Skessuhorn - 04.03.2020, Page 12
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202012
Forsvarsfólk Ríkisstjórnarinn-
ar kynnti síðastliðinn föstudag til-
lögur átakshóps um úrbætur í inn-
viðum. Þær hugmyndir fela með-
al annars í sér að jarðstrengjavæð-
ingu dreifikerfis raforku verði flýtt
til 2025 í stað 2035, þ.e. að fram-
kvæmdum við svæðisflutningskerfi
raforku sem ekki eru á tíu ára kerf-
isáætlun verði flýtt. Þrífösun verður
innleidd samhliða jarðstrengjavæð-
ingunni og áætlað að jarðstrengja-
væðingin muni fækka truflunum
í dreifikerfinu um 85% og að þær
verði að mestu óháðar veðri. Þá
verða leyfisveitingar framkvæmda
í flutningskerfi raforku einfaldað-
ar og skilvirkni aukin í varaafli fyrir
raforku. Þá verða fjarskipti endur-
skilgreint og efld auk þess sem upp-
byggingu ofanflóðavarna verði lok-
ið árið 2030. Fyrrgreindur átaks-
hópur var skipaður í kjölfar fár-
viðrisins sem gekk yfir norðanvert
landið í desember síðastliðnum. Á
næstu tíu árum verður framkvæmd-
um flýtt fyrir 27 milljarða króna,
bæði hvað varðar framkvæmdir í
flutnings- og dreifikerfi raforku og
í ofanflóðavörnum.
Margvíslegt tjón varð af fárviðr-
inu og ekki allt metið til fjár. Beint
tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyr-
irtækja og stofnana ríkisins nam um
einum milljarði króna, þar af um
tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum.
Tjón atvinnufyrirtækja, bænda og
heimila liggur ekki fyrir og kemur
ekki allt í ljós fyrr en síðar á árinu.
Átakshópurinn fékk ráðgjafafyrir-
tækið KPMG til að meta kostnað
samfélagsins af stöðvun atvinnulífs
um land allt í einn dag og var nið-
urstaða þess mats að kostnaðurinn
næmi 1,7 milljörðum króna á dag.
Tíu áhersluatriði
Átakshópurinn leggur auk framan-
greinds til fjölmargar aðgerð-
ir sem byggjast á stefnu stjórn-
valda í viðkomandi málaflokkum,
samþykktum stefnum og áætlun-
um, áhættumati Þjóðaröryggis-
ráðs og almannavarna og upplýs-
ingum sérfræðinga, stofnana, fyr-
irtækja og sveitarfélaga. samkvæmt
mati hópsins mun heildarfjárhæð
framkvæmda hins opinbera og inn-
viðafyrirtækja í uppbyggingu inn-
viða nema 900 milljörðum króna
á næstu tíu árum. Helstu aðgerð-
ir eru:
1. Jarðstrengjavæðingu dreifikerf-
is raforku verði flýtt þannig að árið
2025 verði henni lokið að lang-
mestu leyti í stað ársins 2035.
2. Tillögur til einföldunar og auk-
innar skilvirkni í leyfisveitingum
vegna framkvæmda í flutningskerfi
raforku.
3. Framkvæmdum í svæðisflutn-
ingskerfi raforku, sem ekki eru á 10
ára kerfisáætlun Landsnets, verði
flýtt.
4. Trygging á framboði varma á
suðurnesjum og höfuðborgar-
svæðinu, í nafni almannahagsmuna
og orkuöryggis, með könnun á
varmastöð í Krýsuvík.
5. Grunnnet fjarskipta verði byggt
upp með hliðsjón af aðgengi og ör-
yggi og tengingu Íslands við um-
heiminn
6. Öryggi verði haft í fyrirrúmi
við allar ákvarðanir í samgöngu-
málum.
7. Uppbyggingu ofanflóðavarna
verði lokið árið 2030.
8. Efling almannavarnakerfisins og
heildstæð vöktun náttúruvár.
9. Varaafl fyrir raforku og fjarskipti
endurskilgreint og eflt.
10. samræmd stefnumótun í mál-
efnum innviða og áætlunum ríkis-
ins.
Aðgerðaáætlun átakshópsins má
finna á vefsíðunni www.innvid-
ir2020.is.
mm/ Ljósm. Rarik.
Atvinnumálanefnd Dalabyggð-
ar boðaði til fundar á þriðjudag-
inn í liðinni viku með atvinnurek-
endum og fyrirtækjum á svæðinu.
Fundurinn var liður í átaksverk-
efni til að styðja við hugmyndir og
þróun í rekstri fyrirtækja á svæð-
inu. Á fundinn mætti stefán Þór
Helgason frá ráðgjafasviði KPMG
og kynnti sviðsmyndagreiningu
um þróun atvinnulífs sem unnin
var nýverið fyrir samtök sveitarfé-
laga á Vesturlandi. Í kjölfarið var
vinnustofa þar sem unnin var hug-
myndavinna og leitast eftir að fá
sýn þátttakenda á því hvernig for-
gangsraða eigi verkefnum á næstu
fimm árum ásamt því að leita leiða
til úrvinnslu. Í fundarboði kom
fram að með þessu móti myndi
fundurinn skila af sér skýrari vinnu
sem verður til frekari úrvinnslu í
framhaldinu. sm
Fundur um atvinnumál í Dölum
Unnið að viðgerðum á raflínum eftir óveðrið í desember.
Flýta framkvæmdum til að bæta innviði landsins
Lagt til að flýtt verði um tíu ár jarðstrengjavæðingu raforku
Jarðstrengur plægður í jörð.
Dráttar- og þjónustubáturinn Fosnakon-
gen var við höfn í Rifi í síðustu viku en
hann kom til Rifs vegna veðurs á leið-
inni suður frá Vestfjörðum. Fosnakongen
er tvíbytna sem smíðaður var 2015. Hann
var leigður til ýmissa verka í tengslum
við laxeldið á Vestfjörðum en báturinn er
ekki einungis góður dráttarbátur held-
ur er hann með tvo öfluga krana. Kran-
arnir komu sér einnig vel við að hífa upp
bátana sem sukku og skemmdust í snjó-
flóðinu á Flateyri en snjóflóðið varð þess
valdandi að flestir bátar í höfninni þar
sukku í flóðbylgju um miðjan janúar. Þeg-
ar þetta er skrifað er Fostnakongen kom-
inn til Vestmannaeyja þar sem beðið er
færis að sigla bátnum heim til Noregs.
þa
Fosnakongen leitaði vars í Rifi
Framlag Íslands í Eurovision
söngvakeppninni trónir í augnablik-
inu í efsta sæti erlendra veðbanka.
Eftir úrslitakvöldið á laugardaginn
var ljóst að Daði og Gagnamagn-
ið verður framlag Íslands, en lagið
heitir Think about things. Þótt Ís-
lands sé nú í efsta sæti veðbankanna
er ljóst að margt getur enn breyst
fram að keppninni í maí. Til dæmis
þá hafa nokkur lönd ekki ennþá val-
ið framlög sín til keppninnar. Engu
að síður er upplagt fyrir landsmenn
að njóta augnabliksins. mm
Klukkan 14 síðastliðinn mánudag var framlag Íslands í efsta sæti þeirra sem
tilbúnir eru að leggja fé undir úrslit í söngvakeppninni.
Veðbankar spá góðu gengi
Daða og Gagnamagnsins
Daði Freyr og Gagnamagnið.