Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 7 SK ES SU H O R N 2 02 0 Munum að hlýða Víði og njótum samverunnar innanhúss um páskana þetta árið Akraneskaupstaður sendir sínar bestu óskir um gleðilega páska Kennsluaðferðir FSN eru verkefnamiðaðar og námsmatið leiðsagnarmat. Fjarnemendum stendur til boða að mæta í tíma með dagskólanemendum í Grundarfirði eða á Patreksfirði. Kennarar aðstoða nemendur m.a. á Skype, TEAMS og í tölvupósti. Allar frekari upplýsingar fást hjá námsráðgjafa agnes@fsn.is og aðstoðarskólameistara solrun@fsn.is og í síma 430-8400. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga hrafnhildur@fsn.is Dagskóli Lokainnritun fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk 2020 fer fram rafrænt á menntagatt.is 6. maí til 10. júní Innritun eldri nemenda Innritun eldri nemenda fer fram 6. apríl til 10. júní. Fjarnám Opið er fyrir umsóknir í fjarnám. Umsækjendur um fjarnám geta skráð sig í nám á heimasíðu skólans undir flipanum „Fjarnám“ Stúdentsbrautir: Félags- og hugvísindabraut• Náttúru- og raunvísindabraut• Opin braut til stúdentsprófs• Íþróttalína• Hagfræðilína• Framhaldsskólabrautir Framhaldsskólabraut 1• Framhaldsskólabraut 2• Starfsbraut Innritun á haustönn 2020 SK ES SU H O R N 2 01 9 Frumvarpi forsætisráð- herra um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna var dreift á Alþingi í síðustu viku. Nái frumvarpið fram að ganga mun skapast yfirsýn yfir eignarhald á landi og stjórnvöld öðl- ast stýritæki til að stuðla að því að landnýting sé í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi, segir í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu. í frumvarpinu eru í fyrsta lagi undanþáguheimildir vegna skil- yrða fyrir fasteignakaupum aðila sem búsettir eru í ríkjum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins skýrðar nánar, en ákvæði núgildandi laga um það efni eru almenn og óljós. í öðru lagi er gert ráð fyrir að kaup- verð eignar skuli koma fram í þing- lýstu afsali, en kaupverð er meðal annars forsenda ákvörðunar fast- eignamats. í þriðja lagi er lagt til að landeignaskrá á vegum Þjóðskrár íslands verði vettvangur fyrir sam- ræmda opinbera skráningu á land- upplýsingum. í fjórða lagi er sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni gert hærra undir höfði í markmiðsákvæði jarðalaga. Sett verði inn skilyrði um samþykki fyrir aðilaskiptum að landi í skil- greindum tilfellum þar sem aðili á tiltekna stærð af landi fyrir. Þá er gert ráð fyrir aukinni upplýs- ingaskyldu tiltekinna lögaðila um eignarhald þeirra. loks eru lögð til skýrari skilyrði fyrir afskráningu lögbýla og lausn lands úr landbún- aðarnotum. Drög að frumvarpinu voru til umsagnar í samráðsgátt á tíma- bilinu 13.–27. febrúar og bárust 33 umsagnir. í kjölfar umsagna og áframhaldandi samráðs við fagr- áðuneyti og stofnanir voru gerðar nokkrar breytingar á frumvarpinu og eru þær raktar í greinargerð. Þar á meðal voru gerðar breytingar á stærðarviðmiðunum vegna framan- greindrar samþykkisskyldu og er nú gert ráð fyrir að hún eigi m.a. við ef kaupandi á fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar að stærð. Eigi kaupandi eða tengdir aðilar samanlagt 10.000 hektara eða meira skuli samþykki að jafnaði ekki veitt, nema sýnt sé fram á sérstök not fyrir landið. mm Frumvarpi um eignarráð og nýtingu fasteigna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.