Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Side 34
34 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
E inn verðmætasti safngripur-inn í varðveislu þjóðarinnar er án efa varðskipið Óðinn
sem liggur við Óðinsbryggju við
Víkina – Sjóminjasafnið í Reykja-
vík við Grandagarð, þar sem skipið
hefur verið opið almenningi til sýnis
undanfarin ellefu ár. Óðinn var
smíðaður í Danmörku og afhentur
Landhelgisgæslunni í ársbyrjun 1960.
Hann fór í síðustu siglingu sína í júní
2006 þegar siglt var til Hull til að
minnast þess að þá voru 30 ár liðin
frá síðasta þorskastríði Íslendinga og
Breta. Ferðin var ekki síður farin til
heiðurs Óðni sjálfum, sem tók þátt í
öllum þremur þorskastríðum þjóð-
anna um mörk landhelginnar. Það
segir nokkuð um sögu og feril Óðins
sem varðskips að á leið til Hull ákvað
skipherrann, Sigurður Steinar Ketils-
son, að kanna hafsvæðið á leiðinni
úr landhelginni og ekki stóð á því
að áhöfnin nappaði erlendan togara
að ólöglegum veiðum. Var honum
þegar fylgt til hafnar á Eskifirði áður
en haldið var áfram til Hull. Við
heimkomu til Reykjavíkur frá Bret-
landi var Óðinn bundinn við bryggju,
drepið á vélum og skipinu lagt eftir
dygga og farsæla þjónustu við eftirlit
með landhelginni í 46 ár.
Lifandi hluti Sjóminjasafnsins
En nú hillir undir að Óðni verði siglt
á ný á vegum núverandi eiganda
skipsins, Hollvinasamtaka Óðins,
sem stofnuð voru 26. október 2006 í
þeim tilgangi að skipið yrði varðveitt
hér á landi en ekki selt til útlanda
eins og jafnvel hafði komið til tals í
stjórnsýslunni. Þess má geta að Bret-
ar höfðu mikinn áhuga á að eignast
og varðveita Óðin. Sá árangur náðist
að í maí 2008 afhenti ríkissjóður
samtökunum skipið formlega til eign-
ar með því skilyrði að þau viðhéldu
minja- og varðveislugildi Óðins.
Skipið skyldi haft sem mest opið al-
menningi til sýnis og fróðleiks, m.a.
um björgunarsögu Landhelgisgæsl-
unnar, þorskastríðsárin við Ísland
og þátt Óðins í deilunum við „breska
ljónið“. Í kjölfarið fólu Hollvinasam-
tökin Sjóminjasafninu umsjón með
fræðsluhaldi um borð í tengslum
við aðra dagskrá í lifandi starfsemi
safnsins.
Verður siglt á 60 ára afmælinu
Skipið er alfarið á ábyrgð Hollvina-
samtakanna, sem Guðmundur
Hallvarðsson, fyrrverandi alþingis-
maður og formaður Sjómanna-
dagsráðs, hefur farið fyrir frá
stofnun ásamt dyggum félögum úr
sjómannastétt, ekki síst núverandi
og fyrrverandi áhafnarmeðlimum á
varðskipum Gæslunnar. Guðmundur
segir mikinn undirbúning að baki og
enn mikið verk eftir þar til siglt verði
á ný. „En við stefnum að því að setja
aðalvélarnar í gang núna í sumar, í
fyrsta sinn í þrettán ár sem liðin eru
frá því að þær möluðu á heimstíminu
frá Bretlandi. Næsta sumar, 2020, á
60 ára afmæli Óðins, stefnum við svo
að því að vera komin með haffæri og
geta siglt Óðni um sundin blá,“ segir
Guðmundur, sem mættur var um
borð á vikulegan verkfund í Óðni
einn nýliðinn mánudagsmorguninn.
„Við erum núna að safna nauðsyn-
legu smurolíumagni á aðalvélarn-
ar og þurfum hátt í tíu þúsund lítra
alls áður áður en ræst verður. Það er
langt komið fyrir tilstuðlan stuðn-
ings góðra fyrirtækja. En þar fyrir
utan eru önnur og kostnaðarsöm
verkefni fram undan sem vinna þarf
til að fá haffæri.“
Óðinn er alltaf í gírnum!
Guðmundur segir að gangsetning
aðalvélanna þurfi annaðhvort að
fara fram á ytri höfninni eða við aðra
og traustari bryggju. „Ástæðan er
sú að það er enginn „hlutlaus“ gír
við vélarnar. Skipið er annað hvort
í framgír eða bakkgír og snúningur
skipsskrúfunnar í „lausagangi“ sam-
svarar líklega um þriggja sjómílna
hraða. Bryggjan við Víkina þolir það
ekki. Óðinn myndi líklega enda inni
á safninu og það viljum við ekki,“
segir Guðmundur kíminn. Til fróð-
leiks fyrir lesendur eru vélar Óðins
af svokallaðri snarvendugerð. Það
þýðir að öxullinn frá skrúfu til vélar
er ávallt beintengdur. Ef vél snýst
snýst skrúfan einnig. Það þýðir jafn-
framt að vélarnar geta snúist á hvorn
veginn sem er. Til að fara úr framgír
í afturágír þarf að drepa á vélunum,
beita sérstökum búnaði sem breytir
snúningi vélarinnar og starta vél-
unum á ný. Þar með snýst öxullinn í
andstæða átt.
Í góðu ástandi
Óðinn var tekinn í slipp, botnhreins-
aður og almálaður vorið 2018 og
reyndist skrokkurinn í mjög góðu
lagi enda með tvöfaldan botn og
sérstaklega styrkt stál í stefni og
byrðingi fyrir siglingar í ís. Slipp-
takan leiddi engu að síður í ljós meira
nauðsynlegt og kostnaðarsamara
viðhald en búist var við. „Við búum
svo vel að eiga að trausta bakhjarla
og sérlega duglega sjálfboðaliða
í Hollvinasamtökunum sem hafa
lagt gríðarlega vinnu í varðveislu og
viðhald um borð. Hér kemur reglu-
lega saman nokkur hópur manna,
allt að sex vélstjórar sem margir búa
að langri reynslu á sjó, þar á meðal
um borð í vélarrúmi Óðins, ásamt
fyrrverandi stýrimönnum og skip-
herrum sem koma saman vikulega
og jafnvel oftar til að sinna nauðsyn-
legu viðhaldi og ýmsum viðgerðum.
Síðustu misseri hafa þeir lagt mikla
áherslu á lagfæringu á ýmsum vél-
búnaði í vélarrúminu til að gera skip-
ið klárt fyrir sextugsafmælið.
Mikilvægur safngripur
Guðbrandur Benediktsson er safn-
stjóri Borgarsögusafns Reykjavík-
ur, en Sjóminjasafnið er hluti af því.
Hann segir Óðin mjög mikilvægan
þátt í starfsemi Sjómannasafnsins
enda standi skipið fyrir ákaflega
veigamiklum þætti í sögu þjóðarinn-
ar, bæði í tengslum við landhelgis-
deilurnar en ekki síður sögu sjávar-
háska og björgunar á hafinu við Ís-
land. „Að okkar mati er Óðinn einn
merkasti safngripur landsins og að
mínum dómi einn sá allra fallegasti.
Saga Óðins er gríðarlega merkileg
og það er mikils virði að halda henni
á lofti,“ segir Guðbrandur. Á hverju
ári koma þúsundir gesta um borð í
Óðin, hátt í tíu þúsund í heild, þar
á meðal grunnskólanemendur og
ekki síður erlendir ferðamenn, t.d.
Bretar sem annaðhvort muna eftir
þorskastríðunum eða þekkja söguna.
Fæstir aðrir tengja Óðin við deilur
Íslendinga og Breta fyrr en að lokinni
heimsókn í skipið.
Smíðaður á Jótlandi
Varðskipið Óðinn var smíðað fyrir
ríkissjóð Íslands hjá skipasmíðastöð-
inni Aalborg Værft á Jótlandi árið
1959. Skipið er 910 tonn, 63 metra
langt og 10 metra breitt og lagðist
Óðinn í fyrsta sinn að bryggju í
Reykjavíkurhöfn 23. janúar 1960.
Dagana 8. og 9. janúar höfðu farið
fram prófanir á öllum helsta vél-
búnaði skipsins á vegum dönsku
skipasmíðastöðvarinnar, svo sem á
akkerisvindum, stýrisvél og fleiru
auk þess sem farið var í 120 sjómílna
siglingu þar sem látið var reyna á
báðar aðalvélarnar sem eru danskar,
af gerðinni Burmeister & Wain. Hvor
um sig er 2.850 hestöfl og ganghraði
skipsins um 18 sjómílur. Óðinn var
búinn 57 mm fallbyssu á palli fyrir
framan skipsbrúna, en án efa er þó
árangursríkasta og mest notaða vopn
Óðins togvíraklippurnar frægu sem
notaðar voru í þorskastríðunum til
að klippa nótina af breskum togurum
sem létu sér ekki segjast. Alls voru
þeir um þrjátíu.
Öflugt björgunarskip
Óðinn gegndi ekki aðeins því hlut-
verki að fylgjast með fiskiskipum,
innlendum sem erlendum, í land-
helgi Íslands heldur reyndist skipið
ekki síður gott björgunarskip og
jafnvel „farþega- og aðfangaflutn-
ingaskip“ þegar svo bar undir, t.d.
þegar kórar á söngferðalagi þurftu
að komast á milli sjávarplássa eða
þegar flytja þurfti vistir og aðföng
til þorpa sem voru innilokuð vegna
fannfergis. Alls er talið að Óðinn hafi
á ferlinum komið um tvö hundruð
skipum til aðstoðar við Íslands-
strendur, hvort sem er vegna óhappa,
bilana, eldsvoða um borð eða þegar
skip voru að sökkva. Alls kom Óðinn
að björgun fimm áhafna sökkvandi
fiskiskipa og er þekktasta björgunin
líklega sú í Ísafjarðardjúpi vetur-
inn 1968 þegar tveir togarar og einn
vertíðarbátur fórust þar sömu nótt.
Þá bjargaði Óðinn átján manns um
borð. Þá hefur Óðinn dregið á annan
tug skipa úr strandi, bæði flutninga-
skip og fiskiskip, en Óðinn er búinn
tuttugu tonna dráttarspili sem á var
allt að þriggja km langur togvír. Óð-
inn kom einnig við sögu í eldgosinu
í Vestmannaeyjum, þegar snjóflóð
féllu á Flateyri og svona mætti lengi
telja þegar stiklað er á stóru í 46 ára
þjónustusögu Óðins. Það er án efa
tilhlökkun í huga margra sem bera
sterkar taugar til þessa sögufræga
björgunar- og varðskips þjóðarinnar
að fá að sjá Óðin sigla á ný undir
eigin vélarafli á sextugsafmælinu
næsta sumar. - bv
Óðinn siglir á ný
varðskipið Óðinn er í eigu Hollvinasamtaka Óðins og til sýnis við
Óðinsbryggju, við víkina – Sjóminjasafnið í reykjavík. Skipið tók
þátt í öllum þremur þorskastríðum Íslendinga og Breta um mörk
landhelginnar. nú hillir undir að skipinu verði siglt á ný.
Stjórn Hollvinasamtaka óðins, frá vinstri: Vilbergur magni óskarsson, Sig-
urður ásgrímsson, guðmundur Hallvarðsson formaður, Vigdís Hauksdóttir,
ingólfur Kristmundsson, Sævar gunnarsson, Sigrún magnúsdóttir varafor-
maður, og Sigurður Steinar Ketilsson. Mynd/Hreinn Magnússon
í bók Helga m. Sigurðssonar sem
Sjóminjasafnið gaf út í tilefni 50
ára afmælis óðins kemur meðal
annars fram að í þorskastríðun-
um hafi Bretar siglt á skipið að
minnsta kosti tíu sinnum, enda
klippti óðinn aftan úr um þrjátíu
breskum togurum, við litla hrifn-
ingu „breska heimsveldisins“.
myndin sýnir skemmdir eftir ásigl-
ingu breskrar freigátu.
óðinn í yfirhalningu í slippnum
síðasta haust. Mynd/Hreinn Magnússon
Fagna liðsauka
n Þeir sem vilja leggja Hollvinasam-
tökum Óðins lið og gerast félagar geta
sent tölvupóst á Sigrúnu Ólafsdóttur á
sigrun.olafsdottir4@reykjavik.is.
Félagar hittast í kaffi um borð í Óðni
síðasta miðvikudag hvers mánaðar.