Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Sjónvarpslausu fimmtudagskvöldin Þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélagi þjóða eru um margt án for- dæma. Sökum veirufaraldurs er fólki ráðlagt að halda sem mest kyrru fyr- ir, rækta sem minnst félagsleg tengsl út á við, samkomur eru bannaðar og almennt er fólk því lítið á ferli. Meirihluti sækir þó enn vinnu og lagt er í hendur skynsemi fólks að fara að fyrirmælum um hegðun á almannafæri, á vinnustöðum, í umferðinni og hvarvetna þar sem tveir eða fleiri koma saman. Innan veggja heimilisins skal fólk halda sig sem mest og ef farið er út í heilsubótargöngu skal virða fjarlægðarmörk og friðhelgi hvers og eins. Samhliða hefur þetta ástand þau áhrif að fólk eykur samskipti sín í raf- rænum heimi samfélagsmiðla og lestur frétta hefur stóraukist. Þannig má þakka fyrir að allflestir búa nú við góðar nettengingar og geta fylgst með því sem gerist frá degi til dags. Á nokkrum vikum höfum við því orðið að tileinka okkur allsendis nýtt hegðunarmynstur. Við erum jú dýrategund sem hefur tilhneigingu til að halda sig í hópum líkt og útigangshross. Það kallast hjarðhegðun. Á nokkr- um vikum höfum við orðið að tileinka okkur hegðun annarra dýrategunda, nefni til dæmis sauðkind, sem ólíkt hrossunum fer sínar eigin leiðir í hag- anum og velur sér grasbala með lömbin sín, fjarri öðrum kindum. Unir sér best þar. Nú eða minkurinn sem fer einatt sínar eigin leiðir og hrekur frá sér minka úr öðrum grenjum með ofstæki. Gefur þannig skýr skilaboð um að hann eigi veiðilenduna í næsta nágrenni og óviðkomandi séu þangað óvelkomnir. Þannig auka þeir líkur á að ná yfir sumarið að safna nægum matarforða í bú sitt. Þeir haga sér ekki ósvipað og mannfólkið sem hamstr- aði bökunarvörur og klósettpappír þegar samkomubann var yfirvofandi. Allir vildu auka líkurnar á að lifa af einn harðindavetur eða svo, líkt og minkurinn, með nægan matarforða og þar að auki vel skeindir. En þegar okkur er skyndilega, nánast á einum degi, gert að breyta al- mennu mynstri okkar frá hjarðhegðun og yfir í einveru, eða í hæsta lagi samveru innan þess litla hóps sem alla jafnan dvelur innan veggja heim- ilisins, getur reynt á. í seinni tíð höfum við tileinkað okkur ýmis mynstur sem markaðsöflin hafa fært okkur heim sanninn um að séu ómissandi. Við getum valið úr ótölulegum fjölda sjónvarps- og útvarpsstöðva, týnt okk- ur í óravíddum Internetsins og nú í seinni tíð verið þátttakendur á sam- félagsmiðlum þar sem við getum deilt meðal vina okkar þar ýmsum hug- renningum, leikjum eða fróðleik. Reyndar hafa fyrrgreind markaðsöfl nú einnig yfirtekið samfélagsmiðlana, þannig að þar er varla verandi lengur, og sannast þar orð úr guðspjöllunum: „Þú getur ekki þjónað bæði Guði og Mammon.“ Engu að síður er hægt að stytta sér stundir og láta daginn líða með ýmsu móti og þar er vissulega hver sinnar gæfu smiður. Umfram allt er mikil- vægt, nú þegar okkur er skylt að hætta því um tíma að vera hjarðhegðunar- skepnur, að finna leiðir til dægradvalar og afþreyingar eins og hverju okkar hentar, þurfum kannski að hugsa eins og sauðkind. Við þurfum að gæta þess vel að setja okkur ekki á kaf ofan í rafbylgjur snjalltækja, sjónvarps og tölva liðlangan daginn. Það er nefnilega beinlínis óhollt fyrir sálartetrið. Þá er mjög mikilvægt að gæta að hreyfingu og dagleg útivera er að mínu viti það besta sem í boði er bæði fyrir líkama og sál. Ég var barn þegar sjón- varp kom fyrst á heimilið, löngu fyrir tíma Internetsins og farsíma. Það er gott að rifja upp hvernig dægradvöl þess tíma var og ég er ekki frá því að almennt hafi sálarlíf landans verið frískara í þá daga. í minningunni var þá meiri útivera ungra sem aldinna, bóklestur var stundaður, jafnvel sest við spil en umfram allt var rætt meira saman. Ekki hvað síst á sjónvarpslausu fimmtudagskvöldunum, en slíka daga er núna gott að hafa upplifað. Gleðilega páska! Magnús Magnússon Að tillögu Ásmundar Einars Daða- sonar félagsmálaráðherra hef- ur Vinnumálastofnun og stjórn Tryggingasjóðs sjálfstætt starf- andi einstaklinga gert samkomulag við Bændasamtök íslands um fjár- stuðning vegna afleysingaþjónustu fyrir bændur sem veikjast af kórón- uveirunni og geta af þeim sökum ekki sinnt bústörfum. Samkomu- lagið er afturvirkt frá 15. mars sl. og gildir til og með 31. maí. Sam- kvæmt samkomulaginu geta bænd- ur sem veikjast af COVID-19 ráð- ið til sín starfsfólk tímabundið sem verktaka til að sinna afleysingum, að hámarki í 14 daga. Búnaðarsam- bönd deila verktökum niður, hvert á sínu svæði, og sjá um greiðslur til þeirra. leitast verður eftir að ráða verktaka úr hópi einstaklinga sem eru skráðir atvinnuleitendur í við- komandi umdæmi. Bændasamtök íslands halda saman útgjöldum búnaðarsam- bandanna vegna þessa verkefnis auk þess sem þau fá greiddan fjár- stuðning til sín og hafa milligöngu um uppgjör við búnaðarsamböndin þegar verkefninu er lokið. Trygg- ingasjóður sjálfstætt starfandi ein- staklinga mun standa undir fjár- stuðningi til Bændasamtaka ís- lands og útgjöld vegna þessa verk- efnis verða gjaldfærð hjá sjóðnum. mm Stjórn Sæljóns, félags smábátaeig- enda á Akranesi, tekur heilshugar undir með stjórn landssambands smábátaeigenda og yfirlýsingu félagsmanna Hrollaugs á Höfn í Hornafirði og skorar á stjórnvöld að leyfa strandveiðar strax. í yfir- lýsingu frá félaginu í síðustu viku segir að jafnframt sé skorað á bæj- arstjórn Akraness að beita sér gagn- vart stjórnvöldum í þessum málum og fá fleiri sveitarfélög til liðs við sig. í þessu dæmalausa ástandi, þar sem margir einstaklingar og fjöl- skyldur, mörg fyrirtæki um allt land eru hjálpar þurfi, þurfi að grípa í öll hálmstrá til að létta landsmönnum róðurinn. Því vilja smábátasjómenn að strandveiðar verði tafarlaust hafn- ar og björg færð í bú landi og þjóð til heilla. Yfirlýsing Hrollaugs á Höfn var afgerandi: „Eflum strandveiðar svo um munar; 60 veiðidaga á ári, allt árið um kring. Blómstrandi smá- bátaútgerð er ein mikilvægasta lífæð sjávarbyggða hjá fiskveiðiþjóðum í heiminum og hjá okkur líka. Til þess að þetta geti gengið eftir þurfum við mannsæmandi aðgang að okkar eigin auðlindum. Gerum það núna,“ segir í yfirlýsingu Hrollaugs á Höfn sem Sæljón á Akranesi tekur undir. mm Miðstjórn Alþýðusambands íslands skorar á ríkisstjórnina að tryggja nú þegar réttarstöðu þess launafólks sem ekki nýtur bóta samkvæmt lög- um um ráðstafanir á vinnumark- aði vegna COVID-19. Um er að ræða hóp launafólks í viðkvæmri heilsufarslegri stöðu, t.d. einstak- lingar með undirliggjandi sjúk- dóma og þungaðar konur á 36. viku eða lengra gengnar. Þessum hóp- um er samkvæmt ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda gert að halda sig heima. Afleiðingar víðtæks samkomu banns eru einnig mikl- ar fyrir foreldra sem þurfa margir að taka sér launalaust leyfi til þess að vera heima með börnunum sín- um vegna skerts skólastarfs. Þar eru hópar í félagslega viðkvæmri stöðu svo sem einstæðir foreldrar og fólk af erlendum uppruna. Fyrrnefndu hópana má fella undir lög um laun í sóttkví og stöðu þeirra síðarnefndu má bæta með því að heimila skert starfshlutfall sem ekki einungis byggir á þörfum atvinnurekanda og fyrirtækja. „Nú þegar stefnir í aukna aðstoð við fyrirtæki landsins ítrekar ASí fyrri kröfur sínar um vernd þessara hópa. Atvinnulíf þjóðarinnar sam- anstendur ekki bara af fyrirtækjum sem mörg hver fá hundruð millj- óna í aðstoð og fyrirgreiðslu. At- vinnulífið á allt sitt undir launafólki sem mun þegar öllu eru á botninn hvolft, taka á sig hið raunverulega tjón þeirra hamfara sem nú geisa,“ segir í yfirlýsingu stjórnar ASí. mm Ráðherra mundar merkitöngina. Ljósm. úr safni. Stuðningur vegna afleysingaþjónustu bænda Jóhannes Simonsen formaður, Sæljóns á Akranesi, við bát sinn í Akraneshöfn. Vilja að tafarlaust verði byrjað á strandveiðum Vilja tryggja réttarstöðu launafólks sem ekki nýtur bóta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.