Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Qupperneq 28
28 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
á fundum félagsins, en inn á þá sé
selt og matur og kaffi á fundunum.
„Við leigjum þennan sal en höfum
reynt að hafa hlutina þannig að
þetta bara standi undir sér og það
hefur tekist vel undanfarin ár. Þá
skiptir máli að þær sem eru í stjórn
og skemmtinefnd hafa lagt mikið
til og hefur aldeilis munað um
það,“ segir Jónína og Guðrún tekur
undir að félagsstarfið allt einkenn-
ist af jákvæðni. „Það er rosalega
skemmtilegt að hittast og halda
þessu gangandi, því það er meira
en að segja það í dag að halda svona
félögum gangandi og mörg hafa
lognast út af,“ segir Guðrún. Þá bæt-
ir Jónína við að ákveðið hafi verið
fyrir nokkrum árum að félagskon-
ur hættu að greiða árgjald í félagið
þegar vissum aldri var náð, en það
hafi í raun ekki komið vel út því
þá hafi félagsstarfið mætt um of á
þeim sem eftir stóðu. „Þannig að við
ákváðum í hitteðfyrra að setja aftur
á árgjald fyrir alla og það kom okkur
á óvart hversu vel var tekið í þetta og
konur sem ekki geta alltaf mætt, eða
mæta bara í afmælið, voru fegnar að
fá með þessu að staðfesta aðild sína
og leggja áfram sitt af mörkum til
félagsstarfsins.“
Órjúfanleg vinabönd
Samheldni félagskvenna er rík, en
frá upphafi hafa þær líka notið
stuðnings hver af annarri. Matthild-
ur segir það líka hafa verið rótina
að stofnun félagsins á sínum tíma,
þegar konur voru langtímum saman
einar heima að sinna börnum og
búi á meðan eiginmenn þeirra voru
í siglingum. „Ferðirnar voru svo
langar og ekki eins og núna þegar
fríin eru lengri á móti,“ bætir hún
við og þær eru sammála um að
breytingin sé mjög mikil og til batn-
aðar frá því sem áður var. „Þeir gátu
verið þrjá mánuði í burtu og ekkert
símasamband. Þetta var náttúr-
lega alveg skelfilegt,“ bætir Guðrún
við. Þá hafi bara verið skrifuð bréf,
skýtur Matthildur inn í. Nútíminn sé
lúxus í samanburði, frí annan hvern
túr og Skype-samtöl alla daga.
Út af þessum löngu fjarvistum
eiginmannanna á árum áður hafi
félagsskapurinn verið þeim mun
mikilvægari á árum áður og innan
hans myndast órjúfanleg vinabönd,
segja þær forsvarskonur Kven-
félagsins Hrannar. Á þeim tíma hafi
heldur ekki tíðkast að sjómannskon-
ur væru útivinnandi og félagsstarfið
hafi því verið mikilvægur liður í að
koma í veg fyrir einangrun þeirra.
Konurnar hittust með handavinnu
og svo voru lesnar sögur. Þá kom
hver með sinn kaffibolla á fund og
hélst sá siður í mörg ár.
Hvað framtíð félagsins varð-
ar segir Jónína að hennar sýn sé
að þær geti haldið áfram á sömu
braut og nú síðustu ár. „Og hugað
bara að okkur í leik og starfi og haft
gaman saman.“ Um leið sé ljóst að
engin endurnýjun sé í félaginu. „Við
stöndum hins vegar meðan stætt
er og svo verður bara að hafa það
þegar það er ekki hægt lengur. Ég
held við eigum eftir að njóta þess í
þó nokkur ár í viðbót að vera saman
og við höldum áfram ferðum og
samkomum.“ - óká
Fyrrverandi formenn voru heiðraðir á afmælisfundi Hrannar. Hér eru stjórnar-
konurnar dagbjört Bergmann ritari og Jónína Steiney Steingrímsdóttir for-
maður, ásamt fyrrverandi formönnum, Þórunni ólafsdóttur, matthildi Her-
borgu Kristjánsdóttur, guðrúnu Valgerði Einarsdóttur og Svövu gestsdóttur.
Stjórn Kvenfélagsins Hrannar í afmælisfögnuði félagsins. Frá vinstri: Helga Vallý Björgvinsdóttir, Kristín Salóme
guðmundsdóttir, anna Jóna arnbjörnsdóttir gjaldkeri, Steinunn arnórsdóttir, Jónína Steiney Steingrímsdóttir for-
maður, dagbjört Bergmann ritari og matthildur Herborg Kristjánsdóttir.
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Fastus býður uppá mikið úrval af tækjum og búnaði fyrir báta og skip. Leitið upplýsinga hjá
sölufulltrúum okkar í síma 580 3900 eða kíkið við í verslun okkar í Síðumúla 16.
TÆKI OG BÚNAÐUR FYRIR SKIP