Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202014 Eins og Skessuhorn hefur greint frá tóku tveir nýir prestar til starfa í Garða- og Saurbæjarprestakalli um nýliðin mánaðamót. Það eru þær sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Þóra Björg Sigurðardóttir sem nú koma til liðs við sóknarprestinn sr. Þráinn Har- aldsson. „Við erum að móta starfið og hvernig samstarfið okkar kem- ur til með að vera,“ segir Þráinn í samtali við Skessuhorn. „Við hugs- um prestakallið sem eina heild og komum til með að þjónu öll bæði á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en skiptum á milli okkar verkum. Ég er sóknarprestur og sé um skipu- lagningu og tek ábyrgð á kirkj- unum og safnaðarstarfinu í heild. Þóra er ráðin með áherslu á á barna- og æskulýðsstarf og verður það á hennar ábyrgð að halda utan um það og skipuleggja. Jónína ætlar að hafa umsjón með eldri borgara starfinu í Akraneskirkju. En eins og ég segi er enn verið að skipuleggja þetta,“ segir Þráinn og bætir við að þau komi einnig til með að vinna margt í sameiningu. „Við munum öll koma að fermingarfræðslunni, við messum öll og skiptum athöfn- um á milli okkar,“ segir hann. Svigrúm til að gera meira Þráinn segist vera mjög ánægður með ráðningu nýju prestanna og spenntur fyrir samstarfinu. „Það eru ýmsar hugmyndir um hvað við viljum gera til að auka þjónustuna. En núna þegar við erum orðin þrjú gefst svigrúm til að gera meira,“ segir Þráinn og bætir við að þau sjái fyrir sér að auka fræðslu til fullorð- inna og jafnvel vera með sorgar- hópa fyrir þá sem þurfa. „Það hefur ekki unnist mikill tími síðasta ár til að gera eitthvað aukalega og hlakka ég til að fá rýmri tíma til þess núna.“ Aðspurður segir Þráinn að þau komi til með að skipta vinnu- helgum á milli sín og þar með at- höfnum sem gjarnan eru um helg- ar, eins og skírnir og brúðkaup, en einnig útförum. Sálgæsla stendur öllum til boða Hvernig er að sinna starfi prests við þær aðstæður sem eru í samfélaginu núna? „Það er skrýtið að geta til dæmis ekki hitt þær Jónínu og Þóru, tekið í hendurnar á þeim og boðið þær almennilega velkomnar, svona eins og maður myndi vilja gera. En við erum ekki að hittast í persónu á meðan ástandið er svona. Verk- efnin eru líka öðruvísi. Við erum ekki með hefðbundið kirkjustarf núna,“ svarar Þráinn og bætir við að hann reyni að hringja í fólk og heyra hvernig það hefur það núna í ljósi aðstæðna. „Það er ótrúlegt hvað allir bera sig vel og kemur það mér í raun verulega á óvart. Flest- ir sem ég hef hringt í bera höfuð- ið hátt þó vissulega séu aðstæðurn- ar krefjandi. Ég er mikið að hringja í fólk sem er eldra eða með undir- liggjandi sjúkdóma og því kannski í sjálfskipaðri sóttkví og heldur sig því til hlés og er því mjög einangr- að núna. Allir sem ég tala við segj- ast bara líta á þetta sem tímabund- ið ástand sem muni líða hjá og það virðast flestir bara hafa það ágætt miðað við allt,“ segir Þráinn. Þá bætir hann við að öllum standi til boða að hringja í hann, Jónínu eða Þóru til að tala, þurfi viðkomandi á því að halda. „Sálgæslan hefur að mestu farið fram í síma núna í ljósi aðstæðna en ég hvet alla sem þurfa á því að halda að hafa samband við okkur. Við erum alltaf tilbúin að tala við fólk og hjálpa.“ Páskar og ekkert kirkjustarf í ljósi aðstæðna eru fáar athafnir í kirkjunum þessa dagana utan þess að þar fara fram útfarir. Spurður hvernig þær fari fram í samkomub- anni segir Þráinn þær vera töluvert fámennari. „Við getum boðið upp á að senda athöfnina út í gegnum netið fyrir þá sem geta ekki ver- ið á staðnum og það hefur gefið góða raun. Ég veit líka að einhverj- ir til dæmis í Reykjavík hafa kosið að hafa kistulagningu og bálför en bíða með útför þar til ástandið líður hjá og hafa þá útför við duftker. En þetta er erfitt, að þurfa að kveðja ástvin og geta ekki haft fólkið sem maður myndi vilja deila stundinni með. Ég held það verði okkur öll- um ljóst á þessum tímum hvað við þurfum mikið á þessu mannlega samfélagi að halda. Þó tæknin sé góð og blessuð og geti hjálpað mik- ið er það ekki eins og að taka í hönd á fólki eða faðma, tæknin veitir okk- ur ekki þessa nánd,“ segir Þráinn og bætir við að hann voni að ástand- ið muni þjappa fólki enn frekar saman. Nú þegar páskarnir eru að ganga í garð og ljóst að ekki verður hægt að halda hefðbundnu kirkju- starfi í kringum þá helgu hátíð, seg- ir Þráinn þau ætla að nota netið til að deila helgistundum. „Við höfum deilt stuttum hugvekjum á Facebo- ok síðunni okkar og ætlum að deila heima helgistundum sem fólk getur horft á um páskana.“ Ætlaði ekki að verða prestur Þóra Björg Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík og ólst upp í Grafarvogi. Hún æfði samkvæmisdansa í mörg ár og kenndi þá einnig um tíma og þykir henni fátt skemmtilegra en að syngja, dansa, ferðast og elda góðan mat. Eftir grunnskóla fór Þóra í Verzló og þaðan í Háskóla íslands þar sem hún lauk BS gráðu í sálfræði áður en hún fór í fram- haldsnám í guðfræði. Aðspurð seg- ir hún það alls ekki hafa verið ætl- unin að verða prestur. „Ég vissi í raun ekki hvað ég vildi gera en fannst sálfræði heillandi nám. Ég er ekki beint alin upp í kirkju held- ur fór bara í kirkju á jólunum og svoleiðis, eins og hinn hefðbundni íslendingur,“ segir Þóra. Hún fór þó alltaf í sumarbúðir í Ölveri sem barn og var hvött af einum leiðtog- anum þar að sækja um sem leið- beinandi þegar hún væri orðin 18 ára, sem hún og gerði. í Ölveri var hún eini starfsmaðurinn sem spil- aði á hljóðfæri og fréttist það þeg- ar vantaði manneskju í sunnudaga- skólann í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík. „Ég var fengin til að koma en var mjög stutt áður en ég fór yfir í Grafarvogskirkju þar sem ég var í níu ár og sá um allt barna- og æskulýðsstarf. Þar kynntist ég fyrst hvað það væri að vera prest- ur og þá heillaði þetta starf mig,“ útskýrir Þóra sem útskrifaðist sem guðfræðingur vorið 2019. „Þetta er fyrsta starfið mitt sem prestur,“ segir hún. Bónus að fá þetta starf Þóra og maðurinn hennar, Geir- laugur Ingi Sigurbjörnsson, fluttu saman á Akranes með börnin sín tvö fyrir ári en hann á ættir að rekja á Skagann. „Hann sagði við mig þegar við byrjuðum saman fyrir tíu árum að hann ætlaði að búa á Akra- nesi. Ég var ekkert að hugsa út í það þá og sagði bara „já, já,“ en svo talaði hann alltaf meira og meira um þetta. Ég sá svo að honum var greinilega alvara og sagði að ég væri til í að prófa að búa þar þegar ég væri búin með háskólann. Þeg- ar ég byrjaði á síðustu önninni fór hann að liggja yfir fasteignaauglýs- ingum á Akranesi og við enduðum á að kaupa hér hús og flytja. Það er því algjör bónus að fá þetta starf hér,“ segir Þóra ánægð. Aðspurð segir hún nýja starfið leggjast mjög vel í sig. „Ég er rosalega spennt að byrja af alvöru og fá að kynn- ast öllum í sókninni. Það er rosa- lega sérstakt að byrja í þessu starfi við svona aðstæður eins og núna. Ég þrái alveg að fara á fullt og byrja á öllu því sem mig langar að gera og það er alveg erfitt að halda aft- ur af mér,“ segir hún og hlær. „Mig langar rosalega að hitta hina prest- ana en við hittumst bara á fjarfund- um núna,“ bætir hún við. Opnuðu Instagramreikning Hverjir eru helstu styrkleik- ar Þóru Bjargar í starfi? „Ég held ég hafi góðan skilning og ég legg mig fram um að fara ekki í mann- greinarálit. Ég tel mig eiga auðvelt með að skilja fólk í mismunandi aðstæðum. Við höfum hugmyndir um að efla allt starfið í prestakall- inu enn frekar, nú þegar við erum orðin þrjú hér. Ég hef fullt af hug- myndum sem mig langar að koma í framkvæmd, bæði hér á Akranesi en ekki síður í Hvalfjarðarsveit. Við viljum leggja mikla áherslu á starf- ið á báðum stöðum,“ segir Þóra og bætir við að nýverið hafi þau opnað reikning á Instagram undir nafn- inu Garða- og Saurbæjarprestakall. „Þar ætlum við að reyna að sýna aðeins frá starfinu svo fólk fái að sjá hvað kirkjan er í raun og veru. Ég held að fólk haldi að kirkjan sé allt annað en hún er, ég hélt það sjálf. Svo langar okkur bara að vera skemmtileg, einlæg og sýna að við erum bara venjulegt fólk. Við mun- um líka annað slagið koma þar inn með hugvekjur,“ segir hún. Þá tek- ur Þóra fram að á þeim erfiðu tím- um sem við erum að upplifa núna standi öllum til boða að heyra í prestunum. „Við í kirkjunni erum til staðar fyrir fólk, bæði á gleði- og sorgartímum og fólk má vera alveg óhrætt við að heyra í okkur hvenær sem er,“ segir hún. Nýir prestar komnir til starfa í Garða- og Saurbæjarprestakalli Koma til starfa við óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu Akraneskirkja. Ljósm. úr safni Jónína stefnir að því á föstudaginn langa að lesa Passíusálmana í Saurbæjar- kirkju og senda út á Facebook síðu Garða- og Saurbæjarprestakalls. Þráinn Haraldsson sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Ljósm. úr safn/kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.