Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Síða 40

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Síða 40
40 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn Högna Sigurðssyni, voru sex sund- færir menn á Íslandi. Aðrir gátu ekki bjargað sér. Ef menn duttu af hesti í á, þá drukknuðu þeir.“ Sundnám lögleitt 1925 Ásta segir að sér hafi alltaf þótt þessi saga merkileg, hvernig ís- lenska þjóðin hafi farið úr því að vera rík og vel skrifandi yfir í að verða eitt fátækasta land Evrópu. Á þessum tíma, í kringum 1820, segir hún svo væntanlega hafa farið að gæta erlendra áhrifa, þar sem Íslendingar kynntust baðmenn- ingu og hvernig fólk stundaði þar strendurnar. „Þessu kynnast íslenskir námsmenn í útlöndum, koma heim og fara að tala um að nú þurfi fólk að fara að læra að synda.“ Þá hafi líka verið ljóst að eitthvað yrði að gera til að spyrna á móti ótímabærum dauðsföllum af völdum drukknunar. „Ef við tökum 100 ára tímabil, frá 1880, þá drukkna á þeim tíma yfir 5.000 Ís- lendingar. Þannig að það er ekkert skrítið að það verði þessi vakning á seinni hluta nítjándu aldar, sam- fara batnandi efnahag.“ Fyrsta sundkennslan sem Ásta segist hafa fundið heimild- ir um var árið 1821. Hún fór fram í sjó í Reykjavík og í kjölfarið var Sundfjelag Reykjavíkur stofnað. Skömmu síðar var byrjað að kenna í Hafnarfirði. „Þetta breiddist svo út um landið og víða kennt í sjó, þótt einnig hafi verið tekið að nýta einhverjar laugaleifar þar sem þær var að finna.“ Þá segir Ásta sögu sundkennsl- unnar varðaða áhugaverðu fólki. Hún nefnir til dæmis Ásgeir Ás- geirsson, sem síðar varð forseti. „Hann var sundkennari sem ung- ur maður en átti eftir að koma rækilega við sögu síðar. Svo eru fleiri, meira að segja tengdir forsetaembættinu líka. Pabbi Vigdísar Finnbogadóttur hannaði sundlaugina í Vestmannaeyjum. Hann ætlaði reyndar að hafa hana 25 metra, en svo skorti fé og þeir ákváðu að hafa hana 20 metra. Þeir vildu fara að fordæmi Reykvíkinga, sem höfðu gert sína fyrstu laug 1908 og notuðu jarð- hitann í Laugardal til að velgja vatnið.“ Vestmannaeyingar áttu eftir að hafa mikil áhrif á þróun sund- kennslu, en þar hóf Bjargráðafé- lagið sundkennslu upp úr 1880 og þá var bara kennt í sjó. „Þetta var aðeins brotakennt í byrjun og aðstæður ekki alls staðar góðar,“ segir Ásta. Strax í árdaga sundkennslunnar ríkti jafnrétti í sundkennslu og konur sáu líka um kennsluna. „Til dæmis var þar Arnbjörg Ólafsdóttir, Vest- mannaeyingur, sem hvatti bæj- arstjórann þar til þess að kalla eftir lögum um sundkennslu og var þannig hvatamaðurinn að því að færa sundkennslu í lög.“ Þetta var árið 1925 og bendir Ásta á að því séu ekki nema fimm ár í að hér verði hægt verði að fagna hundrað ára afmæli lögleiddrar sundkennslu. „Málið var hins vegar strax lagt fram á Alþingi 1925. Og það er dálítið skemmti- legt að í greinargerð með frum- varpinu er nefndur til sögu Árni J. Johnsen, sundfær maður, forfaðir og nafni alþingismannsins fyrr- verandi. Hann hafði bjargað fjór- um börnum frá drukknun, sem þótti sýna hversu mikilvægt væri að fólk kynni að synda.“ Á þessum tíma voru efri og neðri deild á Alþingi og málið var strax samþykkt. „Reyndar voru þrír á móti, en algjör meirihluti með málinu. Og í neðri deildinni kemur fyrrverandi forseti vor, Ásgeir Ásgeirsson, aftur við sögu, því að hann mælir þar fyrir áliti fyrir hönd menntanefndar.“ Í endanlegum lögum sagði svo að í kaupstöðum og sveitarfélögum skyldi bæjar- og sveitarstjórnum með reglugerð heimilt að gera öllum heimilisföstum ungling- um, 12 til 16 ára, skylt að stunda sundnám í minnst fjóra mánuði. „Og þannig byrjaði það. En það sem var svolítið skemmtilegt í þessari fyrstu sundkennslu var að stelpur voru miklu duglegri en strákar við þetta nám.“ Þetta segir Ásta hægt að lesa úr þeirri litlu tölfræði sem til er um sund- kennsluna. Kunnáttan ein eykur lífslíkurnar Tíð slys hér á landi segir Ásta að hafi augljóslega haft áhrif á kennsluna og hér er enn lögð áhersla á björgunarsund, leysi- tök, þol- og kafsund. „Og ef við veltum fyrir okkur af hverju sund- kennslan var þannig upp byggð, þá er verið að kenna fólki að bjarga sér úr sjóslysi og að bjarga öðrum frá drukknun.“ Í því samhengi er líka forvitni- legt að skoða þróunina eftir því sem leið á 20. öldina, en tölur sýna að á fyrri helmingi hennar fórust að meðaltali um 60 menn á ári í sjóslysum og drukknunum, en sú tala var komin niður í rúmlega 20 upp úr miðri öld og niður í 10 banaslys á ári síðasta áratuginn. Síðustu tvö ár standa svo upp úr á heimsvísu fyrir að engin banaslys urðu á sjó. Sundkunnáttan er sá þáttur sem að sögn Ástu gleymist stundum þegar rætt er um öryggi sjófar- enda, eins mikill lykilþáttur og hún annars er. „Oft er áherslan á gúmmíbjörgunarbáta og leysibún- að og einhverja tækni aðra sem vissulega er bráðnauðsynleg, en þurfi maður að lifa af í sjó, þar til þyrlan kemur eða önnur björg berst, þá er maður óskaplega fljót- ur að krókna ef maður veit ekki hvað maður á að gera. Í sjó hefur fólk ekki langan tíma, en það gjör- breytist ef fólk hefur þessa þekk- ingu og með því aukast lífslíkur þess verulega.“ Kunnáttan skipti jafnvel máli við bestu aðstæður þar sem fólk sé í þurrbúningi og veður skaplegt. „Þá skiptir bara svo miklu máli að vita að mað- ur kann þetta. Þá slakar maður á önduninni og það dregur úr áfallastreitu. Við það eitt að halda betur ró sinni aukast lífslíkurnar til muna. Þeir sem eru vel syndir komast frekar af.“ – óká Úr steingerðum laugum á Ólympíuleika n Í fasteignablaði Morgunblaðsins 15. apríl 1997 er að finna áhugaverða grein Bjarna Ólafssonar um sögu sund- lauga á Íslandi. Er þar meðal annars fjallað um hina öru framþróun sem varð í sundiðkun hér á landi, ekki aðeins í Reykjavík, heldur víðs vegar um landið. „Við marga skóla landsins voru byggðar sundlaugar, þar sem heitt vatn var til. Það liðu ekki nema 28 ár frá því að steingerðu sundlaugarnar voru byggðar í Reykjavík þar til sundflokkur fór til Berlínar til þess að taka þátt í keppni á Ólympíuleikunum í Berlín 1936,“ segir þar. 10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7 þróun segir Gunnar að hafi verið viðvarandi síðustu 10 til 15 ár. Breytingar á vinnuaðstæðum sjómanna síðustu ár segir Gunnar hins vegar mismunandi eftir skip- um. Á vinnsluskipum hafi dregið mjög úr því að menn séu að burð- ast með pönnur og kassa því nú séu færibönd, stigabönd og annað sem færi fiskinn upp í hendurn- ar á mönnum. „Menn þurfa því lítið að vera að teygja sig og færa sig eftir fiski.“ Þá séu komin betri kerfi varðandi hífingar. „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka. Og svo eru náttúrulega komnar vélar eins og til dæm- is beitningavélar sem vinna um leið og línan er lögð. Þannig að það er alls konar ný tækni komin í vinnuna um borð sem líka hef- ur dregið úr slysahættu. Það eru margir hlutir, smáir og stórir sem gert hafa hlutina betri.“ Það sem helst teljist til nýbreytni núna segir Gunnar að útgerðarfyr- irtækin hafi verið að ráða til sín ör- yggisstjóra. „Þeir eru með fókusinn á öryggismál dags daglega og að hjálpa sjómönnum að halda vöku sinni þegar kemur að þessum mál- um, að daglegu eftirliti sé sinnt og að menn haldi öryggisreglur sem þeir hafa sett sér. Og þetta er partur af öryggisstjórnunarkerfi um borð í hverju skipi. Oft er sagt að skip- stjórinn sé sá sem beri ábyrgðina, en öryggisstjórnunarkerfi hjálpar til við að dreifa ábyrgðinni á alla um borð. Enginn er undanskilinn og enginn getur vísað á annan þegar kemur að öryggismálum.“ Engu að síður eru áhöld um hvernig til hefur tekist við að fækka slysum að mati Gunnars. „Þarna tekst á betri skráning og svo hins vegar að menn sýna meiri árvekni og skrá kannski atvik sem ekki voru skráð áður. Það er ekki víst að það hafi alltaf farið á skýr- slu þótt einhver hafi klemmt sig eða skorið á fingri, en ég held að í dag fari það á skýrslu. Svo hefur þetta náttúrlega líka með samn- ingamál sjómanna að gera, en þeir hafa mjög ríkan bótarétt og þar af leiðandi er mjög mikilvægt að allir sinni skráningu mjög vel.“ Gunnar segir klárt mál að núna séu sjómenn sinnugri þegar kemur að öryggismálum og passi betur hver upp á annan en raunin kunni að hafa verið áður. „Ef einhver ætlar sér að ganga of langt þá er einhver annar sem stoppar hann. Menn taka þannig ábyrgð hver á öðrum. Og mér finnst fræðslan og skólastarfið svolítið hafa opnað augu manna fyrir þessu. Hérna áður fyrr var það þannig að menn voru ekkert mikið að skipta sér hver af öðrum. En menn eru mikið opnari með þetta í dag.“ Þessir hlutir gangi líka svolítið í bylgjum því þegar mikill uppgang- ur var í fiskveiðum og sjósókn þá hafi líka verið mikil endurnýjun og oft mikið af nýliðum um borð. „Með kvótakerfinu og fækkun skipa þá minnkar þessi endurnýjun og meira um að vanir sjómenn séu um borð. En sá tími er að einhverju leyti liðinn, en í staðinn erum við með miklu betra fræðslukerfi fyrir nýliða og öll skip eð kerfi um hvernig taka skuli á móti nýliðum.“ Þá sé heldur ekki litið svo á að þeir séu einir nýliðar sem séu að fara í fyrsta skipti á sjó, heldur sé litið svo á að maður sé nýliði ef hann er nýr um borð í viðkomandi skipi. Dæmi um áhrif nýliðunar á slys segir Gunnar hægt að lesa úr tilkynningum um slys á upp- gangstímanum rétt fyrir hrun, en þá hafi gengið erfiðlega að manna skip. Þannig megi sjá slysatíðni taka stökk árið 2007. „En eftir 2008 eru bara orðnir vanir menn á sjó. Svo er annað í þessu að smábáta- útgerð jókst eftir að kvótakerfið var sett á.“ Þegar horft er á tölurnar núna allra síðustu ár og um leið með í huga að slysaskráning sé betri þá segist Gunnar fullyrða að hlutirnir færist til betri vegar. „En betur má ef duga skal og það hlýtur að vera markmið okkar að fækka þessu verulega. Við sjáum hver árangur- inn varð við að fækka banaslysum og alvarlegum slysum og þá á al- veg að vera hægt að fækka hinum slysunum verulega. Þar þarf bara að koma að þessari nýju hugsun að allt skipti máli, smátt og stórt. Undanfarin ár hefur líka verið vakning í því að skrá það sem kall- að hefur verið „næstum því slys“, því þar sem verður næstum því slys getur orðið alvöru slys síðar. Menn eru að reyna að fyrirbyggja slysin. Og þegar fleiri fyrirtæki eru búin að ráða sér öryggisstjóra þá held ég að öryggismenningin færist á nýtt og betra stig.“ -óká Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn PORT OF HAFNARFJORDUR SMÍÐAVERK ehf. Íslensk smíðaverks snilli Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Sími 568 0100 | stolpigamar.is GÁMALEIGA GÁMASALA KÓPAVOGSHAFNIR FROSTI ehf 44 H r a f n i s t u b r é f Eggjabúið Hvammi Gólf oG veGGlist ReyKjAvíK Slys tilkynnt hjá almannatryggingum Ár Slys alls Slys á sjómönnum Hlutfall 1985 1.795 459 25,6% 1986 1.904 503 26,4% 1987 2.177 592 27,2% 1988 2.366 619 26,2% 1989 2.670 631 23,6% 1990 2.874 614 21,4% 1991 3.194 522 16,3% 1992 3.074 511 16,6% 1993 3.303 523 15,8% 1994 2.893 486 16,8% 1995 2.749 459 16,7% 1996 3.010 434 14,4% 1997 3.044 460 15,1% 1998 3.031 378 12,5% 1999 2.991 381 12,7% 2000 3.005 361 12,0% 2001 3.108 344 11,1% 2002 2.401 413 17,2% 2003 2.037 382 18,8% 2004 1.799 309 17,2% 2005 1.782 366 20,5% 2006 1.583 268 16,9% 2007 1.772 425 24,0% 2008 2.160 291 13,5% 2009 1.980 239 12,1% 2010 1.842 279 15,1% 2011 1.934 252 13,0% 2012 2.004 249 12,4% 2013 2.015 230 11,4% 2014 2.157 210 9,7% 2015 2.128 220 10,3% Heimild: Hagstofa Íslands „Áður voru menn bara með bómuna, en núna eru betri græjur við að hífa og slaka.“ VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.