Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202010 í síðustu viku kom upp djúp- stæður ágrein- ingur innan for- ystu Alþýðusam- bands íslands um til hvaða aðgerða á að grípa vegna þeirrar fordæma- lausu stöðu sem upp er kom- in á vinnumark- aði vegna Co- vid-19 veirunnar. Forysta ASí hafði áður hafnað því að fresta hækkun launa um nýlið- in mánaðamót eins og samið hafði verið um. Þá lagði hluti miðstjórn- ar ASí, þeirra á meðal Vilhjálm- ur Birgisson formaður VlFA og 1. varaforseti ASí og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, það til að fyrirtækjum yrði boðið að lækka greiðslur í lífeyrissparnað starfs- manna tímabundið úr 11,5% og niður í 8%. Vil- hjálmur sagði í samtali við Skessuhorn að slík aðgerð hefði vegið upp á móti þeim launa- hækkunum sem fyrirtæki taka á sig vegna samn- inganna nú um m á n a ð a m ó t - in. Hann benti á að slík aðgerð myndi sáralítil áhrif hafa fyrir laun- þega til lengri tíma litið. En þess- ari leið var annað forystufólk í mið- stjórn ASí mótfallið og lagðis alfar- ið gegn því að hreyft yrði við lífeyr- issparnaði launþega. Þessi ágrein- ingur varð til þess að Vilhjálmur, Ragnar Þór og Harpa Sævarsdótt- ir sögðu sig úr miðstjórn ASí undir lok síðustu viku. mm Það var þónokkur erill á höfninni í Grundarfirði á föstudagsmorgun þegar skipin Farsæll SH-30 og Sig- urborg SH-12 komu til hafnar með stuttu millibili. Starfsmenn voru í óða önn að landa úr Sigurborgu þegar að fréttaritara bar að garði en þá var búið að landa úr Farsæli. Uppistaða aflans úr báðum skipum var þorskur og ufsi. tfk Borgarverk ehf. er nú langt kom- ið með framkvæmdir við nýja götu ofan við KB og Húsasmiðjuna við Egilsholt í Borgarnesi. Gatan nefn- ist Fífuklettur og verður tengigata milli Hrafnakletts og nýs hverfis sem til stendur að hefja uppbygg- ingu á. „Framkvæmdir ganga vel og fljótlega hefjast svo framkvæmd- ir við fyrstu íbúðablokkina á nýjum stað. Hún verður byggð í samstarfi okkar hjá Borgarverki, Eiríks J Ing- ólfssonar og Steypustöðvarinn- ar,“ segir Óskar Sigvaldason fram- kvæmdastjóri Borgarverks í samtali við Skessuhorn. mm Víða hefur veturinn reynst lands- mönnum þungur en ekki þarf að fara yfir langan veg til að sjá að misgefið er hvað varðar snjóalög. í Búðardal er búið að vera heldur snjólétt og varla þurft að moka frá útihurðum. En það þarf ekki að ferðast marga kílómetra innansveitar til að sjá gríðarlegan snjóþunga og ljóst að Vetur kon- ungur hefur valið að sýna hin ýmsu andlit þennan veturinn. Ábúendur á bænum Magnússkógum II í Döl- um eru meðal þeirra sem hafa feng- ið að finna vel fyrir vetri og ósjaldan þurft að moka sig út úr húsi. Magn- ússkógar II eru staðsettir um 14 km frá Búðardal inn eftir Hvammsfirði. „Við höfum þurft að moka okk- ur oft út úr húsi í vetur. Þá höfum við þurft að moka snjónum inn til að komast út um göng. Snjónum hef- ur verið safnað saman í bala og sett- ur í sturtubotninn þar sem hann hefur fengið að bráðna. Ætli þetta sé ekki farið að telja um tíu skipti, þetta er eiginlega hætt að vera fynd- ið,“ segir Guðbjörn Guðmundsson bóndi á Magnússkógum II sem var við mokstursvinnu utandyra þegar fréttaritari náði tali af honum, vel búinn traktor með mokstursskóflu. „Það er búið að skafa meira og minna síðan í desember og nú er búinn að vera stöðugur bylur í tvo og hálfan sólarhring. Fyrst norð- austan og svo austan í nótt, þá kom enn meira fyrir endann á húsinu þar sem venjulega kemur ekki neitt,“ segir Guðbjörn sem jafnframt lít- ur yfir sveitina í átt að Teigi þar sem hann segir engan snjó að sjá. Guðbjörn og eiginkona hans Jó- hanna Jóhannsdóttir eru ötul í skóg- rækt og mikil rækt komin fyrir ofan hús hjá þeim. „Auðvitað er trjárækt- in að hafa áhrif á hvernig snjórinn er að safnast hjá okkur. Um 200-300 metra frá húsinu komu fljótt svaka- legir skaflar og svo færist þetta bara nær.“ Guðbjörn og Jóhanna hafa verið laus við að moka ofan af þaki húsanna en vitað er til þess að Björg- unarsveitin Ósk í Búðardal hefur a.m.k. tvisvar verið kölluð út til að aðstoða bændur við að moka ofan af húsum í vetur. sm Vetur konungur sýnir á sér tvær hliðar Landað fyrir páskafrí Nær liggja skipin Farsæll og Sigurborg en Hringur SH liggur við festar fjær. Lyftari frá Djúpakletti ehf að störfum á bryggjunni. Eitthvað af ýsu og karfa kom einnig úr lestum skipanna. Lagnir lagðar. Ljósm. Jón Þórólfur Guðmundsson. Unnið við nýja tengi- götu í Borgarnesi Horft inn eftir nýju götunni. Ljósm. mm. Brestur í forystusveit ASÍ vegna deilna um aðgerðir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.