Skessuhorn - 04.03.2020, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 11
Philippe Ricart sýnir 52
spjaldofin bókamerki á
Bókasafni Akraness
Sýningin hefst föstudaginn 6. mars n.k. kl. 15.00 og lýkur 28. mars.
Allir velkomnir við opnun sýningar, heitt kaffi á könnunni.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og á laugardögum kl. 11:00 – 14:00.
Philippe setti sér það markmið að hanna og spjaldvefa eitt nýtt bókamerki í hverri viku
á síðasta ári. Á sýningunni má sjá afraksturinn af þeirri vinnu.
Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Á þriðjudaginn í liðinni viku var
stofnfundur AK-HVA foreldrasam-
takanna haldinn í Brekkubæjarskóla
á Akranesi. samtökin eru stofnuð af
foreldrafélögum grunnskólanna á
Akranesi og í Hvalfjarðarsveit; þ.e.
Brekkubæjarskóla, Grundaskóla
og Heiðarskóla, í þeim tilgangi að
skapa vettvang fyrir samtal og sam-
starf foreldra á svæðinu. Með því
má skapa öflugt tengslanet foreldra
barna í þessum þremur skólum svo
börnin tengist enn betur áður en
þau svo koma saman í framhalds-
skóla.
skólastjórnendur skólanna
þriggja opnuðu fundinn og voru
sammála um mikilvægi þess að
starfsmenn skóla, foreldrar og börn
vinni saman að skólastarfinu. Bryn-
dís Jónsdóttir, verkefnastjóri Heim-
ilis og skóla, og Heiðrún Janusar-
dóttir forvarnarfulltrúi, fluttu er-
indi um gagnsemi og forvarnargildi
foreldrasamstarfs. Þær söðu það
mikilvægt að foreldrar séu samstíga
í uppeldi og sýni samstöðu til að
öllum börnum líði vel, enda þurfi
heilt samfélag til að ala upp barn.
Tinna steindórsdóttir, foreldri
í Brekkubæjarskóla og fulltrúi úr
foreldrafélagi skólans, setti enda-
punktinn við stofnfundinn með
formlegri stofnun samtakanna. Að
því loknu var boðið upp á kaffi og
kökur og foreldrar gátu spjallað
saman sem er gott fyrsta skref að
góðu samtali foreldra.
arg
síðastliðinn sunnudag voru við
messu í Dómkirkjunni í Reykja-
vík vígðir tveir prestar til starfa
hjá Þjóðkirkjunni og tveir djákn-
ar. Þeirra á meðal hlaut vígslu séra
Þóra Björg sigurðardóttir, verð-
andi prestur í Garða- og saurbæj-
arprestakalli. Það var séra Agnes M.
sigurðardóttir biskup yfir Íslandi
sem framkvæmdi vígsluna og sr.
Elínborg sturludóttir þjónaði fyr-
ir altari.
Þóra Björg sigurðardóttir er
fædd í Reykjavík 1989. Hún lauk
prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands
árið 2019 og Bs-prófi í sálfræði frá
sama skóla 2016. Hún hefur starf-
að sem ritari og æskulýðsfullrúi við
Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en
komið að kristilegu starfi frá árinu
2008 m.a. á vegum KFUM og
KFUK í Vatnaskógi og Ölveri. Hún
er gift Geirlaugi sigurbjörnssyni.
Þau eiga tvö börn og eru búsett á
Akranesi. Auk séra Þóru Bjargar var
sr. Jónína Ólafsdóttir ráðin til starfa
við Garða- og saurbæjarprestakall,
en hún er nú að ljúka störfum sem
prestur á Dalvík. Þær Þóra Björg
og Jónína munu báðar hefja störf
1. apríl næstkomandi og þjóna við
hlið séra Þráins Haraldssonar sókn-
arprests. Þóra Björg mun leggja
áherslu á barna- og æskulýðsstarf í
sókninni. mm
Foreldrasamtökin AK-HVA formlega stofnuð
Svipmynd frá fundinum.
Ný stjórn AK-HVA.
Prestar vígðir til starfa
Séra Þóra Björg Sigurðardóttir.
Fremsta röð frá vinstri: sr. Þóra Björg Sigurðardótitr, sr. Pétur Ragnhildarson,
sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup, Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni, Anna
Hulda Júlíusdóttir djákni, og þá miðröð frá vinstri: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, dr.
Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Karl V. Matthíasson, Þórey Dögg Jónsdóttir djákni,
Rósa Kristjánsdóttir djákni, sr. Elínborg Sturludóttir. Aftasta röð: sr. Henning Emil
Magnússon, sr. Þráinn Haraldsson, sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Sigurður
Jónsson. Ljósm. kirkjan.is