Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Page 13

Skessuhorn - 04.03.2020, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 13 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur SK ES SU H O R N 2 02 0 Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður kennara fyrir skólaárið 2020-2021 Kennarastöður við Auðarskóla Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og 100% staða umsjónarkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2020-2021. Um er að ræða stöður til framtíðar. Einnig er laus til afleysingar 100% staða list- og verkgreinakennara skóla- árið 2020-2021. Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru: · íslenska · samfélagsfræði · tungumálakennsla · val · smíði Umsjónarkennsla á miðstigi stigi, meðal kennslugreina eru: · íslenska · náttúrufræði · samfélagsfræði · tungumálakennsla List- og verkgreinakennari, meðal kennslugreina eru: · textíll · heimilisfræði Mikilvægt er að umsækjendur búi að: · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum · góðri íslenskukunnáttu Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu. Umsóknir um starfið berist á netfangið keli@audarskoli.is. Með umsókninni þurfa að fylgja ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2020. Upplýsingar um starfið veitir Þorkell aðstoðarskólastjóri í síma 430 4757. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 12. mars Föstudaginn 13. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 02 0 Guðjón s Brjánsson, þingmaður samfylkingarinnar, lagði í síðustu viku fram fyrirspurn á Alþingi til félags- og barnamálaráðherra um endurskoðun á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. spurði hann hvort fyrirhuguð væri heildarend- urskoðun á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80 sem eru frá árinu 1938. „Ef ekki, hyggst ráð- herra beita sér fyrir endurskoðun einstakra þátta laganna, t.d. mik- ilvægra þátta þar sem ágreiningur hefur risið um réttindi almennra starfsmanna og þeirra sem tald- ir hafa verið í sérstakri réttarstöðu á vinnustað.“ spurði hann ráð- herra jafnframt hvort réttindi fólks á vinnumarkaði væru nægilega vel tryggð gagnvart atvinnurekanda þegar kemur að heimildum til upp- sagnar. Auk þess hvort ráðherra telji að lögin eigi að vera skýr um að vinnuveitanda beri að greina mál- efnalega, efnislega og ítarlega frá ástæðum uppsagnar. Benti hann á að eins og staðan er nú njóta ein- ungis trúnaðarmenn og þungað- ar konur réttinda þegar kemur að uppsögnum starfsfólks, en dæmi um að slíkt haldi jafnvel ekki. Í svari Ásmundar Einars Daða- sonar ráðherra kom fram að lög um stéttarfélög og vinnudeilur eru vissulega aldin og margt í þeim sem þarfnist endurskoðunar með tilliti til að lögin eru yfir 80 ára gömul. Ekki hafi hins vegar verið farið í heildar endurskoðun laga um stétt- arfélög og vinnudeilur. Benti ráð- herra á að aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki farið fram á slíka end- urskoðun, en það eru jú þeir sem semja um kaup og kjör. Ráðherra kvaðst tilbúinn að taka umræðuna um slíka endurskoðun og vísaði til ákvæðis sem finna má í grænbók lífskjarasamninga frá því á síðasta ári. mm „stofnmæling botnfiska á Íslands- miðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikur,“ sagði í tilkynn- ingu frá Hafrannsóknastofnun síð- astliðinn föstudag. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Gnúp- ur GK, Múlaberg sI og rannsókna- skipin Árni Friðriksson og Bjarni sæmundsson. Togað verður á tæp- lega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið. Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða tog- ararall, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síð- an 1985. Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunarkenndum hætti. Helsta markmið eru að fylgj- ast með breytingum á stofnstærð, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi. Erfðasýni verða tekin úr nokkrum fisktegundum, athuganir gerðar á botndýrum og mat lagt á magn ýmiskonar rusls á sjávarbotni. Í marsralli í fyrra hóf Hafrann- sóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár verður þorskur merktur á Vestfjarðamið- um og úti fyrir Norðurlandi. Fimm til sjö rannsóknamenn eru á hverju skipi auk áhafnar. Í leiðangri Bjarna sæmundssonar verður rannsókna- liðið alfarið skipað konum í fyrsta skipti í 36 ára sögu verkefnisins. Fylgjast má með ferðum skipanna á hafro.is og þar sjást einnig tog- stöðvar í marsrallinu. mm Kallar eftir endurskoðun laga um stéttarfélög og vinnudeilur Marsrall Hafró til stofnmælingar á botnfiski er hafið Yfirlit togstöðva í marsralli. Teikning: Hafro.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.