Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 11
FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF
Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað
miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann
Dalbraut 1, Akranesi. Afhending í s.l. lok apríl 2020.
Íbúðirnar seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa,
þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir
kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu.
2ja-3ja herbergja íbúðirnar eru frá 93 fm til 96 fm,
möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Sérmerkt
bílastæði. Sérgeymsla í kjallara.
Verð 39,0 millj. (ein íbúð eftir).
3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum
fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara.
Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj.
4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm.
Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara.
Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj.
Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum
HTH.
Innihurðir og flísar frá Parka.
Heimilistæki frá Ormsson.
Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast
beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á
hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunnar
Þingvangur ehf. byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á
góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við
verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi.
Afhending í s.l. lok apríl.
Stillholt 21 – Akranesi – 24 íbúðir af 37 seldar
Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is
Þann 11. mars var undirritaður nýr
stofnanasamningur í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands, milli skóla-
meistara og félagsmanna Kenn-
arasambands íslands. Samningur-
inn er gerður „eftir áralangt þóf,“
eins og segir á vef skólans, en eldri
stofnanasamningur í FVA rann út
sumarið 2013. Á þeim tíma hafa
kennarar við FVA dregist aftur úr í
launum, samanborið við aðra fram-
haldsskóla. Nýr samningur gildir
frá 1. janúar síðastliðnum til árs-
loka 2021. í honum eru lagðar fag-
legar áherslur næstu ára og félags-
mönnum Kí raðað til launa en síð-
an er greitt eftir launatöflu sem
fylgir miðlægum kjarasamningi.
Þó er vert að geta þess að kjaravið-
ræðum framhaldsskólakennara við
ríkið er enn ekki lokið og hafa þær
viðræður staðið í heilt ár.
Grunnhækkun
og eingreiðsla
í nýjum stofnanasamningi FVA
er kveðið á um grunnhækkun fyr-
ir alla auk þess sem samið var um
400 þúsund króna eingreiðslu til
félagsmanna Kí sem starfa við
skólann nú á vorönn og hafa gert
undanfarnar sex annir, í samræmi
við starfshlutfall. Að auki var einni
starfsaldurshækkun bætt við. Fyr-
ir voru hækkanir eftir tvö, níu
og tólf ár en með nýjum samn-
ingi kemur einnig til hækkun eft-
ir fjögur ár. „Ég er mjög ánægð
með þennan fína samning,“ segir
Steinunn Inga Óttarsdóttir, skóla-
meistari FVA, í samtali við Skessu-
horn. „Með þessari grunnhækkun
sem allir fá jöfnum við stöðu okkar
samanborið við aðra skóla, því við
viljum geta boðið sambærileg kjör
og aðrir framhaldsskólar,“ segir
Steinunn. Hún kveðst ánægð með
grunnhækkunina og viðaukann
um eingreiðsluna. „Svo er í þess-
um samningi verið að bæta í ýmis
verkefni, svo sem heilsueflingu,
jafnréttismál og fleira sem er ver-
ið að leggja aðeins meira í en áður
hefur verið,“ segir hún.
Almenn ánægja
með samninginn
Steinunn segir að unnið hafi ver-
ið að gerð nýs stofnanasamnings
frá því í ársbyrjun. „Ég var búin að
vera skólameistari í viku þegar við
settumst við samningaborðið og
síðan var fundað í viku hverri þar
til samningar tókust 11. mars, rétt
áður en samkomubannið skall á,“
segir hún. Kennarar við FVA hafa
samþykkt samninginn og skóla-
meistarinn telur að almenn sátt
ríki um hann innan veggja skól-
ans. „Hann var borinn upp á kenn-
arafundi og samþykktur með öll-
um atkvæðum gegn einu,“ seg-
ir Steinunn. „Það var mjög góð-
ur jarðvegur til þess að ganga frá
þessum samningi og fullkominn
vilji til þess af minni hálfu að gera
góðan samning. Ég vil að starfs-
fólk skólans hafi góð og sanngjörn
laun og að fólk vilji koma og vinna
hjá okkur því við bjóðum góð kjör
í frábærum skóla með flottu náms-
framboði og góðum starfsanda,“
segir Steinunn Inga Óttarsdóttir
að endingu.
kgk
Steinunn Inga Óttarsdóttir, skóla-
meistari FVA. Ljósm. aðsend.
Samið um kjarabætur kennara við FVA
litur
Áform um
stækkun þjóðgarðs
Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu
Snæfellsbær, kynnir hér með áform um stækkun
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.
Áformin eru kynnt í samræmi við málsmeðferð
2. og 3. mgr. 36. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013,
sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði
sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár
séu kynnt sérstaklega.
Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til
og með 10. júní 2020. Athugasemdum má skila á
heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á net-
fangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar,
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu
Umhverfisstofnunar, www.ust.is.
!
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk.