Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 17
17 Þeir komu færandi hendi for- svarsmenn lionsklúbbs Akra- ness síðastliðinn föstudag þegar þeir færðu Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili að gjöf fjórar Ipad spjaldtölvur, ásamt heyrnartólum. Það voru þau Kjartan Kjartans- son framkvæmdastjóri og Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkr- unarforstjóri sem veittu gjöfinni viðtöku. Að sögn Benjamíns Jós- efssonar hjá lionsklúbbi Akra- ness ákvað klúbburinn að bregð- ast skjótt við í ljósi þess að heim- sóknabann er í gildi. Tækin eiga að auðvelda að íbúar á Höfða geti haft samskipti í gegnum tölvurnar við vini og venslafólk heima fyrir. Benjamín gat þess einnig að versl- unin Omnis á Akranesi hafi bæði gefið klúbbnum veglegan afslátt af tækjakaupunum en auk þess gaf verslunin hulstur til að hlífa tækj- unum við hnjaski. mm Frá afhendingu Ipad spjaldtölvanna á föstudaginn. F.v. Benjamín Jósefsson, Kjartan Kjartansson, Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir og Ólafur Grétar Ólafsson. Lionsmenn gáfu spjaldtölvur á Höfða Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur SK ES SU H O R N 2 02 0 Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður kennara fyrir skólaárið 2019-2020 Kennarastöður við Auðarskóla Við Auðarskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi og tvær 100% stöður umsjónarkennara á miðstigi fyrir skólaárið 2020-2021. Um er að ræða stöður til framtíðar. Umsjónarkennsla á unglingastigi, meðal kennslugreina eru: · íslenska · samfélagsfræði · tungumálakennsla · val · smíði Umsjónarkennsla á miðstigi, meðal kennslugreina eru: · íslenska · náttúrufræði · samfélagsfræði · tungumálakennsla Umsjónarkennsla á miðstigi, meðal kennslugreina eru: · stærðfræði · upplýsingatækni · samfélagsfræði · náttúrufræði Mikilvægt er að umsækjendur búi að: · færni í samskiptum · frumkvæði í starfi · sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum · góðri íslenskukunnáttu Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til kennslu. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is, með umsókninni þurfa að fylgja ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Umsóknarfrestur er til 17. apríl 2020. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri Auðarskóla sími 694-8615. Þrátt fyrir fjarlægð manna á milli í samkomubanni er ekki frá því að fólk standi enn þéttar saman nú þegar á reynir. Á samfélagsmiðl- um birtust um helgina ýmsar þakk- arfærslur frá íbúum í Búðardal sem höfðu fengið óvæntan glaðning heim að dyrum. Hverjir leynivin- irnir eru skal ósagt látið en vitað er til þess að a.m.k. tveir voru á ferð- inni sem útdeildu heimabökuðu góðgæti. Ása María Hauksdóttir er í hópi þeirra sem fengu óvænt- an glaðning, en hún er sjúkraliði á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búð- ardal. Hún skrifaði þessa fallegu færslu á Facebook síðuna íbúar Dalabyggðar: „Brá í brún er ég leit út um dyrn- ar til að skanna veðrið, blasti ekki við þessi dásemdarsending. Takk þú/þið sem hugsið svona fallega um okkur. Ást og kærleikur umvefji samfélagið hér í Dölum“. sm Smári Jónsson, eða Smári kokk- ur eins og hann er oft kallaður, hélt myndlistarsýningu á netinu á föstudaginn, 3. apríl síðastiliðinn. Smári kemur frá Akranesi en hef- ur undanfarin ár búið í hafnarbæn- um Altea á Spáni ásamt Guðbjörgu Níelsdóttur Hansen, eiginkonu sinni. „Altea er mikill listamanna- bær á Costa Blanca ströndinni og er það ein af ástæðunum fyrir því að við fluttum hingað,“ segir Smári. „Margir íslenskir ferðamenn sem hafa komið til Benidorm og Albir, næsta bæjar við okkur, þekkja Altea enda mæla ferðaskrifstofur með því að fólk skreppi í gamla bæinn í Al- tea sem er einstaklega fallegur og heillandi,“ segir hann. Málandi matreiðslumeistari Smári er matreiðslumeistari til rúm- lega þriggja áratuga og hefur mynd- list verið eitt af hans áhugamálum í gegnum tíðina. „Ég er búinn að dunda mér við að mála í fjölda ára, það er frábært að búa hér með þetta áhugamál,“ segir hann. „Síðastlið- ið haust var óskað eftir því við mig af eigendum mikils listamannabars hér í gamla bænum, að ég myndi setja upp einkamyndlistarsýningu hjá þeim á þessu ári, sem mér þótti mikill heiður af. Ég þáði boðið og stóð til að sýningin yrði opnuð 3. apríl. Af því varð að sjálfsögðu ekki þar sem mjög strangt útgöngubann er hérna núna,“ segir hann. „En í millitíðinni var mér boðið að taka þátt í samsýningu listamanna sem búa hér, fólk af fimm þjóðernum, sem ég þáði,“ bætir hann við. Myndbandsmyndlistar- sýningin Heimþrá Smári hefur málað töluvert mikið undanfarinn vetur, til að eiga nóg til að fylla húsið fyrir sýninguna sem áformuð var. Þegar hún var slegin af ákvað Smári að halda sínu striki og opna myndlistarsýn- ingu með öðru sniði. Hélt hann því myndlistarsýningu á netinu síðast- liðinn föstudag. „Sýningin heit- ir Heimþrá og er nafnið til kom- ið af myndefninu sem er ansi mik- ið frá Skaganum og nágrenni. Ég er líka að leika mér svolítið með birtu, sólsetur, sólarupprás og margt þar á milli,“ bætir hann við. „Ég lít á þetta sem mitt framlag til að lýsa upp daginn fyrir fólk á útgöngu- og samkomubannstímum og vonast til þess að þetta gleðji einhverja,“ seg- ir Smári. Upptöku frá sýningunni Heimþrá, sem haldin var á föstu- daginn, má sjá á Facebook-síðunni Smari Art, persónulegri Facebo- ok-síðu Smára auk YouTube rásar hans. Þar er hægt að sjá sýninguna hvenær sem er. Sýnir á Írskum dögum Skessuhorn ræddi við Smára að sýningu lokinni og segir hann að viðbrögðin við uppátækinu hafi verið hreint út sagt frábær. „Ég er hrærður og þakklátur fyrir öll fall- egu ummælin sem ég er búinn að fá og það var gaman að upplifa hvað fólki þótti þetta skemmtilegt,“ seg- ir Smári og ljóstrar því jafnframt upp að hann muni sýna á Akranesi í sumar. „Ég verð með litla sýn- ingu í gestastofunni hjá Bjarna Þór á írskum dögum núna í sumar, svo framalega sem hátíðin verður ekki slegið af,“ segir hann, en það verð- ur fyrsta sýning hans á íslandi í ára- raðir. „Ég hef ekki haldið sýningu á íslandi í sex eða sjö ár og hlakka mikið til að vera með í allri flór- unni af viðburðum á írskum dög- um í mínum heimabæ,“ segir Smári að endingu. kgk Meðfylgjandi mynd fylgdi færslu hjá Ásu Maríu. Góðverk í Dölum á tímum Covid-19 Hélt myndlistarsýningu á netinu Smári Jónsson, matreiðslumeistari og myndlistarmaður. Ljósm. úr safni. Gamli vitinn á Akranesi. Olía á striga eftir Smára Jónsson. SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1311. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. apríl kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna falla allir niður vegna samkomubanns sem er í gildi til og með 4. maí.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.