Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202022 Pennagrein Pennagrein Traust umgjörð fag- fólks lífið á flestum heimilum landsins er með óvenjulegum brag um þess- ar mundir, raunar á það við um alla heimsbyggðina. Hér á landi eigum við því láni að fagna að umsjón að- gerða til að sporna við stjórnlausri útbreiðslu Covid veirunnar hefur verið í höndum afburða fagfólks og það er vel. Því er ekki að heilsa í öllum samfélögum. Haft er á orði að þessi faraldur sé ein mesta ógn sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir frá stríðslokum, og margir eru uggandi um friðinn. Verjum heimilin Allt er úr skorðum gengið. Þús- undir landsmanna hafa verið settir í sóttkví, hafa smitast og/eða veikst og því miður nokkrir látist. Af þessa völdum hefur gangverk sam- félagsins stöðvast. Þetta ástand snertir hverja fjölskyldu og hvert heimili í landinu. Beinar áhyggj- ur af framvindu veikinnar eru eitt og til viðbótar kemur svo kvíði yfir því hvað við taki, hvernig megi rétta úr kútnum, tryggja fram- færslu, standa skil á fjárhagslegum skuldbindingum. Þótt efnahags- hrunið á síðasta áratug hafi verið af ólíkum toga, þá taka sig upp hjá mörgum erfiðar minningar. Hvað sem á dynur, þá má það ekki ger- ast að nokkur fjölskylda missi hús- næði sitt eða flæmist á brott vegna þeirra aðstæðna sem nú hafa skap- ast. Við í Samfylkingunni erum sérstaklega á varðbergi hvað þetta varðar. Öryggisleysi og óvissa Foreldrar og fjölskyldur á íslandi eru skiljanlega uggandi. Stjórn- völd hafa gripið til fyrstu ráðstaf- ana sem beinast nær eingöngu að bráðaaðgerðum gagnvart atvinnu- lífinu; fyrirtækjum þar sem við- skipti eru nú engin. Einstaklingar og fjölskyldur sem minnst bera úr býtum sitja á hakanum. Þar þurf- um við að búa okkur undir lang- tíma stuðning og víðtæk úrræði. Það var afleitt að ekki var gengið lengra varðandi stuðninginn við barnafjölskyldur í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vilji Samfylk- ingarinnar var skýr, að barnabætur yrðu festar í sessi aftur og gerðar að virkum stuðningi eins og raun- in varð í kjölfar efnahaghruns- ins. Þetta samþykkti ríkisstjórn- in hins vegar ekki, heldur féllst á lága eingreiðslu og það eru mikil vonbrigði. Þau úrræði sem kynnt hafa verið eru ekki næg við þess- ar aðstæður, það þarf meira til og við getum gert betur. Almenning- ur treystir því að stjórnvöld muni ekki bregðast og á Alþingi reynum við í stjórnarandstöðu að standa vaktina. Staða öryrkja Fjölmargir öryrkjar draga fram líf- ið undir fátæktarmörkum og búa við enn erfiðari aðstæður í þessum hremmingum en fyrr. Auk heilsu- brests, þá upplifa margir þrúgandi félagslega einangrun nú þegar um- gengni meðal fólks er takmörkum háð. Þótt rýmri fjárráð leysi ekki allan vanda, þá skapast við það auknir möguleikar til meiri lífs- gæða. Smánarleg eingreiðsla nú um mánaðarmótin er ekki svar við kallinu. Fátækt meðal aldraðra ítrekað hefur verið krafist lágmarks lagfæringa á viðurværi þeirra eldri borgara sem sannanlega lifa undir framfærslumörkum. Félagsmála- ráðherra hefur í nærri þrjú ár lofað umbótum fyrir þennan hóp. Fram er komið frumvarp sem lýtur að því að styrkja framfærslu aldraðra ein- staklinga sem eiga engin eða tak- mörkuð lífeyrisréttindi í almanna- tryggingum. í þeim hópi eru m.a. eldri innflytjendur. Frumvarpið er hins vegar fast í nefnd og enginn áhugi af hálfu ríkisstjórnarinnar að afgreiða málið snarlega út. Þetta þarf að gerast strax og við jafnað- armenn styðjum það með oddi og egg. Viðmót gagnvart námsfólki Námsmenn hafa í mörg ár barist fyrir úrbótum á úreltu og ófull- nægjandi stuðnings- og lánafyrir- komulagi með vísan til uppbyggi- legs stuðnings sem er að finna í ná- grannalöndunum. Nú bætist við þessi vandi þegar skólar loka. Þetta hefur alvarleg áhrif á námsfram- vindu, kosta tafir, aukin útgjöld og sumartekjur alls óvissar. Því er úti- lokað annað en að námslánum yf- irstandandi tímabils verði breytt í styrk og það styðjum við heilshug- ar í Samfylkingunni. Stöndum saman Fjárhagslegt umfang sem stjórn- völd hafa kynnt sem viðspyrnu við heimsfaraldri Covid-19 er vanmet- ið. Sterkar vísbendingar eru um að bæði heimili og fyrirtæki þurfi öflugri stuðning yfir lengra tíma- bil. Við tökumst á við það verk- efni af bjartsýni og einbeitingu. ís- lensk þjóðarbú stendur vel að vígi og þegnar landsins eru dugandi fólk. Um síðir er mest um vert að öll þjóðin, samfélagið allt gangi heilt og þroskaðra frá þessum erf- iðleikum og að við verðum reiðu- búin sem fyrr að ganga vonglöð til móts við bjarta framtíð. Guðjón S Brjánsson. Höf. er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í NV kjördæmi. plánetna jörð hefur aldrei verið smærri. Heimsfaraldurinn sem nú geisar spyr ekki um trúarbrögð, kynþátt, skoðanir eða þjóðfélags- stöðu. Verkefni næstu mánaða um allan heim munu snúa að vinnu við endurreisn efnahags og samfélaga í víðu samhengi. Ég er bjartsýn á að „nýi heimurinn“ muni einkennast af meira umburðarlyndi og minni fordómum. Ég er einnig fullviss um að við munum standa uppi sem betri manneskjur eftir að þessu faraldri líkur. Við höfum verið tilneydd til að halda okkur heima og erum öll farin að þrá nánd, samveru og faðmlag frá okkar nánustu vinum og félögum. Samskipti sem alltaf hafa verið sjálfsögð og óhugsandi að yrði settar hömlur á eða bönn. Við munum vafalaust eftir þessa reynslu eina og sér meta samveru við annað fólk á annan hátt það sem eftir lifir. Reynsla sem mun vonandi minna okkur á að lifa í kærleika og gera okkur að betri og umburðar- lyndari manneskjum. Þær aðstæður sem við verðum nú vitni að fá okkur til að tengja aftur í rætur okkar, hvaðan við komum og hvernig við höfum þróast sem sam- félag og sem þjóð. Okkur skortir ekki trú á verkefnið og vitum að í okkur býr sá kraftur sem þarf til að koma hjólunum aftur af stað. En vonandi hefur gildismatið breyst og minnt okkur á þau lífsgæði sem við búum við sem þjóð. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þær öflugu aðgerð- ir sem okkur hafa verið kynntar til þess að veita ástandinu viðspyrnu og koma fjölskyldum, einstakling- um og fyrirtækjum til varnar og lágmarka neikvæð langtímaáhrif. SAMVINNA er grundvallar- forsenda þess að við getum ris- ið upp aftur sem öflugt samfélag með tækifæri til vaxtar eftir efna- hagslegar hamfarir. Mikilvægt er að við séum öll meðvituð um það til lengri tíma að það endurreisnar tímabil sem framundar er verði að einkennast af SAMVINNU. Tæki- færi okkar sem þjóðar til að vaxa felast í SAMVINNU greina sem standa í fremstu röð, matvælafram- leiðslu, ferðaþjónustu, iðnaði, skap- andi greinum og menntavísindum. Þessar greinar geta ekki án hvor annarra verið og geta með auk- inni SAMVINNU lagt grundvöll að sjálfbærni þjóðarinnar. Sjálfbær þjóð sem er virk í alþjóðlegu sam- starfi og í fremstu röð með útflutn- ing á íslenskri hágæða framleiðslu og þekkingu. Guðveig Lind Eyglóardóttir. Höfundur er oddviti Framsóknar- manna í Borgarbyggð. Þær voru nokkuð roggnar með sig stúlkurnar tvær sem að ljósmyndari Skessuhorns rakst á í Grundarfirði á dögunum. Þá voru þær að nýta byrjunina á páskafríinu í að fegra bæinn með því að tína upp rusl sem kemur undan snjónum. Þær voru á góðri leið með að fylla sinn hvorn pokann þegar fréttaritari smellti af meðfylgjandi mynd áður en þær héldu tiltektinni áfram. tfk Allt er nú breytt Hérna eru þær Ellen Alexandra og Jódís Kristín með pokana sem þær fylltu svo skömmu síðar. Tíndu rusl af götum bæjarins Friður, sátt og sanngirni í samkomubanni sem nú er í gildi eru skiljanlega engar samkom- ur. landsmenn hafa síðustu helg- ar fengið tónleika heim í stofu frá hinum ýmsu listamönnum eins og Helga Björns og Skítamóral, svo einhverjir séu nefndir. Grundar- fjarðarkirkja hefur tekið á það ráð að fara sömu leið og síðasta sunnu- dagsmorgun klukkan ellefu var messa í kirkjunni sem send var út yfir veraldarvefinn. Séra Aðal- steinn Þorvaldsson messaði á með- an organistinn Þorkell Máni Þor- kelsson og söngkonurnar linda María Nielsen og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir voru í öruggri fjar- lægð frá hvort öðru við sálmaflutn- ing. Grundfirðingar gátu þá notið messunnar heima í stofu eða bara hvar sem er og er þetta væntanlega það sem koma skal við helgihald um komandi páskahátíð. tfk Ung grundfirsk stúlka fylgist með séra Aðalsteini á skjánum. Messa heima í stofu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.