Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 VINNINGASKRÁ 68 9589 22444 33747 43477 53504 62607 69266 267 9602 22877 33850 43588 53515 63243 69291 466 9720 23064 34430 44633 53863 63500 69707 943 9987 23160 34956 44657 55193 64191 71628 1100 10062 23576 35237 45058 56015 64199 71695 1692 10203 24427 35331 45327 56110 64235 71806 1878 10547 24474 35584 45501 56179 64268 72332 2643 10618 24650 35606 45817 56496 64304 72529 2694 10781 24852 35824 45922 56507 64334 72883 2865 10876 25117 35971 46075 56592 64412 72919 2915 11173 25513 36086 46459 56659 64473 73032 2938 11421 26034 36193 46750 56806 64922 73240 3089 12708 26271 36281 47367 56950 64950 73346 3489 12846 26316 36591 47512 57196 65276 74897 3654 13223 26732 37333 48123 57330 65312 75125 4022 13720 26760 38146 48458 57809 65428 76001 4151 14170 26766 38353 48519 58104 65553 76042 4368 14638 26777 38415 48536 58317 65572 76128 4540 14896 27278 38670 48702 58534 65752 76581 5037 15200 27468 38688 48755 58830 65975 76793 5048 15389 28082 38808 49319 59035 66334 76870 5431 15622 28188 38873 49532 59404 66626 76920 5746 16645 28353 38874 49552 59428 66635 77072 6236 16759 28381 39539 49767 59848 66716 77384 6564 17380 28396 40052 50034 59910 66950 77479 7003 17396 29195 40116 50072 60569 66983 77749 7285 17575 29275 40302 50557 60571 67128 77885 7429 17773 29458 40306 50779 60748 67166 78894 7447 17947 30046 40426 51360 60831 67753 79127 7749 18647 30905 40511 51412 61075 68088 79276 8076 18678 31219 40716 51944 61630 68102 79339 8391 19868 31341 40745 52074 61694 68280 9092 20385 31545 40993 52408 61940 68362 9160 20413 31645 42053 52546 62258 68377 9429 21288 32442 42404 52559 62260 68389 9439 21883 32924 42740 52666 62338 68829 9523 22169 33526 43306 53094 62476 69087 1158 10261 19655 33159 43428 54548 58967 72243 1372 11885 19742 34129 45011 55558 60825 72437 2508 11891 21125 35740 46563 55626 61448 74011 2741 12710 21977 36126 47244 55775 61794 74455 3668 13520 23625 36531 48194 56262 63448 75376 4417 15228 23898 36871 48510 56742 63568 76083 5293 15626 24337 37058 48601 56869 65688 76336 5761 15930 26032 37683 48759 57017 66431 79019 6673 16917 26524 37871 49025 57074 67680 79302 8501 17299 27467 38493 49682 57369 67871 8850 17419 27738 40597 50109 57446 70306 9333 18101 29375 42259 50236 58417 71823 9507 19370 30288 42798 54382 58496 71838 Næstu útdrættir fara fram 4., 11., 18., 25. júní & 2. júlí 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 8251 31737 71451 74507 75484 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2799 21153 25866 34929 48781 65235 4932 21880 30692 40468 54480 67185 14645 23644 32411 40772 55277 72535 18469 24773 33203 41131 61103 79444 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 1 4 0 3 4. útdráttur 28. maí 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjölmenn mótmæli voru á götum Minneapolis og fleiri borga í Banda- ríkjunum í fyrrinótt vegna andláts George Floyd, en hann lést eftir að lögreglumaður þrýsti að hálsi hans með hné sínu þannig að hann kafnaði. Var þetta annar dagurinn í röð sem mótmæli blossuðu upp vegna málsins. Atvikið hefur vakið mikla reiði víða í Bandaríkjunum, sér í lagi meðal blökkufólks, en það telur morðið á Floyd einungis vera enn eitt dæmið um það hvernig lögreglumenn þar í landi misnoti völd sín þegar kemur að samskiptum við minnihlutahópa. Mótmælendur gerðu meðal ann- ars aðsúg að lögreglustöðinni þar sem lögreglumennirnir sem komu að mál- inu unnu, en þeim var sagt upp störf- um á þriðjudaginn. Mótmælin urðu þó ekki jafnhörð og fyrri daginn, en þá beitti lögreglan táragasi og gúmmíkúlum til þess að dreifa reiðum mannfjöldanum. Alríkislögreglan kölluð til Saksóknarar í Minneapolis sögðu í gær að þeir hefðu kallað til bandarísku alríkislögregluna FBI til þess að rannsaka málið, en upptaka náðist af atvikinu þar sem fjórir lög- reglumenn sjást handtaka Floyd, en honum var gefið að sök að hafa notað falsaðan seðil til smáinnkaupa. Heyrist Floyd lýsa því yfir að hann geti ekki náð andanum, á meðan lögreglumennirnir skipa honum að standa upp. Allir lögreglumennirnir fjórir hafa nú verið reknir. Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, segir það hins vegar ekki nóg. „Af hverju er maðurinn sem drap George Floyd ekki í fangelsi? Ef þú hefðir gert þetta, eða ég, værum við nú bak við lás og slá,“ sagði Frey. Bridgett, systir Floyds, kallaði einnig eftir því að lögreglumennirnir yrðu ákærðir fyrir morð, og Ben Crump, lögfræðingur fjölskyldunnar, sagði ljóst að engin ástæða hefði verið til að beita lífshættulegu ofbeldi við hand- tökuna. „Þetta hlýtur að vera kornið sem fyllir mælinn. Allir eiga skilið rétt- læti,“ sagði Crump. „Við getum ekki haft tvö réttarkerfi, eitt fyrir svarta og annað fyrir hvíta.“ AFP Mótmæli Mikil reiði er nú í Bandaríkjunum vegna andláts George Floyd, sem lést í viðskiptum sínum við lögregluna. Mikil reiði vegna lögregluofbeldis  Vilja að lögreglumennirnir verði ákærðir fyrir morð Stjórnvöld í Bretlandi, Bandaríkjun- um, Kanada og Ástralíu fordæmdu í gær frumvarp Kínverja um ný þjóð- aröryggislög í Hong Kong, og sögðu það ganga í berhögg við þær alþjóð- legu skuldbindingar sem Kínverjar hefðu tekist á hendur þegar Bretar afhentu þeim yfirráðin yfir Hong Kong. Sagði í yfirlýsingu ríkjanna fjög- urra að ákvörðun Kína um að þröngva lögunum upp á Hong Kong væri í beinni andstöðu við samkomu- lag Breta og Kínverja, sem væri bind- andi að lögum og skráð hjá Samein- uðu þjóðunum og að sá lagarammi sem settur er með lögunum græfi undan hugmyndinni um að Kína og Hong Kong væru „eitt ríki með tvö kerfi“. Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að kínverska alþýðuþingið sam- þykkti frumvarp kínverskra stjórn- valda um þjóðaröryggislögin, en til- gangur laganna er sagður sá að koma í veg fyrir mótmæli á borð við þau sem skóku Hong Kong-borg á síðasta ári. „Villimannsleg“ ákvörðun Skrifstofa kínverska utanríkis- ráðuneytisins í Hong Kong mótmælti í gær ákvörðun Mike Pompeos, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann lýsti því yfir að Hong Kong nyti ekki lengur þeirra réttinda sem borg- inni áttu að vera tryggð til ársins 2047 samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja. Yfirlýsing Pompeos gerir banda- rískum stjórnvöldum kleift að nema úr gildi þær sérstöku viðskiptaíviln- anir sem Hong Kong hefur notið sem sérstakt sjálfstjórnarríki, og sagði í tilkynningu Kínverja að ákvörðun Pompeos væri sú „villimannslegasta, ósanngjarnasta og óskammfeilnasta“ sem tekin hefði verið. David Stilwell, yfirmaður Asíumála í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sagði að það færi eftir ákvörðunum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hvaða aðgerðir yrði ráðist í vegna yf- irlýsingarinnar, en áréttaði að Banda- ríkjamenn vildu ekki valda íbúum Hong Kong skaða. „Þessi ákvörðun var tekin af stjórnvöldum í Peking, ekki Bandaríkjunum,“ sagði Stilwell. Lam fagnar frumvarpinu Carrie Lam, héraðsstjóri Hong Kong, sem þótt hefur draga taum Kínverja, lýsti því yfir í gær að hún fagnaði frumvarpinu. Sagði Lam að hún ætlaði sér að auka bæði löggæslu og menntun innan borgarinnar til þess að auka þjóðaröryggi. Frumvarpið hefur hins vegar mætt mikilli andspyrnu innan borgarinnar, og hafa fjölmargir streymt út á götur til þess að mótmæla því síðustu daga. Claudia Mo, lýðræðissinnaður þingmaður í Hong Kong, sagði við AFP-fréttastofuna að frumvarpið markaði endalok borgarinnar. „Þeir eru að skera í burtu sál okkar og taka í burtu þau gildi sem við höfum alltaf haft í mestum hávegum.“ Frumvarpið samþykkt  Enskumælandi ríkin segja Kínverja ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar sínar gagnvart Hong Kong AFP Hong Kong Xi Jinping, forseti Kína, greiðir atkvæði með frumvarpinu. Staðfest var í fyrradag að rúmlega 100.000 manns hefðu látist í Banda- ríkjunum af völdum kórónuveir- unnar, samkvæmt talningu banda- ríska háskólans Johns Hopkins. Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist hinna látnu í gær og sendi fjölskyldum og vinum þeirra sam- úðarkveðjur sínar. Rúmlega 1,7 milljónir manna hafa nú smitast af kórónuveirunni í Bandaríkjunum, en það eru fleiri en í nokkru öðru ríki. Alls hafa 5,7 milljón staðfest smit komið upp í heiminum öllum, og um 356.000 manns hafa látist af völdum veir- unnar til þessa. Áætlað er að um 2,3 milljónir manna hafi náð sér. Rúmlega 100.000 látnir úr kórónuveirunni BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.