Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 27 Þóra Sif Svansdóttir ólst upp í Borgarnesi þar sem hún einnig býr með fjölskyldu sinni en hún er dótt- ir þeirra Svans og Elfu í Framköll- unarþjónustunni. Þóra er gift fjög- urra barna móðir 17 ára stjúpdóttur og ellefu og fimm ára og tíu mán- aða dætra. Þegar Þóra var í fyrsta skipti að halda barnaafmæli langaði hana að baka glæsilega köku fyr- ir tilefnið og ákvað hún að skreyta kökuna með sykurmassa. Upp frá þessu eignaðist hún nýtt áhuga- mál sem hún hefur stundað síð- ustu ár; að baka og skreyta kök- ur. „Þetta vatt bara upp á sig, ég þurfti alltaf að toppa síðustu köku í hverju barnaafmæli sem ég hélt,“ segir hún og hlær. Fyrstu árin gerði Þóra bara eina glæsilega köku á ári, fyrir afmæli dóttur sinnar. En þeg- ar hún var að koma úr fæðingaror- lofi í annað sinn sá hún auglýsingu frá kökuversluninni Sætum syndum þar sem auglýst var eftir tímabund- inni aðstoð. „Ég ákvað að sækja um og hoppaði þarna inn í stuttan tíma en lærði gífurlega mikið. Upp frá því fór ég að afla mér meiri þekk- ingar í gegnum Youtube og aðrar vefsíður,“ segir Þóra. Aðal atriði að þær bragðist vel í dag er Þóra með þvottahúsið á heimilinu svo gott sem undir- lagt fyrir þetta áhugamál sitt. „Ég er með fullt af alls konar bökun- arvörum þar inni, alveg troðfulla skápa af þessu. Þetta er náttúru- lega frekar brjálæðislegt hobbý hjá manni,“ segir hún og hlær. En til að gera kökurnar sem glæsilegastar þarf ýmis tól. En hvað er það sem henni þykir svona skemmtilegt við baksturinn og kökuskreytingarnar? „Það er skemmtilegast að skreyta en mér þykir líka gaman að gera góðar kökur. Það er alveg aðalat- riðið hjá mér að kökurnar bragð- ist vel, séu djúsí og góðar. Ég hef oft séð fallegar kökur sem eru svo þurrar eins og pappír þegar maður borðar þær og ég vil ekki gera svo- leiðis kökur. En svo þykir mér bara gaman að skreyta þær og gera kök- urnar fallegar, þannig að þær gleðji fólk, bæði með hvernig þær líta út og hvernig þær bragðast,“ svarar hún. Spurð hvort ekki sé erfitt að skreyta blautar og djúsí kökur segir hún það alls ekki vera. „lykillinn er að skreyta þær alltaf frosnar,“ svar- ar hún. „Ferlið fyrir eina köku tekur um þrjú kvöld. Fyrst baka ég kök- una og hendi henni strax í frysti, svo á kvöldi númer tvö bý ég til skraut á kökuna og á þriðja kvöldi tek ég hana úr frysti og skreyti. Þegar kak- an er frosin er ekkert mál að skreyta hana,“ svarar Þóra. Bestar á öðrum degi Þóra var töluvert að skreyta með sykurmassa fyrst þegar hún byrj- aði en í dag segist hún lítið nota hann. „Mér þykir mikið betra og skemmtilegra að skreyta bara með smjörkremi. Smjörkremið heldur svo kökunum alveg fersk- um í nokkra daga ef maður þekur þær alveg. í raun eru góðar kökur sem búið er að þekja í smjörkremi bestar á degi tvö svo ég er yfirleitt með kökurnar klárar tveimur dög- um áður en á að borða þær,“ segir Þóra. Er ekkert erfitt að hafa lagt marga klukkutíma í að gera köku, sem ekki er hægt að segja að sé annað en listaverk, og horfa svo á fólk skera í þær og borða? „Nei alls ekki. Ég er ekki að taka að mér að baka fyrir hvern sem er, geri þetta bara fyrir allra nánasta fólkið mitt og ég er því oft sjálf í veislunum þar sem kakan er borin fram. Fólk þor- ir oft ekki að skera í kökurnar og ég er oftar en ekki beðin um að gera það,“ segir Þóra og hlær. „En ef ég er búin að ná góðri mynd af kök- unni þá græt ég þær ekkert þegar ég sé fólk borða þær.“ Spurð hvort hún eigi sér uppáhalds köku seg- ir hún mjög erfitt að gera upp á milli en í augnablikinu er það fal- leg skírnarkaka sem hún gerði fyrir dóttur sína síðasta sumar. „Það var frönsk súkkulaðikaka með þristab- ingókúlukremi og það er kaka sem maður bakar ekki oft, hún er nefni- lega hættulega góð,“ segir hún og hlær. En hægt er að skoða mynd- ir af kökunum hennar Þóru á Fa- cebook síðunni Þóru kruðerí og á Instagram undir nafninu thorukru- deri. Vill halda kökunum sem áhugamáli Eins og fram hefur komið tekur Þóra ekki að sér kökuskreyting- ar fyrir fólk þó margir hafi leitað til hennar. „Ég þarf alltaf að segja nei því ég hef eins og staðan er bara ekki tíma til að gera meira af þessu,“ segir hún og bætir því við að hún vilji líka helst halda kö- kuskreytingunum sem áhugamáli frekar en vinnu. „Ég er hrædd um að fá leið ef ég hætti að gera þetta á eigin forsendum bara fyr- ir mig og mína nánustu,“ seg- ir hún. „Þegar fólk heyrir í mér bendi ég alltaf á Sætar syndir eða Geirabakarí en þar er hægt að fá flottar og góðar kökur.“ En Þóra er í fullu starfi sem þjónustustjóri hjá fyrirtækinu FranklinCovey á íslandi auk þess sem hún kenn- ir söng í Tónlistarskóla Borgar- fjarðar og er því alveg nóg að gera hjá henni eins og er. En hvað ger- ir þjónustustjóri hjá FranklinCo- vey? „FranklinCovey er alþjóð- legt þekkingarfyrirtæki á sviði þjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða. Við virkjum fram- úrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða um allan heim. lausn- ir FranklinCovey hafa þjónað ár- angri íslenskra vinnustaða um árabil og njóta mikillar virðingar og útbreiðslu í um 150 löndum. Þjónusta FranklinCovey er með- al annars á sviðum leiðtogaþjálf- unar, trausts, þjónustustjórnun- ar, sölustjórnunar og persónu- legrar foyrstu og þekkir fólk oft lausninar okkar einsog „7 venjur til árangurs“, „Innleiðingu stefnu með 4DX“, „5 valkostir aukinn- ar framleiðni“ og „leiðtoginn í mér“ sem unnið er með í leik- og grunnskólum.“ svarar Þóra. arg/ Ljósm. úr einkasafni Var alltaf að reyna að toppa sjálfa sig Rætt við Þóru Sif Svansdóttur, kökuskreytingakonu í Borgarnesi Þóra með fallegri köku sem hún bakaði og skreytti. Falleg skírnarkaka. Öðruvísi nammikaka. Ís að bráðna yfir kökuna. Kiskukaka. Skemmtileg lukkutröllakaka. Brúðarterta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.