Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202026 Hvernig páskaegg langar þig að fá? Spurning vikunnar (Spurt á Vesturlandi í gegnum netið) Katla Karen Snæbjörnsdóttir, 7 ára, Borgarnesi „Svona stórt eins og pabbi fékk en með Smarties og kanínu uppá.“ Einar Ásmundur Baldvinsson, 8 ára, Hvalfjarðarsveit „Mjólkurlaust Freyju páskaegg nr 6.“ Hólmfríður Ester Halldórsdótt- ir, 9 ára, Borgarnesi „Mig langar í risastórt hraun páskaegg.“ Sara Rós Guðnadóttir, 7 ára, Búðardal „Með bleikum unga.“ Brynjar Logi Guðnason, 4 ára, Búðardal „Batman.“ Gunnhildur Gunnarsdóttir, körfu- knattleikskona í Stykkishólmi, hef- ur ákveðið að leggja skóna á hill- una eftir 15 ára farsælan feril. Að baki eru meira en 400 meistara- flokksleikir með Snæfelli og Hauk- um, tveir íslandsmeistaratitlar, tveir bikarmeistaratitlar og 36 landsleik- ir með A landsliði íslands. Gunn- hildur segir að þessi ákvörðun hafi blundað í henni um nokkurt skeið. „Þetta er búið að vera að gerjast í mér. Ég er búin að hugsa um að hætta eftir síðustu tvö tímabil eða svo. En ég var alveg ákveðin núna að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Ég vissi það innst inni í allan vetur og eftir því sem leið á varð það allt- af skýrara og skýrara í mínum huga að þetta væri bara komið gott,“ seg- ir Gunnhildur í samtali við Skessu- horn. „Sérstaklega finn ég eftir að strákurinn minn fæddist fyrir tveim- ur og hálfu ári síðan, að ég er ekki lengur tilbúin að verja öllum þeim tíma sem þarf í boltann. Það kallar á margar klukkustundir í mánuði að stunda íþróttina, í raun og veru sem hobbí. Það fer kannski ekki mikill tími í hverja æfingu eða hvern leik en þetta er fljótt að tínast saman þegar maður lifir og hrærist í þessu á hverjum degi. Ég var bara ekki til- búin að verja öllum dögum alltaf í körfuna lengur og skipuleggja minn tíma út frá körfunni eins og ég hef gert nánast síðan ég man eftir mér,“ segir hún. Hugsar lítið um titlana Gunnhildur var ung að árum þegar hún byrjaði að æfa íþróttina heima í Stykkishólmi. „Mig minnir að ég hafi verið níu ára, eitthvað svoleið- is,“ segir hún. í Hólminum æfði hún og keppti upp alla yngri flokk- ana, auk þess að leika með yngri landsliðum íslands. Hún steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Snæfelli árið 2005 og lék með liðinu til 2010 þegar hún ákvað að söðla um og ganga til liðs við Hauka, þar sem hún lék næstu fjögur árin. Með Haukum varð hún bikarmeist- ari árið 2014, eftir sigur á Snæfelli í úrslitaleiknum. Um sumarið gekk hún til liðs við Snæfell að nýju og hefur leikið með liðinu allar göt- ur síðan. Hún varð íslandsmeist- ari með Snæfelli 2015 og bæði ís- lands- og bikarmeistari með liðinu 2016. Sama ár var hún valin besti varnarmaður Domino‘s deildarinn- ar og körfuknattleikskona ársins. Það eru þó ekki titlarnir sem Gunn- hildur hugsar til þegar hún lítur til baka. „Ég hafði ekkert spáð í því hvort ég hefði átt góðan feril fyrr en fólk fór að spyrja mig út í það,“ seg- ir hún létt í bragði. „En ég held ég geti bara gengið mjög sátt frá borði. Ég er búin að gera það sem ég get og leggja mitt af mörkum í körf- unni, bæði í Snæfelli og eins fyr- ir landsliðið. Ég er mjög sátt,“ seg- ir Gunnhildur. „Þetta er búinn að vera geggjaður tími. Auðvitað hef- ur þetta stundum verið strembið en alltaf ótrúlega gaman, sem er akk- úrat ástæðan fyrir því að maður var svona lengi í þessu. Körfuboltan- um fylgir dásamlegur félagsskapur og vinátta til lífstíðar. Það er það sem ég tek út úr þessu öllu saman, miklu frekar en titlana. Körfubolta- fjölskyldan er stór og öflug og skilur mikið eftir hjá manni,“ segir hún. Ver tímanum með fjölskyldunni En hvað tekur við hjá Gunnhildi nú þegar körfuknattleiksferlinum er lokið? „Meiri tími með fjölskyld- unni. Nú á ég allt í einu fullt af auka klukkustundum í hverri viku til að nota í eitthvað annað en körfu- boltann. Ég mun verja tíma mín- um og kröftum í önnur verkefni með fjölskyldunni og bara reyna að lifa og njóta og gera eitthvað annað skemmtilegt,“ segir hún. Aðspurð kveðst Gunnhildur alls ekki hafa sagt skilið við körfuknattleikinn, þó hún sé hætt að spila sjálf. „Ég mun aldrei þjálfa,“ segir hún og hlær við. „En ég ætla ekki að útiloka að ég verði einhvern tímann með putt- ana í starfinu, hvort sem það verður í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar eða með öðrum hætti. Mér finnst líklegt að einhvern veginn muni ég reyna að leggja mitt af mörkum til kvennakörfunnar á íslandi,“ segir hún. „Ég mæti allavega á pallana í haust, verði í öðrum gír en hingað til og mun hvetja Snæfell áfram úr stúkunni,“ segir Gunnhildur Gunn- arsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Landsleikirnir urðu 36 talsins, en þá eru ótaldir allir leikirnir með yngri landsliðum Íslands. Ljósm. úr safni. Gunnhildur leggur körfuboltaskóna á hilluna Gengur sátt frá borði eftir farsælan feril Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli. Gunnhildur lyftir bikar á loft eftir sigur á Grindavík í bikarúrslitaleiknum 2016. Snæfell vann tvöfalt þetta ár, varð bæði Íslands- og bikarmeistari og Gunnhildur var valin körfuknattleikskona ársins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.