Í siglingaklúbbnum Þyt
fyrir þá sem blotna
Gleðilegan Sjómannadag!
hafnarfjordur.is