Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Síða 16
16 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
voru að kaupa vörur í öðrum
löndum. Ef slíkir hlutir finnast í
veiðarfærum eða í fjörum í dag
koma þeir ekki frá íslenskum
skipum,“ segir Guðmundur.
„Ég hugsa að fáir séu jafn með-
vitaðir og sjómenn um mikil-
vægi þess að ganga vel um hafið.
Fiskimiðin eru auðlind sem þarf
að hlúa vel að og þarf að vera
sjálfbær. Það er til mikils að
vinna í þessu og menn vilja há-
marka virði auðlindarinnar.“
Aukið mengunareftirlit
með dróna í framtíðinni
Á síðustu árum hefur orðið gríðar-
leg framför á eftirliti með skipum
og mengun í hafi. Þar vegur þungt
svokallað CleanSeaNet-kerfi, sem
rekið er af Siglingaöryggisstofnun
Evrópusambandsins (EMSA). Ís-
lensk yfirvöld hafa aðgang að kerf-
inu í gegnum EES-samstarfið. EMSA
lætur Landhelgisgæslunni í té gervi-
hnattamyndir sem gagnast meðal
annars við mengunareftirlit.
„Við fáum reglulegar skýrslur og
getum á nokkrum mínútum greint
hvort mengunarslys hefur orðið,“
segir Björgólfur H. Ingason, aðal-
varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni, í
samtali við Sjómannadagsblaðið.
„CleanSeaNet greinir mögu-
lega mengunarflekki og eykur
möguleika okkar á því að fylgj-
ast með og ekki síður að bregðast
hratt við þegar þess gerist þörf.
Þetta er eftirlit sem áður fór fram
sem sjóneftirlit með flugvélum og
þyrlum. Það segir sig sjálft hversu
mikil framför hefur orðið í þessum
málum með alþjóðasamstarfi við
EMSA.“
Aðspurður segir Björgólfur að
almennt gangi sjófarendur vel um
hafið. Þegar upp komi mengunarat-
vik sé í flestum tilvikum um óhapp
að ræða.
„Við höfum ekki séð dæmi þess
að menn séu viljandi að henda
rusli eða menga hafið viljandi með
öðrum hætti,“ segir Björgólfur.
„Sem dæmi má nefna að olía
dreifist hratt um hafið, þumalputta-
reglan er sú að einn dropi af olíu
þekur um einn fermetra á sjó. Það
á líka við um matarolíu og þetta
kerfi er það gott að það greinir líka
matarolíu. Í stuttu máli má segja
að ef svo færi að einhver varpaði
matarolíu frá borði myndi kerfið
greina það fljótt.“
Undanfarnar vikur hefur Land-
helgisgæslan tekið fjarstýrðan
dróna til reynslu hér á landi. Um
samstarfsverkefni Gæslunnar og
EMSA er að ræða, en dróninn var
notaður við löggæsluverkefni og til
eftirlits með mengun í hafi. Drón-
inn er með um 800 kílómetra flug-
drægni, hann er búinn afísingar-
búnaði og greinir neyðarboð sem
honum kunna að berast.
Björgólfur segir ljóst að ef til-
raunir með notkun dróna standist
væntingar muni hann reynast vel
við aukið eftirlit í lögsögu landsins,
til að mynda við mengunareftirlit.
„Dróninn er að miklu leyti búinn
sambærilegum búnaði og flugvél
Gæslunnar, TF-SIF,“ segir Björgólf-
ur.
„Hann er þó ekki með svokall-
að side looking radar og vissulega
kemur hann ekki í stað flugvélar-
innar og þeirrar reynslu sem áhafn-
ir hennar búa yfir. En það er ljóst
að notkun dróna og annarrar sam-
bærilegrar tækni mun nýtast vel í
framtíðinni til að vakta hafið enn
betur en nú er gert.“ - gfv
n Hér má sjá dæmi um skýrslu sem Landhelgisgæslan
hefur fengið frá EMSA og sýnir vel hversu næm tæknin er
orðin í þessum málum. Ef kerfið greinir skýra olíumengun
er viðvörunin rauð (e. red alert) en í þessu tilviki er hún
gul, þar sem vafi lék á hvort um olíumengun væri að ræða.
Í skýrslunni koma fram auðkenni skipsins (sem hafa hér
verið fjarlægð) og getur Landhelgisgæslan með skömm-
um hætti staðfest það í ferilvöktun sinni. Í þessu tilviki
var haft samband við skipstjórann, sem kannaðist þó
ekki við það að skip hans hefði með nokkrum hætti skilið
eftir sig mengun. Eftir að hafa ráðfært sig við vélstjóra
skipsins hringdi skipstjórinn til baka og staðfesti að
ekki hefði verið hreyft við neinu og að enginn leki væri á
neinum glussa. Hins vegar væri skipið á heimsiglingu og
búið væri að þrífa dekkið með háþrýstibúnaði og ýmsum
efnum. Í stuttu máli nam EMSA-kerfið hreinsiefnin sem
notuð voru við þrifin.
Kerfið nam sápuna
Sem dæmi má nefna að
olía dreifist hratt um
hafið, þumalputtareglan
er sú að einn dropi af
olíu þekur um einn
fermetra á sjó. Það á
líka við um matarolíu og
þetta kerfi er það gott að
það greinir
líka matarolíu.
„Við höfum ekki séð dæmi þess að menn séu viljandi að henda rusli eða menga hafið viljandi með öðrum hætti,“ segir Björgólfur. Mynd/Hreinn Magnússon