Morgunblaðið - 29.05.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er voðalega dauft yfir öllu.
Tregt fiskirí og leiðindaveður að
hrjá okkur. Við höfum ekki kynnst
svona vetri áður,“ segir Sigurður
Ingi Bjarnason, vélsmiður í Gríms-
ey. Íbúum hefur fækkað stöðugt í
Grímsey enda hefur kvótinn sem
sjómennirnir hafa úr að spila
minnkað mikið, síðast í haust með
sölu útgerðar með 1.100 þorskígilda
kvóta til Fjallabyggðar.
„Það er ekkert voðalega bjart yfir
þessu og ég veit ekki af hverju það
ætti að vera það. Þetta byggist á
fiskiríi. Ekki er bjart yfir því eins og
er, leiðindaveður, lélegt verð og sá
fiskur sem fæst er lélegur.“
Heldur er að fjölga á strandveið-
um því tveir ungir menn úr Grímsey
hafa keypt sér báta og ætla að vera
á strandveiðum í sumar. Venjulega
færist meira líf í strandveiðarnar í
júní þegar aðkomubátar bætast í
hópinn.
Áfram á byggðakvóta
Stór hluti kvótans hefur verið
seldur úr Grímsey á síðustu árum.
Þó eru eftir tvær útgerðir. Sigurður
segir að þeir sem seldu kvótann fái
byggðakvóta og geti haldið áfram, í
breyttri mynd þó.
Sigurður rekur vélsmiðju og seg-
ist ekki finna svo mikið fyrir sam-
drættinum. „Ég er duglegur að
sækja mér verkefni og svo er ég að
vasast í mörgu. Þetta er verst fyrir
sjómennina sem stunda veiðarnar.“
Um 60 íbúar voru skráðir í
Grímsey síðast þegar Hagstofan gaf
út tölur um íbúafjölda. Mun færri
eru þar þó að vetrinum. Þannig voru
aðeins 6-7 í eynni þegar verstu veðr-
in gengur yfir í desember. „Það
fjölgaði hjá okkur þegar kórónu-
veirufaraldurinn gekk yfir. Þá komu
unglingarnir heim og fjölskyldur
sem venjulega eru á Akureyri á vet-
urna komu með börnin hingað. Við
vorum öll saman í sóttkví og stund-
um gleymdi maður sér þegar fólk
kom úr landi því þá ætlaði maður að
heilsa því með handabandi,“ segir
Karen Nótt Halldórsdóttir, verkefn-
isstjóri Brothættra byggða í Gríms-
ey. Hún var áður skólastjóri og seg-
ir að fólk hafi fundið fyrir því í vetur
að þetta var fyrsti veturinn sem
skóli var ekki starfræktur í Gríms-
ey.
Fáir ferðamenn
Fáir ferðamenn heimsækja
Grímsey þessa dagana og segir Kar-
en það mikil viðbrigði. Venjulega
hafi verið fullt af fólki á daginn, á
milli ferða hjá ferjunni, en núna sé
aðeins reytingur. Þá hafi skemmti-
ferðaskipin ekki sést, hvað sem síð-
ar verði. Þetta komi niður á starf-
semi gistiheimilanna og veitinga-
staðarins.
Spurður um framtíðina segir Sig-
urður: „Það fjölgar ekki og ekki
hægt að segja að það sé bjart yfir
byggðarlögum sem þessu. Maður
sér ekki marga og er einmana. En
það hefur aldrei dimmt svo mikið að
ekki hafi birt upp aftur,“ segir hann.
Ekkert voðalega bjart yfir þessu
Tregt fiskirí hef-
ur áhrif á allt
mannlíf í Grímsey
Morgunblaðið/Golli
Í höfninni Fátt gleður landann meir en að sjá falleg fley við bryggju nema ef vera skyldi að sjá þau mokfiska en það síðarnefnda er ekki raunin í Grímsey.