Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202020
Fyrr á tímum var því almennt trú-
að að til væru steinar sem gætu auð-
veldað konum fæðinguna. Steinar
þessir ganga undir nafninu lausn-
arsteinar. Þeirra er helst að leita í
fjöruborðinu. Þetta er ekki hef-
bundnir steinar, eins og nafnið gef-
ur vissulega til kynna, heldur eru
þeir stórgerð fræ erlendrar trjáteg-
undar sem vex í fjarlægum lönd-
um á borð við Tailandi. Heitir tréð
Manchineel tree. lausnasteinarn-
ir, eða fræið, er þrír til fjórir senti-
metrar í þvermál, eilítið hjarta-
laga og fallega dumbrauðir á lit.
Fræ þessi berast hingað til lands
með hafstraumum og eðli málsins
samkvæmt eru þau mjög sjaldgæf
og finnast því sjaldan við strönd-
ina. Því hefur verið haldið fram, og
undir það hafa ljósmæður einnig
tekið, að lausnarsteinar virki prýði-
lega. Þrátt fyrir að því hafi ver-
ið haldið fram að það væri hjátrú
að hafa lausnarstein við höndina,
þá eru í raun góð og gegn vísindi
sem réttlæta það. í viðtali í Dag-
blaðinu-Vísi árið 2001 sagði Elín-
borg V. Jónsdóttir ljósmóðir: „Ef
lausnarsteinn er settur undir tung-
una á konu meðan á fæðingu stend-
ur getur hún ekki lokað munninum
og um leið slaknar á kjálkavöðv-
unum. Allir vöðvar í líkamanum
vinna í hópum og séu kjálkavöðv-
arnir slakir, eru vöðvarnir í grind-
arbotninum það líka og það auð-
veldar fæðinguna,“ sagði Elínborg í
viðtalinu. Tilefni þess að við rifjum
upp frásögn um lausnarsteina hér í
Skessuhorni er að segja sögu lausn-
arsteins nokkurs sem verið hefur í
eigu sömu ættar í vel á aðra öld. Sá
lausnarsteinn kom á Snæfellsnes úr
Austur-Húnavatnssýslu en Margrét
S Hannesdóttir frá Geirastöðum í
Sveinsstaðahreppi kom með hann
með sér þegar hún flutti búferlum á
Snæfellsnes síðla á nítjándu öld.
Magga í Dalsmynni
rifjaði upp söguna
Tengdadóttir Margrétar í Kolvið-
arnesi var nafna hennar, hin þjóð-
þekkta Margrét Guðjónsdóttir í
Dalsmynni. í bók sem gefin var út
um lífshlaup Möggu í Dalsmynni
árið 2010 færði gamla konan í tal
lausnarsteininn sem tendamóðir
hennar hafði komið með að norð-
an. Gefum Möggu orðið: „Tengda-
móðir mín sagði að það herti á
hríðunum og gengi betur ef mað-
ur gengi um. Hún átti lausnarstein
og geymdi hann vafinn inn í lérefti
undir höfðinu á sér og hún kom allt-
af með lausnarsteininn og setti hann
undir höfuðið á mér þegar kom-
ið var að fæðingu. Þá átti fæðingin
alltaf að ganga vel. Og ég var nátt-
úrlega ekkert að skipta mér af því,
mér var alveg sama að hafa þennan
lausnarstein undir höfðinu á mér.
Ég segi nú ekki að ég trúi á hann,
en hún trúði á þetta, gamla konan.
Þessi steinn er enn í fjölskyldunni
og er enn notaður. Hann er sendur
hvert á land sem er ef ættingjar vilja
nota hann. Ein dóttir mín geymir
lausnarsteininn í fallegu skríni, vaf-
inn í bómull og þegar á honum þarf
að halda í fjölskyldunni þegar börn
fæðast, þá er hann oftast til taks og
lánaður hingað og þangað. Það er
farið varlega með hann, svo er hon-
um skilað handa næsta afkomanda
sem fæðist þannig að hann er í sínu
fulla gildi ennþá og í mikilli notk-
un. Kannski er þetta sérviska hjá
börnunum mínum en það er allt
í lagi að halda í sérviskuna,“ sagði
Margrét í Dalsmynni í bókinni. Þar
rifjar hún einnig upp fleiri frásagn-
ir sem tengjast börnum hennar og
Guðmundar bónda.
Hún gerði það fyrir
eiginmanninn
Núverandi vörsluaðili lausnar-
steinsins sem kom úr búi Mar-
grétar í Kolviðarnesi og síðar frá
Dalsmynni er Svava Svandís Guð-
mundsdóttir ömmubarn hennar.
Svava býr nú í Borgarnesi en dvel-
ur á sumrin í Görðum í Staðarsveit.
Sest er niður með Svövu í íbúðinni
sem hún býr í núna, á fimmtu hæð
í nýju fjölbýlishúsi í Borgarnesi.
„Hann pabbi minn hafði alltaf óbil-
andi trú á því að konur væru með lausnarsteininn þegar þær ólu barn.
pabbi fékk steininn eftir móð-
ur sína sem hafði hann alltaf und-
ir koddanum þegar hún átti börnin
sín, en fyrsta barnið átti hún 1892
en pabbi var yngstur, fæddur 1902.
Hún hafði komið með steininn
með sér þegar hún fluttist austan úr
Húnavatnssýslu. Mér er ekki kunn-
ugt um sögu steinsins fyrir þann
tíma, en það má vel ímynda sér að
hann sé búinn að vera í eigu sömu
fjölskyldunnar í hálfa aðra öld eða
jafnvel lengur,“ segir Svava. Hún
rifjar það upp að móðir hennar,
Magga í Dalsmynni, hafi ekki haft
mikla trú á mikilvægi þess að hafa
steininn við höndina þegar börnin
hennar tíu komu í heiminn. „Hún
gerði það þó fyrir hann pabba að
hafa steininn við höndina þar til
fæðingin var afstaðin. „Fyrst pabba
þínum líður betur með það, þá er
það í lagi,“ sagði hún einu sinni við
mig. pabbi var alla tíð mjög trúaður
og það var hann sem kenndi okkur
bænirnar. Mamma var hins vegar
mikil efasemdarkona, lítt trúuð og
gagnrýnin á Biblíuna. Hún hafði
líka afskaplega gaman af því að rök-
ræða við prestana, var framsóknar-
kona út í gegn, pólitísk og ákaflega
félagslynd.“
Alltaf við höndina
Svava rifjar það upp að lausnar-
steinninn hafi alltaf verið undir
koddanum þegar hún ól sín fimm
börn og hann hafi sömuleiðis oft-
ast verið til staðar þegar barna-
börnin hennar 12 komu í heiminn
og sjö langömmubörn einnig. „Ég
veit að af 24 blóðskyldum afkom-
endum mínum var steinninn við-
staddur í að minnsta kosti 20 skipti.
Það sama á við um mörg af mín-
um systkinabörnum sem hafa verið
að fjölga sér. Einu sinni leið aðeins
vika á milli fæðinga í frændsystk-
inahópnum og þá þurfti nánast að
hlaupa á milli staða með lausnar-
steininn til að hann næði að vera
á staðnum. Það þykir engum verra
að hafa hann við höndina eða und-
ir koddanum.“ Svava rifjar það upp
að eitt systkinabarna hennar hafi átt
erfitt með að eignast barn, lækn-
ir hafi verið búinn að segja henni
að hún gæti ekki gengið með. Svo
þegar hún varð ólétt varð hún að
fara sér afar hægt og fékk leyfi til
Saga lausnarsteins sem gengið hefur kynslóð fram af kynslóð innan sömu ættar
Boðar gæfu að hafa lausnarstein við fæðingar
Lausnarsteinn er fræ af trjáplöntu sem vex á fjarlægum slóðum, m.a. á Tailandi, en berst hingað með hafstraumum.
Svava Svandís er vörslukona lausnarsteinsins góða.
Eitt af síðustu börnunum til að fæðast, þar sem lausnarsteinninn góði var með í
för, var Breki Berg, sonur Tómasar Freys Kristjánssonar, Guðmundssonar frá Dals-
mynni, og Guðrúnar Jónu Jósepsdóttir í Grundarfirði. Hér eru feðgarnir á góðri
stund.
Margrét Guðjónsdóttir frá Dalsmynni varð níræð í mars 2013, eftir að hún flutti í Brákarhlíð í Borgarnesi. Þá var þessi mynd
tekin. Börn Margrétar röðuðu sér upp eftir aldri í afmælisveislunni. Elsta barnið (Eygló) situr henni á hægri hönd og það næst-
yngsta (Sigrún) á vinstri. Í efri röð frá vinstri eru: Reynir (látinn), Ágúst, Ástdís, Svava, Margrét, Svanur, Kristján og Tryggvi.
Á myndina vantar Skarphéðinn Pálma, sem búsettur er á Nýja-Sjálandi. Lausnarsteinninn góði var viðstaddur fæðingu allra
barnanna. Ljósm. úr safni Skessuhorns.