Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 20206 Heimild til að fækka mjólkur- sýnum LANDIÐ: landbúnaðarráð- herra hefur undirritað breyt- ingu á reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Með henni verður ráðuneytinu nú heim- ilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um að skila þurfi inn niður- stöðum mjólkursýna úr öllum mjólkandi kúm sem mjólkur- framleiðendur skulu alla jafn- an taka tvisvar í hverjum árs- fjórðungi, til þess að þátt- taka í afurðaskýrsluhaldi telj- ist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda sam- kvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar að- stæður, meðal annars vegna Covid-19. -mm Gefa afslátt af bílatryggingum LANDIÐ: Tryggingafélag- ið Sjóvá hefur tilkynnt að það gefi viðskiptavinum sínum af- slátt af bílatryggingum sem nemur iðgjaldi í heilan mán- uð. Það er gert til að koma til móts við viðskiptavini en einnig vegna minni umferðar. „Umferð hefur dregist mikið saman eftir að samkomu bann tók gildi. Gera má ráð fyr- ir að slysum og tjónum fækki samhliða því,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. „Þess vegna viljum við bregðast við þess- um tímabundnu aðstæðum þannig að einstaklingar greiði ekki fyrir tryggingar einkabíla sinna hjá okkur í maí, þótt þær séu auðvitað í fullu gildi. Þetta á við um alla einstaklinga sem eru með bifreiðatryggingar fyrir ökutæki í almennri notk- un í gildi hjá okkur þann 1. maí.“ -mm Tók ekki eftir óhappinu HVALFJ.SV: Umferðaró- happ varð á Vesturlandsvegi við Geldingaá laust fyrir kl. 18:00 á sunnudag. Ökumað- ur ók þar aftan á aðra bif- reið með þeim afleiðingum að bifreið hans skemmdist að framan. Sá sem ók aft- an á bílinn tilkynnti óhapp- ið og hann taldi sig aðeins hafa verið á um 10 km hraða á klst. þegar hann ók aftan á hinn bílinn, sökum veðurs og slæms skyggnis. Mikil of- ankoma var og skafrenning- ur þegar óhappið varð. Öku- maður hinnar bifreiðarinnar virðist hins vegar ekki hafa orðið þess var að ekið hafi verið aftan á hann, því hann hélt för sinni áfram. Ekki er vitað um þann ökumann. -kgk Eftirlit með hópamyndunun VESTURLAND: lögregla hafði eftirlit með íþrótta- svæðum í Borgarnesi á mið- vikudag, til að kanna hvort samkomubanni væri fram- fylgt. Engar hópamyndan- ir reyndust eiga sér stað. Sömuleiðis var lögregla við eftirlit við helstu verslanir á Akranesi á föstudag, vegna samkomubanns, sem og leik- svæði og sparkvelli í bænum. Reyndist allt vera í lagi og samkomubannið virt. -kgk Út í á STYKKISH: Óhapp varð að morgni síðasta miðviku- dags þegar bíl var ekið út í á skammt frá kirkjugarð- inum í Stykkishólmi. Mik- ið vatn var á malarvegi sem ekið var eftir. Ökumaður ók út í vatnið og fór út fyrir vegarkantinn. Sterkur vind- ur var þegar óhappið varð og ökumaður missti bílinn út af og framendi bílsins hafnaði ofan í ánni. Þegar lögregla kom á vettvang beið öku- maður með barn sitt í fang- inu. Ekkert amaði að þeim, en bæði ökumaður og barn voru skelkuð eftir óhappið. -kgk Farþeginn ekki í sóttkví BORGARBYGGÐ: Mað- ur greindi frá því í sam- tali við mbl.is á fimmtudag að hann hefði skutlað er- lendum manni sem síðan hafi komið í ljós að hafi átt að vera í sóttkví, þar sem sá síðarnefndi bað um far fyr- ir sig og innkaupapokana fyrir utan Bónus í Borgar- nesi. Vegna þessa kannaði lögregla málið og komst að því að þetta átti ekki við rök að styðjast. Telur lögregla að rekja megi þennan mis- skilning til þess að maðurinn kvaðst búa í sumarbústað og notaði orðin „in isolation“, eða „í einangrun“ til að lýsa íverustað sínum. Hann er þó hvorki sýktur af Covid-19 né í sóttkví, að sögn lögregl- unnar á Vesturlandi. -mm Sveitarfélagið Borgarbyggð er nú byrjað dreifingu á brúnum tunn- um í Borgarnesi og verður því verki lokið á næstu dögum og vikum, eins og segir í tilkynningu á vef sveitar- félagsins. Tunnurnar verða síðan tæmdar á þriggja vikna fresti bæði í dreifbýli og þéttbýli og því sem safnast skilað til jarðgerðar. í brún- ar tunnur verður íbúum gert að setja lífrænan úrgang. „Vegna COVID-19 er ekki tal- ið ráðlagt að ganga í hús með leið- beiningar til íbúa og því er farin sú leið að skilja eftir tunnu og ílát fyr- ir utan heimilin,“ segir í tilkynn- ingunni. „Brúna tunnan stuðlar að flokkun lífræns úrgangs og er mikil- vægt framlag til loftslagsmála, enda er lífrænn eldhússúrgangur ekki rusl heldur hráefni sem hægt er að end- urvinna og framleiða jarðvegsbæti. Söfnun lífræns úrgangs til endur- vinnslu samræmist hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Þegar líf- rænn úrgangur er urðaður glatast mikilvæg lífræn efni og þá mynd- ast metan í urðunarstaðnum sem er margfalt áhrifaríkari gróðurhúsa- lofttegund en koltvísýringur,“ segir í tilkynningunni á vef Borgarbyggð- ar. „í lögum um meðhöndlun úr- gangs kemur fram að lífrænan úr- gang skuli nota en ekki urða og í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar eru settar fram áætlanir um urð- unarskatt og bann við urðun lífræns úrgangs. Því eru allir íbúar hvatt- ir til að taka þátt í verkefninu með opnum hug og taka skrefið í átt til jákvæðra breytinga með sveitar- félaginu,“ segir í tilkynningunni. Allar fyrirspurnir, athugasemdir og ábendingar varðandi brúnu tunn- una skal senda á netfangið borgar- byggd@borgarbyggd.is mm Um miðja síðustu viku hófst sala á ísey skyri í um 50.000 verslunum í Japan. Um leið hófst eitt víðtækasta dreifingarverkefni sem um getur á íslenskri vöru í erlendri smásölu til þessa. Þrátt fyrir að vera ein dýr- asta mjólkurvaran í Japan þá hef- ur skyrið fengið góða uppstillingu eða staðsetningu á flestum stöðum, enda seldist það upp fyrsta dag- inn í flestum verslunum. ísey skyri er nú stillt upp við hlið mest seldu mjólkuvara Japans sem sýnir að trú kaupmanna á vörunni er mikil. Það er dótturfyrirtæki Mjólk- ursamsölunnar, ísey útflutningur ehf., sem annast þetta verkefni fyr- ir MS og hefur gert framleiðslu- og vörumerkjasamning við japanska aðila. Japönsku samstarfsaðilarnir eru mjólkurvörufyrirtækið Nippon luna, sem er í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki Japans og fjórði stærsti kjötfram- leiðandi heims, og japansk-íslenska fyrirtækið Takanawa. Skyrið er framleitt af Nippon luna í Kyoto eftir uppskrift og framleiðsluaðferð MS. íslenski skyrgerillinn er enn- fremur lykilþáttur við framleiðslu vörunnar. mm Meðfylgjandi mynd tók íslenskur maður búsettur í Japan. Hann og fjölskyldunni þótti notalegt að geta keypt þessa vöru sem byggir á íslensku hugviti og fram- leiðsluaðferð til áratuga. Mynd var tekin af fyrstu skyrdósinni á mælaborði heimilisbílsins og send heim. Ljósm. Jóhann Lind Ringsted. Stærsta dreifing íslenskrar vöru frá upphafi Byrjað að dreifa brúnum tunnum í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.