Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Page 42

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Page 42
42 S j ó m A n n A D A G S b l A ð i ð J ú N Í 2 0 1 9 V ÍS þróaði ATVIK til að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að fá yfirsýn á atvikum í starfsemi þeirra og greina mögulegar hættur í vinnu- umhverfinu. Markmiðið var að stjórnendur gætu hugað betur að skipulagi öryggismála og gripið til forvarnaaðgerða með úrbót- um í kjölfar atvikaskráninga. Eins og margir vita leynast víða hættur sem unnt er að koma í veg fyrir með breyttu verklagi eða skipulagi og ATVIK gegnir lykil- hlutverki í þessu skyni. Kerfið hefur því verið tekið í notkun víð- ar en í sjávarútvegi, meðal annars hjá sveitarfélögum og fleiri aðil- um,“ segir Gísli Níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum fyrir- tækja hjá VÍS. ATVIK-Sjómenn þróað með sjómönnum Gísli Níls segir að nýja atvika- skráningarkerfið ATVIK-Sjómenn, sem VÍS kynnti í byrjun árs, hafi verið þróað í samvinnu við nokkur af helstu útgerðarfyrirtæki lands- ins, Slysavarnaskóla sjómanna, Rannsóknarnefnd samgönguslysa og fleiri aðila. „Kerfið hefur fengið mjög góðar viðtökur og hafa t.d. FISK-Seafood, Vinnslustöðin, Vísir, Samherji og Þorbjörn þegar byrjað að nota kerfið í öllum skip- um sínum. „Kerfið var upphaf- lega ætlað viðskiptavinum VÍS en í kjölfar mikillar eftirspurnar annars staðar frá var ákveðið að bjóða það öðrum til kaups. Þor- björn hf. í Grindavík er dæmi um fyrirtæki sem ekki er í viðskiptum við VÍS en hefur innleitt atvika- skráningarkerfið,“ segir Gísli Níls. Kerfið er gott mælaborð á öryggi Björn Halldórsson, öryggisstjóri Þorbjarnar hf., er ánægður með kerfið, enda bjóði það upp á mjög hagnýta notkun sem veiti góðar upplýsingar um ástand öryggis- mála sé það nýtt eins og ætlast er til. „Eigendur Þorbjarnar hafa alla tíð látið sig öryggismál miklu varða. Við rekum sex starfsstöðvar í landi og fimm fiskiskip, alls ellefu vinnustaði,“ segir Björn og á þar við frystihús og salthús, þjónustu- deild, vélsmiðju og trésmíðaverk- stæði félagsins í Grindavík auk fiskverkunar í Vogum. Fiskiskipin eru línuveiðiskipin Ágúst, Sturla og Valdimar og frystiskipin Gnúpur og Hrafn Sveinbjarnarson. Von er á sjötta skipinu í flotann á vor- mánuðum og þá verða frystiskipin sex. Alls eru starfsmenn þessara vinnustaða Þorbjarnar 370 talsins og segir Björn að aldrei sé gefinn neinn afsláttur á kröfum um hámarksöryggi eins og það best þekkist hverju sinni og hið nýja atvikaskráningarkerfi VÍS sé gott verkfæri í þágu þess markmiðs. Löng hefð fyrir áherslu á hátt öryggisstig „Þorbjörninn býr að mjög langri og djúpstæðri hefð fyrir áherslu á öryggi starfsfólks og það er okkur því afar mikilvægt að öll atvik séu skráð í kerfið þannig að við getum brugðist við og fyrirbyggt endur- tekningar til að tryggja öryggi starfsmanna. Áherslurnar eru sam- ofnar vinnustaðamenningunni og er starfsfólk okkar, bæði á sjó og í landi, mjög meðvitað um mikil- vægi skráninganna,“ segir Björn. ATVIK-Sjómenn byggir á fimm mismunandi tegundum tilkynn- inga um atvik. Fyrst er Ábending, þar sem tilkynnt er atriði sem að mati sendanda gæti hugsanlega valdið óhappi eða slysi og gott væri að bæta úr til að fyrirbyggja slíkt. Næst kemur Næstum slys, síðan Minni háttar slys, sem t.d. var bætt með plástri á sár. Því næst er Fjarveruslys, sem leiðir til þess að starfsmaður er frá vinnu tímabund- ið á meðan hann jafnar sig. Að síðustu er flokkur sem kallast Ógn, þar sem hægt er að skrá einelti eða áreitni af ýmsum toga, sem Björn segir alls ekki liðið í fyrirtækinu. Aðgang að síðasttalda skráningar- flokknum hefur aðeins mannauðs- stjóri fyrirtækisins, sem heldur utan um slík mál. Sjálfvirk tilkynning til eftirlitsstofnana „Við erum mjög ánægð með hönnun og virkni skráningar- kerfisins. Fyrir utan mikilvægi þess fyrir fyrirtækið sjálft að öll atvik séu skráð og fylgt eftir með úrbótaskýrslu gerir kerfið okkur líka kleift að átta okkur á öryggis- málum vinnustaðarins í heild og mismunandi ástandi milli starfs- stöðvanna, þar sem einn getur lært af öðrum til að bæta sig. Þá geta slys og óhöpp líka verið þess eðlis að tilkynna þurfi þau mörgum opinberum aðilum,“ segir Björn og á þar við lögregluna, Rann- sóknarnefnd sjóslysa, Vinnu- eftirlitið og jafnvel Samgöngustofu. „ATVIK-Sjómenn gerir mér kleift að skrifa eina skýrslu í stað fimm, því að kerfið hefur þann innbyggða eiginleika að geta sent hana beint úr kerfinu til þessara aðila fyrir mig. Annar kostur er að kerfið framkvæmir sjálfvirkar skráningar á fjarveruslysum og sendir Vinnu- eftirlitinu á sérstöku eyðublaði sem kerfið sér nær alfarið um útfyllingu á sjálft. Kerfið getur einnig sent tilkynningar til fleiri aðila, svo sem tryggingafélagsins okkar og til Sjúkratrygginga Íslands,“ segir Björn, sem tengist kerfinu með rafrænum skilríkjum og getur í kjölfarið skoðað skráningar í kerf- inu og einnig skýrslur sem gerðar hafa verið í kjölfar tilkynninga frá starfsstöðvunum. „Þegar við hefj- um skýrslugerð um skráningu fær sá eða sú sem setti skráninguna í kerfið tölvupóst um það og svo aftur þegar skýrslugerð lýkur þar sem fram kemur til hvaða úrræða verði gripið. Þetta finnst okkur vera kostur vegna gagnkvæmra sam- skipta sem fyrirkomulagið hefur í för með sér. Starfsmenn eru virkir þátttakendur í þeirri vinnu okkar að vinna stöðugt að bættu öryggi með notkun þessa nýja atvika- skráningarkerfis VÍS,“ segir Björn Halldórsson, öryggisstjóri Þor- bjarnar hf. í Grindavík. - bv atvikaskráningarkerfi vÍS stuðlar að öruggari vinnustöðum tryggingafélagið vÍS hefur um árabil beitt sér fyrir öfl- ugu forvarnastarfi hjá fyrirtækjum og þróað sérsniðna forvarnaþjónustu fyrir mismunandi atvinnuvegi. Sú þjónusta hefur sannað gildi sitt í að koma á bættri öryggis- menningu og stjórnun öryggismála, sem og lágmarkað tjón og slys hjá fyrirtækjum í viðskiptum hjá félaginu. nýlega kynnti vÍS atvikaskráningarkerfi fyrir sjávarút- veginn, atvik-Sjómenn, sem byggir á atvikaskráningar- kerfinu atvik sem vÍS hefur þróað síðan 2014 með fyrir- tækjum og sveitarfélögum. gísli níls Einarsson, sérfræðingur í forvörnum fyrirtækja hjá VíS, segir nýtt atvikaskráningar- kerfi sjómanna hafa fengið afar góðar viðtökur. Hér er hann með Birni Halldórssyni, öryggis- stjóra Þorbjarnar hf. í grindavík. Mynd/Hreinn Magnússon atvik-Sjómenn gerir mér kleift að skrifa eina skýrslu í stað fimm, því að kerfið hefur þann innbyggða eiginleika að geta sent hana beint úr kerfinu til þessara aðila fyrir mig.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.