Skessuhorn - 04.03.2020, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 15
Þaktúður•
Hurðastál•
Áfellur•
Sérsmíði•
Viðgerðir•
Málmsuða•
www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288
Safnahús Borgarfjarðar
Ebba Guðný Guðmundsdóttir, bókaútgefandi,
heilsukokkur, fyrirlesari og umsjónarmaður þáttanna
Eldað með Ebbu heldur fræðsluerindi um heilsu og
næringu ungbarna. Þar fer hún yfir mikilvæg atriði
sem gott er að hafa í huga þegar byrjað er að gefa
litlu barni að borða og öll fjölskyldan mun njóta
góðs af.
Allir velkomnir
Fræðsluerindið verður í Safnahúsinu að Bjarnarbr.
4-6 í Borgarnesi. Ókeypis aðgangur.
433 7200 - www.safnahus.is
Ebba Guðný Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 5. mars kl. 10.30 - Héraðsbókasafn Borgarfjarðar
Heilsa og næring ungbarna
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Grassláttur á opnum svæðum
á Akranesi 2020-2022
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í grasslátt á opnum
svæðum í sveitarfélaginu á árunum 2020-2022.
Verkið felst í grasslætti án hirðingar, allt að 14 sinnum hvert ár í 3
sumur. Grassvæði er um 430.000 m2. Samningstími er til
30. október 2022.
Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst
á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram kemur heiti
verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda.
Tilboð verða opnuð í Stjórnsýsluhúsi Akraness, Stillholti 16-18, 300
Akranes, miðvikudaginn 8. apríl 2020 kl. 11.00.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Magni, nýr dráttarbátur Faxa-
flóahafna, kom til Reykjavík-
ur á fimmtudaginn, en þar verður
heimahöfn bátsins.
Magni er 32 metra langur, tólf
metra breiður og með tvær 2.025
kW aðalvélar, sem samsvara sam-
anlagt 6.772 hestöflum. Togkraft-
urinn er 85 tonn áfram og 84 tonn
aftur á bak, sem jafngildir togkrafti
allra hinna fjögurra dráttarbáta
Faxaflóahafna samanlagt.
Magni var smíðaður af hollenska
fyrirtækinu Damen shipyards í
skipasmíðastöð fyrirtækisins í Víet-
nam. Áhöfn á vegum Damen sigldi
bátnum til Reykjavíkur, þar sem
hann var afhentur Faxaflóahöfnum.
„Á næstu dögum og vikum mun
báturinn verða tekinn út og geng-
ið frá öllum pappírum, auk þess að
koma bátnum á íslenskt flagg. síð-
an tekur við þjálfun starfsmanna
Faxaflóahafna á bátinn,“ segir á vef
Faxaflóahafna.
kgk
stofnfundur PíNK - Pírata í Norð-
vesturkjördæmi, var haldinn á
sauðárkróki á sunnudagskvöldið.
„Fundurinn var vel sóttur og ljóst
að áhugi á starfi og stefnu Pírata
fer vaxandi í kjördæminu. Halldóra
Mogensen þingmaður Pírata stýrði
fundi og eftir formlega stofnun var
ráðist í kosningar í fyrstu stjórn
félagsins en hana skipa: sunna Ein-
arsdóttir formaður, Pétur Óli Þor-
valdsson gjaldkeri, Jónas Lövdal,
Jóhann Hjörtur stefánssons Bruhn,
Magnús Kr Guðmundsson og Að-
alheiður Alenu Jóhannsdóttir,“ seg-
ir í tilkynningu.
Að stjórnarkjöri loknu skiptist
fólk í umræðuhópa þar sem fjallað
var um heilbrigðiskerfið, frelsi til
búsetu, undirstöður atvinnuvega
og innviðaöryggi. Þá tóku ræðu-
menn kvöldsins við en það voru
þau Björn Leví Gunnarsson þing-
maður Pírata og Eva Pandora
Baldursdóttir fyrrv. þingmaður Pí-
rata. Eftir fund var fyrsti óform-
legi stjórnarfundur PíNK boðaður
þar sem stjórn skipti með sér verk-
um og hófst handa við að leggja
grunn að starfi sem framundan er
hjá félaginu.
mm
Árlegt kútmagakvöld Lionsklúbbs
Grundarfjarðar var haldið í sam-
komuhúsinu laugardaginn 22.
febrúar síðastliðinn. Við það tilefni
afhentu Lionsmenn peningastyrki
til málefna í heimabyggð. Að þessu
sinni hlutu styrki Ungmennafélag
Grundarfjarðar, skotgrund - skot-
félag snæfellsness, Klifurfell menn-
ingarhús og Golfklúbburinn Vest-
arr.
kgk
Magna siglt til hafnar. Ljósm. Faxaflóahafnir/ Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Magni kominn til hafnar
Veittu styrki á kútmagakvöldi
PíNK er nýtt félag Pírata
í Norðvesturkjördæmi