Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Side 20
20 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
að tala um GPS eingöngu, komin
séu fleiri staðsetningarkerfi með
sín eigin gervitungl, óháð GPS-
kerfinu bandaríska. „Eitt er rúss-
neska kerfið GLONASS, sem verið
hefur í gangi í mörg ár, annað er
evrópska kerfið GALILEO sem taka
á opinberlega í notkun á næsta ári,
2020, og svo er kínverska kerfið
Beidou, en það er eitthvað lengra
í að opnað verði á það til almennr-
ar notkunar.“ Frá öllum þessum
kerfum séu hins vegar tungl á lofti
og hægt að taka á móti sending-
um þeirra. „Núna er því talað um
GNSS-kerfi frekar en bara GPS,“
segir Sæmundur, en GNSS stendur
fyrir Global Navigation Satellite
System.
Sæmundur segir hins vegar að
notendur þurfi aðeins að gæta sín
þegar kemur að því að nota stað-
setningarbúnað í símum, því að
þeir séu ekki hannaðir til að vera
sérstaklega góð staðsetningartæki.
Það ráðist af því að loftnet þeirra,
sem taki við merkjum staðsetn-
ingarkerfanna, hafi ekki sömu
eiginleika og loftnet tækja sem sér-
hönnuð séu til slíkra nota. „Loft-
netin í farsímunum eru næm fyrir
endurkasti, sem hin loftnetin eru
ekki. Þess vegna er hætta á því að
staðsetning farsíma geti verið röng
sem munar mörg hundruð metrum,
jafnvel kílómetrum við ákveðnar
aðstæður. En langoftast er þetta
alveg á réttum stað. Þessi hætta er
samt fyrir hendi í símunum.“
Í eitt kerfi þarf 24 tungl
GNSS-tækni (sem sumir kenna
enn við GPS) er að mati Sæmund-
ar löngu komin til að vera og
enginn búnaður annar í augsýn
sem komið gæti í staðinn, hvort
sem er fyrir sæfarendur eða aðra.
Kerfunum fjölgi hins vegar. „Ein
svona gervitunglaþyrping, eða
„constellation“ eins og kallað er, er
formlega séð með 24 gervitungl
og svo eru einhvers staðar þrjú
gervitungl sem hægt er að skjóta
inn á brautir tungls sem bilar. En
þau eru líka notuð til staðsetn-
ingar þar sem þau eru til reiðu og
senda út merki sem eru nýtt. Svo
eru stundum fleiri tungl á lofti,
jafnvel 30 tungl. Þetta er svipað
hjá GLONASS, Beidou og GALILEO.
Og gefi maður sér að þrjátíu tungl
séu í hverju kerfi verða samtímis
120 tungl á lofti ætluð til að hjálpa
okkur að staðsetja okkur.“ Þetta er
segir Sæmundur yfirdrifið nóg, því
til þess á ná fram tvívíðri staðsetn-
ingu, sem nægi á sjó, þurfi bara að
nást merki frá þremur tunglum. Og
til þess að fá þrívíða staðsetningu,
þar sem hæðin er með, þurfi fjögur
tungl. „En nú á dögum eru senni-
lega tuttugu tungl eða meira í sýn á
hverjum stað á hverjum tíma.“
Þá sé þróunin líka sú að sama
tækið geti notað tungl frá mismun-
andi þyrpingum til að búa til eina
staðsetningu. „Með því fást meiri
heilindi á bak við staðsetninguna
en þegar bara er notast við eitt
kerfi, eins og í árdaga GPS.“ Flest
staðsetningartæki sem á markaði
eru í dag taka að minnsta kosti við
merkjum bæði GLONASS og GPS
gervitungla. „Nýrri tæki taka svo
við merkjum frá fleirum. Síminn
minn til dæmis, Galaxy 8, ekki
sá nýjasti frá Samsung, getur
tekið við merkjum frá GLONASS,
GALILEO og Beidou.“
Með fjölgun kerfa segir Sæmund-
ur líka ólíklegra að eigendur þeirra
taki upp á því að slökkva á þeim eða
skekkja sendingar tímabundið út af
einhverjum væringum í heiminum.
„Þó að fyrsti tilgangur GPS-kerfisins,
GLONASS-kerfisins og væntanlega
Beidou-kerfisins sé hernaðarlegur er
fyrsti tilgangur GALILEO-kerfisins
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á sjómannadaginn
GPS-kerfið við Ísland er hins vegar
ekki rekið lengur, meðal annars
af því Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti ákvað 1. maí árið 2000 að hætt
skyldi að rugla GPS-kerfið.“
Í stað GPS er talað um GNSS
Án innbyggðrar skekkju var ná-
kvæmni GPS-kerfisins komin nið-
ur fyrir 10 metra, sem fullnægir til
dæmis þörfum fiskveiðiskipa. Með
leiðréttingarkerfinu fékkst hins
vegar heldur meiri nákvæmni, eða
innan við fimm metrar, sem mér
skilst að að sé algjörlega fullnægj-
andi til notkunar við fiskveiðar.
Þannig að ég held þeir séu ekki
biðja um mikið meira. „Það var því
bara Landhelgisgæslan sem mót-
mælti þegar Differential GPS-kerfið
var lagt niður 2016, en hún vildi
hafa meiri nákvæmni á sumum
stöðum.“
Vegna þess hve þróunin hefur
verið hröð og margt gerst síðustu ár
segir Sæmundur ekki lengur hægt
Aðild að ESA myndi styrkja stöðu Íslands
n Til þess að auka nákvæmni í staðsetningu, líkt og Landhelgis-
gæslan hefur kallað eftir, og til þess að opna möguleikann á sjálf-
keyrandi farartækjum, hvort sem það væru bílar eða skip, þurfa
leiðréttingarkerfi að koma til. Sæmundur E. Þorsteinsson telur að þótt
útséð sé um að hér verði aftur sett upp Differential GPS-leiðréttingar-
kerfi gætu leiðréttingar sem sendar eru út frá gervitunglum nýst betur.
Evrópska leiðréttingarkerfið nefnist EGNOS (e. European Global
Navigation Overlay System) og tungl þess eru á þannig braut um jörðu
að þau eru alltaf yfir sama blettinum. „Þetta er kallað að þau séu
geostationary , eða sístöðutungl,“ segir Sæmundur. Tunglin eru í 36
þúsund kílómetra hæð beint yfir miðbaug en GNSS-tungl eru í um 20
þúsund kílómetra hæð. „Og merkin frá þeim nást sums staðar við Ís-
land, sérstaklega við Austurlandið.“ EGNOS-merkin nýtist hins vegar
síður við landið vestanvert. „Og það er ekki endilega vegna skugga,
sem þó eru sums staðar inni á fjörðum vegna fjalla, heldur vegna þess
að styrkur merkisins er ekki nægur og/eða of langt til leiðréttingar-
stöðvanna.“
Sæmundur segir að vilji Ísland beita sér fyrir aukinni útbreiðslu frá
EGNOS-tunglum og hafa áhrif í þá átt að leiðréttingarbúnaðurinn nýtist
til fulls hér við land sé nærtækast að gerast aðili að Geimvísindastofn-
un Evrópu, ESA (European Space Agency). „Það kostar svolítið. Ég hef
heyrt skotið á um hundrað milljónir króna á ári, en langstærstur hluti
þeirrar fjárhæðar myndi að öllum líkindum skila sér aftur til Íslands
í formi styrkja til rannsókna og verkefna tengdra starfsemi geimvís-
indastofnunarinnar.“ ESA segir hann að standi fyrir margvíslegum
rannsóknum og líkt og víða hafi þar á bæ verið horft til rannsókna á
norðurslóðum. „Við höfum viljað hafa áhrif í þessum norðurslóðamál-
um öllum og ég held við værum miklu mikilvægari aðili ef við værum
aðilar að ESA eins og langflest lönd Evrópu eru. Líka litlar þjóðir.“
Sæmundur rifjar upp að árið 2016 hafi Alþingi samþykkt þingsálykt-
unartillögu Pírata um að Ísland sækti um aðild að geimvísindastofn-
uninni, en þó ekki fyrr en að undangenginni nánari skoðun á skuld-
bindingum þeim sem væru samfara aðild. Af þeirri skoðun hefur ekkert
heyrst enn. „Ég tel hins vegar skynsamlegt að skoða þetta mjög gaum-
gæfilega því að hagsmunir okkar eru svo miklir,“ segir Sæmundur og
bendir á að stærstu atvinnugreinar landsins séu algjörlega háðar stað-
setningartækninni; sjávarútvegurinn og ferðamennskan. „Ef við hefð-
um þessar EGNOS-leiðréttingar væru þær líklegar til að gera lendingu á
ýmsum flugvöllum á Íslandi miklu auðveldari en nú.“
galileo-gervihnöttur á braut um jörðu. Mynd/esa-P.Carri
Og gefi maður sér að
þrjátíu tungl séu í hverju
kerfi verða samtímis
120 tungl á lofti ætluð
til að hjálpa okkur að
staðsetja okkur.
FOSSBERG
I Ð N A Ð A R V Ö R U R O G V E R K F Æ R I
Barátta fyrir betra lífi