Morgunblaðið - 29.05.2020, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.05.2020, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Álagningar- og innheimtuseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvefnum skattur.is Álagningu skatta á einstaklinga er lokið Barnabætur, sérstakur barnabótaauki, vaxtabætur og inneignir verða greiddar út 29. maí. Upplýsingar um greiðslustöðu veitir Skatturinn og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins. Kærufresti lýkur 31. ágúst 2020. Um 1.400 um- sóknir bárust um 70 störf í Mini- garðinum, nýjum afþreyingarstað við Skútuvog í Reykjavík sem opnaður verður í sumar. „Þetta eru fleiri um- sóknir en við lét- um okkur nokkru sinni detta í hug að bærust. Við bjuggumst við þó nokkrum um- sóknum en engu í þeim mæli sem raunin er,“ segir Sigurjón Steins- son framkvæmdastjóri. Auglýst var eftir fólki í þjónustu- störf í móttöku, veitingasal, eldhúsi og við afgreiðslu og rennt algjör- lega blint í sjóinn um áhuga á störf- unum. Viðtökurnar voru eins og að framan greinir. „Við erum spennt fyrir því að koma með eitthvað nýtt og spennandi í skemmtanaflóruna hér á Íslandi,“ segir Sigurjón um Minigarðinn. Þar verður meðal annars 18 holu innanhúsgolfvöllur, veitingastaður og sportbar. sbs@mbl.is 1.400 sóttu um 70 störf  Minigarðurinn opnaður í sumar Sigurjón Steinsson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Loka þurfti íþróttavöruversl- uninni Sportvörum í þrjár vikur þegar heimsfaraldur kórónuveiru stóð sem hæst. Að sögn eiganda Sportvara, Eyþórs Ragnarssonar, réð verslunin einfaldlega ekki við stóraukna eftirspurn einstak- linga. „Við færðum okkur yfir í netverslun vegna þess að ágang- urinn var svo mikill. Á tímabili vorum við bara með heimsend- ingar til að tryggja öryggi starfs- fólks,“ segir Eyþór og bætir við að verslunin hafi selt gríðarlegt magn heimatækja meðan á ástandinu stóð. Áætlar hann að söluaukning í aprílmánuði hafi verið um 300% samanborið við sama mánuð í fyrra. „Þetta var náttúrulega pínu sturlun í smá tíma. Við bjuggum ágætlega að því að hafa verið með góða stöðu þegar þetta fór af stað. Það er þó þannig að við hefðum ábyggilega getað selt þrefalt til fjórfalt magn vinsælustu varanna,“ segir Eyþór. Að sögn Eyþórs eiga seinni tíma áhrif af völdum veirunnar eftir að koma fram. Ekki sé ólík- legt að sala til sveitarfélaga og líkamsræktarstöðva kunni að dragast saman. „Við erum mikið í heildsölu, en það er ljóst að að- ilar sem keypt hafa af okkur þar þurfa að skera eitthvað niður. Líkamsræktarstöðvar þurfa að vinna upp tap sitt auk þess sem gera má ráð fyrir að íþróttafélög og sveitarfélög skeri niður á þessu sviði. Þetta ástand var því í raun gott vont,“ segir Eyþór. 300% söluaukning milli ára Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sportvörur Eftirspurnin var gríðarleg þegar faraldurinn stóð sem hæst.  Loka þurfti Sportvörum um tíma sökum mikils ágangs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Stórólfshvolssóknar um ógildingu á úrskurði áfrýjunar- nefndar Þjóðkirkjunnar vegna styrkveitinga úr jöfnunarsjóði sókna til byggingar nýrrar kirkju á Hvols- velli. Sóknin fékk styrk úr sjóðnum á árunum 2009 og 2010 og vilyrði fyrir 10 milljóna króna styrk fyrir árið 2011. Þegar á reyndi dró kirkjan lof- orðið til baka á þeim forsendum að sóknin hefði ekki fullnægt settum skilyrðum. Síðan hefur málið gengið á milli úrskurðarnefndar og áfrýjunar- nefndar og farið tvisvar sinnum fyrir héraðsdóm. Sóknarnefndin vann málið á fyrsta stigi, fyrir úrskurðar- nefndinni, en kröfu hennar hefur síðan verið hafnað fjórum sinnum af áfrýjunarnefnd og héraðsdómi. Kirkjan átti að vera við Suðurlands- veg, í miðbæ Hvolsvallar. Afneitað í fjórða sinn  Vilja nýja kirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Miðja Hin nýja kirkja bæjarins á að rísa á miðsvæði Hvolsvallar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.