Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202018 Skaðabótakröfu Arnarlóns ehf. á hendur Dalabyggð var vísað frá dómi í Héraðsdómi Vesturlands 31. mars síðastliðinn. Félagið krafð- ist tæplega 16,9 milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar rift- unar á samþykktu kauptilboði í fasteignir að laugum í Sælingsdal. Dómurinn sagði hins vegar ekki ljóst hvort myndast hefði bindandi kaupsamningur milli aðilanna. Fyrr en það hefði verið gert væri ekki hægt að leysa úr kröfu um bóta- skyldu vegna ólögmætrar riftunar kauptilboðs. Enn fremur lægi fyr- ir og væri óumdeilt, að Dalagisting ehf. var á umræddu tímabili þing- lýstur eigandi að 24% hluta fast- eignanna sem tilboð Arnarlóns laut að, þ.e. eignarinnar laugar Hót- el. Með því að beina kröfum sínum aðeins að Dalabyggð en ekki Da- lagistingu hafi Arnarlón ekki gætt ákvæða laga um meðferð einka- mála og samaðild eigenda þeirra fasteigna sem kauptilboðið tók til. Til vara byggði Arnarlón kröf- ur sínar á því að félagið hefði ver- ið beitt blekkingum í tengslum við umræddar samningsumleitan- ir. Dómurinn taldi þær ástæður svo nátengdar því úrlausnarefni hvort komist hefði á bindandi kaupsamn- ingur að úr þeim yrði ekki leyst nema fyrst yrði skorið úr um hvort slíkur samningur hafi komist á. Jafnframt hafi Arnarlóni ekki nægt að beina þeirri kröfu að Dalabyggð, heldur hafi líka þurft að beina henni að Dalagistingu ehf. sem sameig- anda að fasteignunum. Dalabyggð krafðist þess að máli- nu yrði vísað frá vegna vanreifunar og féllst Héraðsdómur Vesturlands á þá körfu. Arnarlóni var enn fre- mur gert að greiða Dalabyggð 1,4 milljónir í málskostnað. kgk Samþykktu 26 milljarða króna aðgerðapakka Alþingi samþykkti mánudaginn 30. mars síðastliðinn breytingar á ýms- um lögum til að bregðast við áhrif- um heimsfaraldurs Covid-19. Að- gerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða. Fela þær meðal annars í sér frest- un á greiðslu opinberra gjalda, brú- arlán til fyrirtækja og tuttugu þús- und króna skattfrjálsa eingreiðslu til öryrkja. Samtals er um að ræða 4,6 milljarða aukningu frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í fyrstu umræðu málsins. Af þeim sex málum sem afgreidd voru var bandormurinn svokallaði einna fyrirferðarmestur. Það frum- varp kvað á um ýmsar aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar Covid-19 faraldursins, umræða um fjáraukalög 2020 og þingsályktun um sérstakt fjárfest- ingaátak. Málin tóku nokkrum breytingum frá því sem kynnt var í fyrstu um- ræðu í vikunni á undan. Þá var gert ráð fyrir 21,1 milljarði en við bætt- ust 4,6 milljarðar. Framlög til fjár- festinga hækka um tæpa þrjá millj- arða og milljarði til viðbótar er veitt í heilbrigðiskerfið. Þá er gert ráð fyrir 20 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja í sumar. Svigrúm fyrir- tækja til að fresta greiðslum opin- berra skatta og gjalda er aukið frek- ar. Auk þess felst í lögunum mark- aðsátak í ferðaþjónustu, sérstakar barnabætur og örorkulífeyrir. End- urgreiðsla virðisaukaskatts til ein- staklinga vegna bílaviðgerða varð að lögum. Eigendur ökutækja geta þannig fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan að fullu vegna við- gerða að verðmæti 25 þúsund krón- ur eða meira. Endurgreiðsluheim- ildin nær þó ekki til smáviðgerða, smurþjónustu eða hjólbarðavið- gerða, sem kosta minna. Tíma- bundin úttekt á séreignarsparn- aði er heimiluð og lögum um rík- isábyrgðir og Seðlabanka íslands breytt til að auðvelda viðbótarlán lánastofnana til fyrirtækja. kgk/ Ljósm. úr safni/ Stjórnar- ráðið. Laugar í Sælingsdal. Ljósm. úr safni. Bótakröfu á hendur Dalabyggð vísað frá Vinna er hafin við gerð nýrrar ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akra- nes. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Vesturlands, Akra- neskaupstaðar, Hvalfjarðarsveit- ar og Kjósarhrepps. Það er eitt af áfangastaðaverkefnum Vesturlands og, að sögn Thelmu Harðardóttur hjá Markaðsstofu Vesturlands, er áætlað að leiðin verði opnuð árið 2021. „Ferðaleiðin verður mikil mark- aðsleg búbót fyrir svæðið og verður hönnuð bæði með íslenskan og er- lendan markað í huga. leiðin mun hafa ákveðin þemu og auðvelda ferðamönnum skipulag sitt á leið- inni. Verkefninu er ætlað að byggja upp vörumerki fyrir svæðið sem nýtist ferðaþjónum sem taka þátt í vekefninu einnig sem markaðsefni og til ímyndarsköpunar. Meðfram hönnun leiðarinnar fer fram úttekt og forgangsröðun á uppbyggingu áfanga- og áningarstaða af hálfu sveitarfélaganna,“ segir Thelma. Ferðaþjónar á svæði ferða- leiðarinnar geta allir tekið þátt í verkefninu enda spila þeir stórt hlutverk í hönnun leiðarinnar og ákvarðanatöku. Forkrafa er að þeir séu samstarfsaðilar Mark- aðsstofu Vesturlands. „Þátttaka ferðaþjóna nú á byrjunarstigi verkefnisins er að koma á vinnu- fundi þegar fært verður að halda þá og taka þátt í könnunum og umræðum netleiðis. Við viljum eiga í góðu samstarfi við atvinnu- greinina og ítrekum því mikilvægi þess að fólk skrái sig til leiks nú í upphafi vinnunnar. Við hvetjum því alla ferðaþjóna og unnendur ferðaþjónustu á Akranesi, í Hval- firði og í Kjós að setja sig í sam- band við Markaðsstofu Vestur- lands hafi þeir áhuga á þátttöku í verkefninu.“ Senda má fyrirspurnir á Thelmu hjá Markaðsstofu Vesturlands á: thelma@westiceland.is mm Hönnun nýrrar ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akranes Horft til vesturs eftir Hvalfirði. Ljósm. Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.