Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 20208 Skráningu á van- skilaskrá verði hætt LANDIÐ: „Alþýðusamband íslands og Neytendasamtök- in krefjast þess að Creditinfo- lánstraust hætti tafarlaust skráningum á vanskilaskrá sína vegna greiðsluvanda tengdum Covid19 og skrái engan á van- skilaskrá vegna þessa út árið 2020,“ segir í tilkynningu. Fram kemur í yfirlýsingu samtakanna að efnahagslegar afleiðingar vegna Covid19 verða þungbær- ar og sennilega umfangsmeiri en fyrri efnahagshremming- ar. „Fyrirtæki og einstaklingar munu verða fyrir skakkaföllum, sem munu hafa keðjuverkandi áhrif og hafa afleiðingar inn í nánustu framtíð. Margir lenda í því þessa dagana að tekjur skerðast að miklu eða jafnvel öllu leyti. Óvíst er hvenær fólk fær tækifæri til að afla tekna til að standa undir sínum skuld- bindingum aftur. Skráning á vanskilaskrá hefur mikil íþyngj- andi og langvarandi afleiðingar fyrir þann sem þar lendir. Þann- ig hefur Creditinfo-lánstraust heimild til að halda fólki á van- skilaskrá í fjögur ár eftir að það gerir upp skuldir sínar. Á með- an er einstaklingum gert ókleift að stunda eðlileg viðskipti, svo sem fá greiðslukort, tryggingar eða jafnvel leiguhúsnæði. Það tímabundna áfall sem fólk verð- ur fyrir um þessar mundir má ekki hafa langvarandi afleiðing- ar.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. mars - 3. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 14.081 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 13.843 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 442.815 kg. Mestur afli: Kaldbakur EA: 162.361 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 345.324 kg. Mestur afli: Bárður SH: 112.731 kg í fimm róðrum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 484.793 kg. Mestur afli: Magnús SH: 162.156 kg í sex löndunum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 10.432 kg. Mestur afli: Fjóla GK: 4.528 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Kaldbakur EA - GRU: 162.361 kg. 1. apríl. 2. Sigurborg SH - GRU: 86.960 kg. 29. mars. 3. Farsæll SH - GRU: 72.596 kg. 29. mars. 4. Runólfur SH - GRU: 61.136 kg. 30. mars. 5. Hringur SH - GRU: 58.383 kg. 1. apríl. -kgk Logaði í ljósastaur DALABYGGÐ: Tilkynnt var um eld í ljósastaur við Sunnubraut í Búðardal, til móts við Dvalarheimilið Silfurtún, á þriðjudaginn í síðustu viku. Hafði kviknað í út frá rafmagnskapli. Starfs- menn Rarik í Búðardal fóru á vettvang og aftengdu raf- magnið, að sögn lögreglu. -kgk Árekstur við Baulu BORGARFJ: Minnihátt- ár árekstur varð við Baulu í Stafholtstungum aðfararnótt föstudags. Haft var samband við lögreglu um kl. hálf tólf morguninn eftir og greint frá því að ökumenn ætluðu að ljúka málinu með tjóns- formi en að bílarnir hafi ver- ið skildir eftir. -kgk Öflug bakvarðasveit LANDIÐ: Síðastliðinn fimmtudag höfðu rúmlega eitt þúsund manns skráð sig á lista bakvarðasveitar heil- brigðisþjónustunnar. Á skrá eru einstaklingar úr 13 lög- giltum heilbrigðisstéttum sem hafa boðið fram að- stoð sína. Stéttarfélögin hafa átt frumkvæði og lagt þessu máli lið, m.a. með því að kynna bakvarðasveitina með- al félagsmanna sinna. Nem- ar í læknisfræði og hjúkrun- arfræði geta einnig skráð sig á lista bakvarðasveitarinnar og hafa þónokkrir liðsmenn bæst í bakvarðasveitina úr þeirra röðum. Á fimmtu- daginn var búið að ráða 116 bakverði til starfa á heil- brigðisstofnunum hins opin- bera. Þar af 72 hjúkrunar- fræðinga, 34 sjúkraliða, fjóra lyfjatækna, þrjá lækna, tvo hjúkrunarfræðinema og einn læknanema. -mm Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi hefur verið boðin út að nýju. Auglýst hefur verið eftir til- boðum í verkið á útboðsvef Ríkis- kaupa en m.a. má lesa auglýsingu þar að lútandi í Skessuhorni í síð- ustu viku. Verkið var áður boðið út síðastliðið sumar en lægsta boð sem barst þá var frá ístaki og hljóð- aði upp á 622 milljónir, sem var 35% yfir kostnaðaráætlun Fram- kvæmdasýslu ríkisins. Var því tek- in ákvörðun um að fresta byggingu tímabundið. Verkið hefur nú ver- ið endurskoðað að hluta og því er óskað eftir tilboðum að nýju. Verkið felst í byggingu nýrrar þjóðgarðsmiðstöðvar í Þjóðgarðin- um Snæfellsjökli á Hellissandi, en gestastofan mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins. Búið er að grafa fyrir húsinu, grafa og fylla bílastæði og girða verksvæðið af. Var það gert í sérstöku jarðvinnu- útboði. Sú jarðvinna sem fylgir þeim verkhluta sem nú er boð- inn út felst í því að fylla í sökkla, fylla að húsinu og grafa og endur- fylla lagnaskurði undir og meðfram húsinu. Tilboðsfrestur er til 5. maí næstkomandi. kgk Hinn nýi og glæsilegi netabát- ur, Bárður SH frá Ólafsvík, hefur heldur betur mokfiskað það sem af er vertíðinni. Aflinn frá áramót- um er nú kominn í 1.886 tonn. Þar af var aflinn 1.091 tonn í 30 róðr- um í nýliðnum marsmánuði sem er að öllum líkindum íslandsmet hjá netabáti í einum mánuði. Að sögn pétur péturssonar útgerðarmanns og skipstjóra er þetta búið að vera mikil törn á mannskapnum að und- anförnu og gera þrálátar ótíðir vinnuna síst léttari. í tilefni þessara góðu aflabragða í mars var skipverjum færð kaka að launum í fyrrakvöld. Á myndinni eru; Sæbjörn Ágúst Svavarsson. Guðjón Árnason, Eiríkur Gauts- son, pétur pétursson yngri, loftur Bjarnason, Jóhann Eiríksson, pét- ur pétursson eldri í stólnum, Helgi Már Bjarnason, Kristján Helgason og Höskuldur Árnason. af Nemendur í fimmta bekk Grunn- skóla Snæfellsbæjar glöddu eldri sam- borgara sína á fimmtudagsmorgun. Fylktu þeir liði að dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Jaðri í Ólafsvík og skemmtu íbúum þar með söng. íbú- arnir hlýddu á í gegnum gluggana, en heimsóknir á heimilið eru sem kunnugt er óheimilar sem stendur. „Krakkarnir voru einlægir, stilltu sér upp fyrir utan Jaðar og tóku þrjú lög sem kölluðu fram bros og yljuðu íbú- um um hjartarætur,“ segir um fram- takið á Facebook-síðu Snæfellsbæjar. kgk/ Ljósm. Snæfellsbær. Áhöfnin á dragnótarbátnum Guð- mundi Jenssyni SH var í óða önn síðastliðinn miðvikudagsmorg- un að reyna að ná dragnótinni af tromlunni þar sem skipið lá í höfn- inni í Ólafsvík. Tromlan hafði bil- að á miðunum deginum áður þeg- ar verið var að taka nótina inn. Ill- ugi Jónasson skipstjóri segir að tromlan hafi bilað þegar þeir voru að draga í leiðindaveðri; stífri vest- anátt og fimm metra ölduhæð, og því hafi verið tekið á það ráð að halda í fyrstu nær landi og í slétt- ari sjó til þess að freista þess að ná henni inn fyrir. „Við náðum í stert- inn á nótinni og náðum henni svo loks óskemmdri inn í bátinn,“ sagði Illugi. Aflinn eftir þennan róður var tíu tonn. af Skipverjar á Bárði settu Íslandsmet í veiðum í mars Frá upphafi jarðvegsframkvæmda á lóð þjóðgarðsmiðstöðvarinnar í apríl á síðasta ári. Ljósm. Snæfellsbær. Boðið út að nýju Tromlan bilaði í haugasjó Sungu fyrir samborgarana

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.