Skessuhorn - 04.03.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 27
Pennagrein
Þessi hluti Borgarfjarðar var til
forna áfangastaður ferðamanna sem
áttu leið um Kaldadal og Arnar-
vatnsheiði. Efstu bæirnir Kalman-
stunga og Húsafell voru vinsælir
gististaðir, það var þingmannaleið
til Þingvalla, og norður í Húna-
vatnssýslu eða skagafjörð allt að
tvær þingmannaleiðir. Í Kalman-
stungu og Húsafelli var löngum
seld gisting og annar greiði. Það
var í frásögur fært þegar Danaprins
gisti í Kalmanstungu fyrir nokkr-
um öldum. stefán Ólafsson bóndi
í Kalmanstungu 1858 - 1889 seldi
greiða og gistingu.
Grímur Thomsen minnist á
Húsafell í kvæði sínu skúlaskeið.
skúli sprengdi sörla sinn á bökkum
Hvítár á flótta yfir Kaldadal. „sörli
er heygður Húsafells í túni,” segir
Grímur í kvæðinu.
Á tuttugustu öldinni er Húsafell
kunnur gististaður, bæði fyrir reis-
endur og setugesti. Ásgrímur Jóns-
son einn af ástsælustu listmálurum
þjóðarinnar dvaldst á Húsafelli,
fyrst á sumrin 1915 - 1917, og síð-
ar á hverju sumri 4 -6 vikur í senn.
Húsafellsmyndir hans eru þjóð-
kunnar. Á Húsafelli dvöldu fleiri
þjóðkunnir listamenn, Gunnlaugur
scheving, Þorvaldur skúlason, Júlí-
ana sveinsdóttir, Jón stefánsson og
fleiri. Á sínum efri árum teiknaði
Ásgrímur kirkju fyrir Húsafell og
var hún reist upp úr 1960. Er hún
mikið djásn og setur svip á staðinn.
Á Húsafelli lagði Kristleifur
bóndi niður búskap með búfé og
byggði sumarhús fyrir gesti. Nú er
á hans parti jarðarinnar mikil sum-
arhúsabyggð, hótel og fjórar raf-
stöðvar. Kristleifur var móðurbróð-
ir Páls listamanns.
Páll Guðmundsson ólst upp á
Húsafelli. Hann nam málara- og
höggmyndalist, bæði hér á landi
og erlendis. Þegar hann hafði lokið
námi í Þýskalandi 1986 settist hann
að á Húsafelli. Hann er nú þjóð-
kunnur fyrir listaverk sín, bæði úr
steinum sem hann finnur í landinu
og svo málverk og grafík. Einnig
býr hann til steinhörpur úr hellu-
grjóti og flautur úr birki og rabar-
bara. Hann breytti fjósi og súrheys-
gryfju í listasmiðjur og er sú nýting
í stíl við það sem bændur hafa gert
þegar þeir hafa breytt gripahúsum
í gististaði. Má þar nefna hótelið
á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Þar bjó
þjóðskáldið Guðmundur Böðvars-
son á lítilli jörð. Hann jók tekjur
sínar með list sinni og smíðum.
síðar breyttu afkomendur hans úti-
húsum í hótel þar sem allt er gert
af smekkvísi og listfengi. Ekki má
gleyma Fljótstungu þar sem um
langt skeið hefur verið tekið á móti
gestum í sumarhúsum og nú er þar
haglega gerð aðstaða til að sýna
gestum einn af hinum frægu hraun-
hellum landsins Víðgelmi.
Eiríkur Ingólfsson keypti
skemmu og átti frumkvæði að því
að hún yrði flutt að Húsafelli og
þjónaði þar listaverkum Páls. Ara-
synir fluttu hana úr Borgarnesi í
heilu lagi að launum fyrir listaverk
og stendur hún nú á sama hlaðinu
og gamla fjósið og þar sýnir Páll
myndverk sín og hljóðfæri og sóm-
ir skemman sér vel.
Aðdáendur Páls reistu hús fyr-
ir liðinna tíma listaverk í steinum.
Eru það legsteinar flestir höggn-
ir eftir afkomendur séra snorra
sem var prestur á Húsafelli 1757
- 1803. Elstur legsteinasmiðanna
var sennilega séra Helgi Grímsson.
Legsteinn yfir séra Grími Jónssyni
föður hans er höggvinn úr rauðum
steini úr Bæjargilinu, mesti dýr-
gripur. Grafskrift er á latínu og á
kanti steinsins má sjá hebreskt let-
ur. sonur snorra Jakob hjó legstein
yfir snorra föður sinn úr rauðum
steini með langri grafskrift. Hann
er nú mjög laskaður af veðrum og
vindi. Þorsteinn sonur Jakobs var
eftirsóttur legsteinasmiður. Verk
hans sjást víða t.d. í snóksdal í Döl-
um og á Möðruvöllum í Hörgárdal
svo eitthvað sé nefnt. Annar sonur
Jakobs snorrasonar, Gísli hjó leg-
steina með grafskriftum og var einn
óskemmdur í Húsafellskirkjugarði.
Eru verk þessara legsteinasmiða
haglega gerð og falleg.
Legsteinahúsið var reist með
byggingarleyfi skipulagsyfirvalda.
Nú vill svo undarlega til að leyf-
ið er afturkallað með þeim rökum
að húsið þjóni ekki landbúnaði.
Þetta ber skilyrðislaust að aftur-
kalla. Á Húsafelli hefur ekki verið
búskapur með skepnum í 50 ár, en
öldum saman hefur Húsafell verið
ferðamannastaður og ber að skipu-
leggja með tilliti til þess. Páll hef-
ur nú starfað á Húsafelli í milli 30
og 40 ár. Kirkjuból, Fljótstunga og
Húsafell eru mikils virði fyrir land
og þjóð og eiga yfirvöld allt að gera
til að hlynna að slíkum stöðum.
staður Páls á Húsafelli er lndsfrægt
djásn og óskiljanlegt ef yfirvöld við-
urkenna það ekki.
Þorsteinn Þorsteinsson
Vatnslitamynd Ásgríms Jónssonar af væntanlegri Húsafellskirkju.
Hálsasveit og
Hvítársíða
„Undirbúningur gengur afar vel
fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Við
erum reyndar á undan áætlun,
búin að raða upp keppnisgreinum
og sérgreinarstjórarnir eru klár-
ir. Þarna ættu allir sem hafa gam-
an af því að hreyfa sig að finna eitt-
hvað við sitt hæfi,“ segir sigurður
Guðmundsson, framkvæmdastjóra
Ungmennasambands Borgarfjarð-
ar. Hann og fleiri ungmennafélag-
ar innan raða UMsB standa nú
í ströngu við undirbúning móts-
ins sem haldið verður í Borgarnesi
dagana 19.- 21. júní næstkomandi.
Landsmót 50+ hefur verið hald-
ið árlega frá 2011. Það er fyrir þá
sem verða fimmtugir á árinu og alla
eldri. Mótið hefur verið haldið víða
um land og er þetta í fyrsta skipti
sem það verður í Borgarnesi. Þar
er frábær aðstaða til íþróttaiðkunar
eins og sannaðist á unglingalands-
mótinu sem þar var haldið fyrir
nokkrum árum. Unglingalands-
mótið verður einmitt haldið það
aftur sumarið 2022.
Á Landsmóti 50+ verður boðið
upp á 18 greinar af ýmsum toga.
Meðal þeirra verður boccia, bridds,
frjálsar íþróttir, golf, hestaíþróttir,
knattspyrna, körfubolti, línudans,
pílukast, pútt, pönnukökubakst-
ur, ringó, skotfimi, stígvélakast og
sund. En einnig hlaup.
Skarðsheiðarhlaup ein
af sérstöðum mótsins
Meðal keppnisgreina á Landsmóti
50+ verður skarðsheiðarhlaup. Þá
verður hlaupið um skarðsheiðar-
veg um 19,76 km langa hlaupaleið
þar sem fylgt er greinilegum stíg-
um. Hún er því þægileg yfirferðar
þrátt fyrir nokkra hækkun. Einnig
er hægt að stytta leiðina um 5 km
með því að aka eftir sæmilegum
malarvegi fyrsta spölinn og hlaupa
þá tæplega 15 km í heildina. Hlaup-
ið hefst á skorholtsmelum í Mela-
sveit. Það endar svo við Hrepps-
laug í skorradal. „Þetta er mjög
falleg leið í björtu og góðu veðri
og flestir ættu að komast þetta.
Hlaupið getur verið svolítið erfitt í
fyrstu. Leiðin upp er stutt því fljót-
lega fer að halla niður í móti,“ seg-
ir sigurður sem þekkir hlaupaleið-
ina yfir skarðsheiði vel enda hefur
hún síðastliðin tvö ár verið einn af
fjölmörgum viðburðum sem boðið
er upp á í Borgarfirði í Hreyfiviku
UMFÍ. Í þeirri viku fara þessa leið
hlauparar jafnt sem gönguhópar og
hjólreiðafólk.
skarðheiðarhlaupið er annað af
tveimur hlaupum sem í boði verða
á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgar-
nesi. Hitt er byggt á svokölluðum
Flandraspretti, sem er 5 km götu-
hlaup og haldið einu sinni í mán-
uði í Borgarnesi. „Það skemmti-
lega við hlaupin er að fólk á öllum
aldri, sem treystir sér í þau geta tek-
ið þátt, ekki aðeins þeir sem verða
fimmtugir á árinu og eldri,“ segir
sigurður.
Nánar má lesa um mótið á vef-
síðu þess: https://www.umfi.is/
verkefni/landsmot-50plus/.
mm
Sigurður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri UMSB.
Skarðsheiðarhlaup
meðal keppnisgreina
á Landsmóti 50+
í Borgarnes
Vaskir hlauparar úr Borgarnesi.
Björgunarsveitin Lífsbjörg í snæ-
fellsbæ keypti á dögunum buggybíl
sem mun nýtast sveitinni í störfum
sínum. Buggy bifreiðar eru hann-
aðar til þess að komast á staði þar
sem flestir bílar komast ekki. Um
er að ræða kraftmikill og glæsilegan
bíl sem nýtast mun í útköllum við
erfiðar aðstæður. Hefur bíllinn ver-
ið á beltum í vetur og því einungis
prufaður í snjó og ekki er búið að
prófa hann á dekkjum. Nú er búið
að fara á honum tvisvar sinnum upp
á topp á snæfellsjökli og reyndist
hann vel.
þa
Lífsbjörg fékk nýjan buggybíl