Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Side 26
Í byrjun árs fagnaði kven-
félagið Hrönn 70 ára afmæli.
á meðan mörg kvenfélög
hafa látið af starfsemi er
Hrönn enn virkur félags-
skapur, þótt fækkað hafi í
félaginu frá því þegar mest
var. kvenfélagskonurnar
senda enn sjófarendum
gjafir á jólum. Það hafa þær
gert óslitið frá 1953.
Þ ann 12. janúar 1949 stofnuðu 30 konur Kvenfélagið Hrönn. Stofnfundur félagsins fór
fram á heimili Sigríðar Helgadóttur,
fyrsta formanns félagsins. Að félag-
inu stóðu eiginkonur stýrimanna og
skipstjóra í íslenska farskipaflotan-
um og er slík hjúskaparstaða skil-
yrði fyrir inngöngu. Konurnar nutu
stuðnings hver af annarri í langri
fjarveru eiginmannanna og stóðu
að margvíslegu félagsstarfi. Þegar
félagið var tæpra fimm ára, árið 1953,
var svo ákveðið að senda sjómönn-
um farskipa sem ekki voru í höfn um
jólin jólapakka til að opna um borð.
Sá siður hefur haldist æ síðan, og
voru síðustu jól því þau 66. í röðinni
sem það var gert.
Núna er formaður Jónína Steiney
Steingrímsdóttir, en hún og forystu-
konur í félaginu í gegnum tíðina,
Matthildur Herborg Kristjánsdóttir
og Guðrún Valgerður Einarsdóttir,
komu saman til þess að ræða við
blaðamann um sögu félagsins, tíma-
mótin og framtíðina. Aðild að Kven-
félaginu Hrönn geta fengið eiginkon-
ur núverandi eða fyrrverandi félaga
í Félagi íslenskra skipstjórnar-
manna, en eftir að í félagið er komið
er aðildin ekki bundin makanum.
Þannig er konum ekki vísað úr félag-
inu þótt upp úr hjónabandi kunni að
slitna, eða eitthvað slíkt. „Svoleið-
is kemur fyrir í okkar hópi eins og
öðrum, þannig að við bættum við í
5. grein laganna, þar sem kveðið er
á um inntökuskilyrðin, eftirfarandi:
Þótt breyting verði á hjúskaparstöðu
konu sem fengið hefur inngöngu
í félagið þá breytir það engu um
félagsaðild þeirra.“ Þetta hafi verið
sett inn eftir að einhverjum konum
hafi þótt eins og þær yrðu að hætta
í félaginu við skilnað, en með því
hefði verið skorið á vinabönd sem
myndast höfðu. „Það er nógu slæmt
að karlinn fari þótt vinkonurnar fari
ekki í leiðinni,“ gantast Matthildur.
Hittast mánaðarlega yfir veturinn
Núna eru í félaginu nærri 50 konur
og hefur félögum fækkað nokk-
uð, því félagskonurnar eldast eins
og aðrir og nýliðun er lítil. „Skipin
eru færri og svo eru færri sem fara í
stýrimannaskólann,“ segir Jónína.
Um 1983 var 161 kona í félaginu. „Og
svo er þetta eins og í flestum kven-
félögum að það fækkar í þeim,“
bætir Matthildur við. Guðrún telur
líklegt að Kvenfélagið Hrönn sé með
þeim virkustu sem eftir eru, því þær
komi saman einu sinni í mánuði yfir
vetrartímann, frá október til maí.
Auk reglubundinna uppákoma á
borð við leikhúsferðir og bingó hef-
ur verið farið í vorferð og stundum
í ferð á hausti í stað fyrsta fundar,
auk þess sem konur í félaginu hafa
tekið sig saman um nokkrar utan-
landsferðir líka. „Það höfum við
gert þrisvar sinnum, með tveggja
ára millibili,“ segir Jónína. Heimsótt
var Ljúbljana, svo Bratislava og loks
Búdapest. „Í þessu hefur verið mjög
góð þátttaka og allar komið með
sem treyst hafa sér til.“
Dagskrá vetrarins er nokkuð fast-
mótuð, en í ár var haldinn sérstakur
hátíðarfundur 12. janúar, á stofndegi
félagsins, í tilefni af 70 ára afmæli
þess. Félagið er með á leigu undir
fundi sína sal Flugvirkjafélagsins í
Borgartúni í Reykjavík og var hann
allur skreyttur fyrir afmælisfundinn
og kokkur frá Kjötgalleríinu fenginn
á staðinn til að reiða fram veislu-
mat og svo söng Ívar Helgason og
skemmti. „Síðan voru fyrrverandi
formenn heiðraðir,“ bætir Jónína
við, en alls hafa átta konur gegnt for-
mennsku í félaginu frá upphafi.
Jólapakkar til sjómanna gleðja
Þá er fastur liður fyrir hver jól að
konurnar í félaginu koma saman til
þess að pakka inn jólagjöfum sem
afhentar eru farmönnum á öllum
skipum sem ekki eru í heimahöfn
um jólin. „Sá fundur er í nóvem-
ber, en þá kaupir jólapakkanefnd
félagsins og stjórnin í jólapakkana
og svo er þetta vinnufundur þar
sem allar konurnar koma með frá
einum pakka og upp í fjóra sem þær
eru með tilbúna. Á síðasta fundi var
pakkað inn 60 pökkum og skrifaðar
jólakveðjur með,“ segir Jónína.
Matthildur fékk eitt sinn að upp-
lifa jólin um borð með manni sínum
þegar jólapakkarnir voru afhentir
og segir það hafa verið einstaka upp-
lifun. Stundum hafi verið haft orð
á því í félaginu hvort ætti að leggja
þennan sið af, en það verði ekki gert.
„Þetta vekur gleði og áhöfnin safnast
saman í borðsal skipsins á aðfanga-
dagskvöld til þess að opna þessa
pakka,“ segir Matthildur og þær
hinar taka undir að pakkarnir þyki
auka á jólastemninguna um borð.
Umfangið á umstanginu með
pakkana segja þær líka annað og
minna en á árum áður vegna þess
hve farskipum hafi fækkað og fækk-
að í áhöfn. Skipin séu samt oft úti á
þessum tíma. Þegar mest lét voru
pakkarnir allt að 900 talsins sem
útbúnir voru fyrir jólin en núna eru
þeir um 170 talsins.
Pakkarnir eru svo af ýmsum toga.
„Það er allt mögulegt í þeim,“ segir
Jónína. „Vettlingar, húfur, snyrti-
vörur, sokkar, naglasett og allt sem
herra getur vantað og okkur getur
dottið í hug. Litlar penar gjafir.“
Áður fyrr hafi líka gjarnan verið
gefnar bækur og það færist aftur í
aukana núna því áhafnir séu í aukn-
um mæli íslenskar. „En á tímabili
duttu þær alveg út vegna þess að svo
margir erlendir menn voru í áhöfn
skipanna,“ bætir Matthildur við.
Leggjast allar á eitt
Í gegnum tíðina hefur starfsemin
verið fjármögnuð með ýmsum hætti,
svo sem með basar fyrr á árum og
sælgætissölu á sjómannadaginn,
en í seinni tíð hafa félagskonur
Hrannar aðstoðað á kynningardegi
Stýrimannaskólans, sem nú heitir
Fjöltækniskólinn. „Í gamla daga
höfðum við okkar dag, bökuðum og
gerðum allt saman sjálfar, en það
verður erfiðara eftir því sem fólk
eldist og fækkar í hópnum. Síðan
var það aflagt en þá hafði ég sam-
band við Jón B. Stefánsson, sem þá
var skólameistari Fjöltækniskól-
ans, og bauð fram krafta okkar í að
uppvarta og sjá um frágang. Og það
erum við búnar að gera að minnsta
kosti sex ár núna,“ segir Jónína.
Hvað aðra fjáröflun varðar segja
þær Hrannarkonur að hún fari fram
Félagskonur í Kvenfélaginu Hrönn stilltu sér upp til hópmyndatöku á sjötugsafmæli félagsins í janúar.
26 S j ó m A n n A D A G S b l A ð i ð J ú N Í 2 0 1 9
gefandi félagsskapur sem látið
hefur gott af sér leiða í sjötíu ár
Forystukonur í Kvenfélaginu Hrönn, þær matthildur Herborg Kristjánsdóttir, Jónína Steiney Steingrímsdóttir og guðrún Valgerður Einarsdóttir, komu saman
til þess að fræða blaðamann Sjómannadagsblaðsins um sögu kvenfélagsins í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Mynd/Hreinn Magnússon
vettlingar, húfur,
snyrtivörur, sokkar,
naglasett og allt sem
herra getur vantað og
okkur getur dottið í hug.
litlar penar gjafir.