Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Page 52

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Page 52
52 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 minningin um þá voða- atburði þegar tveir nýlegir breskir togarar, roderigo og lorella, fórust í ofviðri 80-90 sjómílum norðaustur af Horni og með þeim fjöru- tíu manns lifir enn meðal íbúa Hull á englandi. Skipin fórust 26. janúar 1955, en í sama veðri strandaði togar- inn egill rauði undir grænu- hlíð við Ísafjarðardjúp. Undir lok síðasta árs var frá því greint í breska dagblað-inu Hull Daily Mail að Hull Bullnose Heritage Group, félag sem heldur á lofti minningu og arfleifð sjómanna í Hull, þrýsti á um að settur yrði upp í borginni minningarskjöldur um sjómenn- ina á togurunum Roderigo og Lor- ellu og hetjudáð þeirra. Undir jan- úarlok 1955 héldu bæði skipin úr vari við Vestfirði út í óveðrið til að- stoðar við þriðja skipið, Kingston Garnet, sem þau töldu vera í vand- ræðum. Í Hull hefur félagsskapur- inn látið koma upp allmörgum viðlíka minnismerkjum til heiðurs skipum og sjómönnum sem gerðu út frá borginni fyrr á árum, margir á Íslandsmið. Björgunarleiðangur sem fór illa Mikið manntjón og sú staðreynd að um var að ræða eina stærstu og nýjustu togarana í breska fiskiskipaflotanum varð til þess að mikið var um slysið fjallað í breskum fjölmiðlum. Lorella var smíðuð 1947 og Roderigo 1950. Sjóprófum fyrir dómi var lokið 11. ágúst 1955 og leiddu þau í ljós að skipin höfðu farist vegna samspils þátta sem ekki hafði verið hægt að sjá fyrir; hvassviðris, sjóhæðar og ísingar sem safnaðist á skipin þar sem þau neyddust til að beita upp í vindinn. Í þeim kom einnig í ljós að skip- in höfðu haldið úr vari við Ísland til hafs á ný vegna þess að togar- inn Kingston Garnet hafði sent út hjálparbeiðni eftir að vír flæktist í skrúfu skipsins. Fregnir af því að tekist hefði að losa úr skrúfunni og Kingston Garnet komist í skjól höfðu hins vegar ekki borist skip- unum, sem gerir sögu þeirra þeim mun sorglegi. Dagblaðið Belfast News-Letter greindi frá framgangi sjóprófanna, 10. ágúst 1955 og orðaskiptum við Albert Stanley Richard Jones, skip- stjóra togarans York City, sem lýsti því þegar skipin höfðu ákveðið að leggja frá landi á ný til að freista þess að ná til Kingston Garnet, sem heyrst hafði af um 40 mílum norð- ur af þeim. S. Pitts, fulltrúi sam- gönguráðuneytis Bretlands, benti á að þessi orð skipstjórans væru mikilvæg. „Þú segir okkur að Lor- ella og Roderigo hafi farið norður í björgunarleiðangur?“ spurði hann. „Já,“ staðfesti Jones skipstjóri. „Dómurinn er þess fullviss að skipin tvö hefðu getað staðið af sér hvaða óveður sem var hefði ekki komið til þessarar miklu ísingar,“ segir í niðurstöðu sjóprófsins, en lágur lofthiti gerði að verkum að sjórinn sem gekk yfir skipin fraus jafnharðan á þeim, sem aftur gerði siglinguna erfiðari og skipin óstöðugri. Úr varð klakabrynja sem hlóðst utan á skipin án þess að áhafnir þeirra hefðu undan að brjóta hana af, eða réðu við það vegna veðurs, þannig að á endan- um ultu þau og sukku. Allmikil leit fór fram en ekkert fannst ann- að af skipunum en gúmmíbátur sem Roderigo hafði með sér. Hetjudáð áhafna roderigo og lorellu á Halamiðum var leidd í ljós í sjóprófum Hér er eru skipin, roderigo og Lorella, sem fórust með alls 40 manns í áhöfn, á íslandsmiðum 26. janúar 1955. Á síðustu 30 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.