Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 20202 Hlýðum Víði og ferðumst innanhúss um páskana og verum tímanlega að kaupa páskamatinn og páskaeggin. Svo minnum við fólk á að sækja nýja rakningarforritið Rakning C-19 í sím- ana sína. Á morgun, miðvikudag, er spáð norðlægri átt 3-8 m/s og dálítil él verða norðlaustanland framan af degi. Frost 1-6 stig en frostlaust syðst á landinu yfir daginn. Á fimmtudag, skírdag, er útlit fyrir fremur hæga suðlæga eða breytilega átt, skýjað verður með köflum en vægt frost. 8-13 m/s og lítilsáttar skúrir við suð- urströndina og hiti að fimm stig- um þar. Á föstudaginn langa er spáð suðaustanátt og rigningu eða slyddu, hiti 1-5 stig. Bjartvirði og hiti um frostmark á Norðurlandi. Á laugardag er útlit fyrir suðaustan- og austanátt, dálitla rigningu eða slyddu austast á landinu en ann- ars skýjað með köflum en þurrt. Hiti 0-8 stig og mildast syðst á landinu. Á páskadag verður hæg suðvestlæg átt og skýjað en bjartviðri norðaust- anlands. Áfram milt í veðri. Í síðustu viku spurðum við á vef Skessuhorns hvort lesendur lækki í útvarpinu í bílnum þegar þeir leggja honum í stæði. Flestir, eða 57% svör- uðu: „Nei, til hvers!“ en 32% sögð- ust þó alltaf lækka í útvarpinu þegar þeir leggja bílnum. 8% svarenda eiga bíla sem lækka sjálfir í útvarpinu og 3% aka ekki bíl. Í næstu viku er spurt: Hvað áttu mörg sokkapör? Fjölmargir hafa skráð sig í bakvarða- sveitir og eru því tilbúnir að ganga inn í störf framvaraðarsveitarinnar sé þörf á því. Allir þeir Vestlendingar sem hafa skráð sig í bakvarðarsveit eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Smit nú alls staðar nema í Dölum VESTURLAND: Alls höfðu 37 smit Covid-19 verið greind á Vesturlandi í gær, samkvæmt tölum sem lögreglan á Vest- urlandi birti rétt fyrir hádegi. í einangrun voru 37 manns og 261 í sóttkví. Smitum fjölgaði um tvö í landshlutanum í gær frá sólarhringnum á undan. Eitt nýtt smit greindist á Akra- nesi og fyrsta smitið greindist í Snæfellsbæ. Hafa því greinst smit út frá öllum heilsugæslu- stöðvum landshlutans nema í Búðardal. í gær voru flest smit greind út frá frá heilsugæslu- stöðinni í Borgarnesi, eða 21 en næstflest á Akranesi, eða tíu. Fjögur smit höfðu greinst í Stykkishólmi, eitt í Grundar- firði og eitt í Ólafsvík. -kgk Lagt til að samkomubann var til 4. maí LANDIÐ: í síðustu viku lagði Þórólfur Guðnason sótt- varnarlæknir það til við Svan- dísi Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra að samkomubann- ið sem nú er í gildi, og átti að taka enda 13. apríl, verði framlengt í óbreyttri mynd til 4. maí næstkomandi eða fyrsta mánudag í maí. Heilbrigðis- ráðherra staðfesti þá ákvörð- un með að auglýsa í Stjórn- artíðindum. Samkomub- ann þýðir m.a. að starf fram- halds- og háskóla verður ekki með þeim hætti að nemend- ur mæti í skóla sína. Bannaðar eru samkomur þar sem fleiri en tuttugu koma saman og ýmsar hömlur eru auk þess á aðra atvinnustarfsemi þar sem nánd er mikil milli fólks eins og landsmenn ættu að þekkja. -mm Samþykktu nýjan samning LANDIÐ: Nýr kjarasamn- ingur landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveit- arfélaga var samþykktur í gær hjá lSS með 79,7% greiddra atkvæða. -mm Veðurhorfur lögreglan á Vesturlandi stöðvaði ökumann fyrir of hraðan akstur á fimmtudaginn. Maðurinn ók bif- reið sinni um Vesturlandsveg und- ir Hafnarfjalli á 151 km hraða á klst., þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 90 km/klst. Strokpróf, sem framkvæmt var á staðnum, gaf enn fremur jákvæða svörun við neyslu kannabisefna. Var maðurinn því handtekinn, færður á lögreglustöð- ina í Borgarnesi og gert að gefa blóðsýni. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar komið var á lög- reglustöðina greinir maðurinn frá því að hann eigi að vera í sóttkví vegna Covid-19. Að sögn lög- Sagði ekki frá sóttkví fyrr en komið var á stöðina reglu var sú fullyrðing sannreynd hjá almannavörnum og reyndist hún eiga við rök að styðjast. Mað- urinn átti að vera í sóttkví. Vakt- hafandi læknir á heilsugæslunni í Borgarnesi var lagður af stað á lög- reglustöðina til að taka blóðsýni úr manninum, en náðist að snúa hon- um við þegar þetta kom í ljós. Kom læknirinn því á stöðina í viðeigandi hlífðarbúnaði og tók bæði blóðsýni og Covid-19 sýni úr manninum. Tveir lögreglumenn voru sendir til Reykjavíkur þar sem lögreglubif- reiðin var sótthreinsuð, fötin þeirra og allt sem þurfti að hreinsa. Auk þess þurfti að sótthreinsa lögreglu- stöðina í Borgarnesi. Síðan tók við tveggja sólarhringa bið, á meðan beðið var niðurstöðu úr Covid-19 prófi ökumannsins. Kom þá í ljós að maðurinn var ekki smitaður og gátu lögreglumennirnir snúið aft- ur til vinnu. Mega illa við slíkum atvikum Ásmundur Kr. Ásmundsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á Vesturlandi, segir að lögregluliðið í landshlutanum megi illa við atvikum sem þess- um, þrátt fyrir að gerðar hafi ver- ið ýmsar ráðstafanir til að reyna að lágmarka áhrif faraldursins á starf lögreglu. „Þarna misstum við tvo menn út í tvo sólarhringa. Við erum búnir að setja upp ann- að vaktkerfi og erum með varalið sem er tilbúið að stíga inn á vaktir ef menn detta út vegna gruns um Covid-19 smit, það er að segja lög- reglumenn sem vinna heima en eru kallaðir út ef slík staða kemur upp. Þarna detta skyndilega tveir menn út sem eiga að vera á vakt og þá eru tveir kallaðir inn í staðinn. Ef þörf krefur munu síðan yfirmenn og rannsóknarlögreglumenn fara inn á vaktirnar, því við munum aldrei hætta að gera út lögreglu. En við erum ekki fjölmennt lögreglulið og megum ekki við mörgum atvik- um sem þessum,“ segir Ásmundur í samtali við Skessuhorn. Strangara verklag Hann segir að þetta tiltekna mál, sem hófst með hraðakstri en end- aði með tveimur lögreglumönn- um í tveggja daga sóttkví, hafi orð- ið til þess að lögregla hafi tekið upp strangara verklag við allt al- mennt eftirlit lögreglu. „Héðan í frá verður það verklag viðhaft að ef við þurfum að hafa afskipti af fólki, handtaka það eða færa inn í lög- reglubíl, þá munu lögreglumenn alltaf setja upp hanska og grímur, sem og þeir sem þarf að hafa af- skipti af. lögregla hefur afskipti af fólki í alls kyns ástandi og við get- um ekki verið öruggir um að fólk segi okkur frá því ef það er smitað eða á að vera í sóttkví,“ segir Ás- mundur. Fólk haldi sig heima um páskana Þeim sem eru í sóttkví er heimilt að skreppa í bíltúr, svo lengi sem þeir eiga ekki í samskiptum við annað fólk. Ásmundur segir lögreglu hafa áhyggjur af komandi páskahátíð í ljósi þessa. „Við höfum áhyggjur af því að páskaumferðin fari af stað og biðlum til fólks að halda sig heima. Því ef einhver sem ætlar að vera í sóttkví í sumarbústað um páskana lendir í bílslysi á leiðinni, þá er það hið versta mál,“ segir hann. „Ef til dæmis einhver sem er í sóttkví lend- ir í árekstri í umferðinni þá leiðir það til þess að hópur viðbragðsaðila þarf að fara í tveggja daga sóttkví að lágmarki, meðan beðið er eftir niðurstöðum Covid-19 greiningar. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi reynist síðan smitaður af Covid-19. Þá er kannski fullt af viðbragðs- aðilum úr leik í lengri tíma,“ seg- ir hann. „Þess vegna biðlum við til fólks að vera heima um páskana,“ segir Ásmundur að endingu. kgk/ Ljósm. kgk. Við erum öll barnavernd. Ef þú hefur áhyggjur af barni hringdu í 112 og láttu vita.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.