Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 15 Vildi vinna með fólki Jónína Ólafsdóttir er fædd á Eg- ilsstöðum og bjó fyrstu fimm árin á Borgarfirði eystri þar sem fað- ir hennar var skólastjóri. Þá flutti fjölskyldan að laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem föð- urfjölskylda Jónínu átti heima. Síð- an flutti fjölskyldan svo yfir í ljósa- vatnsskarð, nánar tiltekið að Stóru- Tjarnaskóla þar sem faðir Jónínu hefur starfað sem skólastjóri síð- ustu 26 ár og móðir hennar sem leikskólakennari. En hvenær ákvað Jónína að hún vildi verða prestur? „Ætli ég hefi ekki farið að huga að því strax um 12 ára aldur. Ég ólst ekki upp við að vera alltaf í sunnu- dagaskólanum og það er ekki mik- ið um presta í fjölskyldunni minni. Ég var ekki alveg viss hvað ég vildi verða en þegar ég kláraði mennta- skóla langaði mig í guðfræði en vildi samt ekki fara beint í það nám því mér fannst það svolítið starf fyrir gamla karla á þeim árum. Ég byrjaði því á að fara í íslensku og lauk BA námi í íslensku árið 2008 og eignaðist þá pétur, son minn. Ég fór svo í guðfræði og lauk BA námi 2011 og þá fæddist Þórdís, dóttir mín. Svo hélt ég áfram í Mag-the- ol. nám í guðfræði,“ segir Jónína. Þegar hún var unglingur fór að kvikna áhugi hennar fyrir guð- fræðináminu en fyrst og fremst hafði hún áhuga á að vinna með fólki. „Guðfræði sameinar eigin- lega allt það sem mig langaði að gera; skrifa, syngja, hjálpa og bara vera með fólki í öllum aðstæðum, bæði gleði og sorg. Svo sá ég fljót- lega að starf presta er mjög fjöl- breytt og skemmtilegt. Það eru allt- af að koma ný verkefni og maður er alltaf að hitta og kynnast nýju fólki. prestar fá að kynnast svo mörgum og það á mjög vel við mig,“ segir Jónína. Vera frjó og finna nýjar leiðir Jónína vígðist til Dalvíkurpresta- kalls í ágúst á síðasta ári þar sem hún vann sem sóknarprestur í afleysing- um þar til 31. mars síðastliðinn, rétt áður en hún tók til starfa í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Aðspurð segist hún ekki vera flutt í presta- kallið en stefni að því. „Ég bý enn í Reykjavík með manninum mínum, Eggerti Þórarinssyni og börnunum okkar. En maðurinn minn starfar sem aðstoðarframkvæmdastjóri á fjármálastöðuleikasviði hjá Seðla- bankanum. Við erum að skoða að flytja en það er ekki beint heppi- legur tími til þess núna í ljósi að- stæðna,“ segir Jónína. En hvern- ig er að taka til starfa sem prestur í því ástandi sem nú ríkir í samfé- laginu? „Mjög sérstakt. Það er svo- lítið erfitt að geta ekki hitt fólk al- mennilega og tekið í hendurnar á því, en við lærum kannski eitthvað nýtt í staðinn. Við æfum okkur í að kynnast á annan hátt og ég er viss um að það kemur líka eitthvað já- kvætt út úr þessu öllu saman þótt þetta reyni á og sé erfitt. Þessar að- stæður krefjast þess að maður sé líka svolítið frjór í hugsun í starf- inu og finni nýjar leiðir til að sinna starfinu. Þetta er krefjandi en það er ýmislegt sem hægt er að gera, eins og að senda út guðsþjónustur eða helgihald á Facebook eða You- tube. Ég ætla til að mynd að nýta mér það og kynna mig fyrir íbúum á Höfða í næstu viku. Þá stefni ég á að fara í Akraneskirkju og senda út á Youtube rás sem íbúarnir geta horft á í gegnum sjónvörpin sín,“ segir Jónína og bætir við að á föstu- daginn langa ætli hún að lesa pass- íusálma í Saurbæjarkirkju og senda út á Facebook síðu Garða- og Saur- bæjarprestakalls. „Við reynum bara að nýta það sem við getum til að ná til fólksins,“ segir hún jákvæð. „Ég er líka bara á fullu núna að átta mig á aðstæðunum í prestakallinu og hversu stórt það er. Við erum til að mynda með þrjár kirkjur í sveit- inni og þar sem ég kem sjálf úr sveit er ég mjög spennt að kynnast líka fólkinu þar. Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með að tengjast bændum og bara landsbyggðarfólki almennt. Ég er mjög lítil Reykjavíkurdama í mér,“ segir hún og hlær. Framhaldsmenntun í sálgæslustörfum Eins og Þráinn tók fram mun Jón- ína sjá að mestu um starf með eldri borgurum í prestakallinu. „Ég ætla að reyna að vera öflug í því. Ég ætla að halda áfram að hafa opið hús fyr- ir eldri borgara á miðvikudögum eins og verið hefur og reyna bara að efla þátttökuna þar, sem reynd- ar hefur víst verið góð. Svo ætla ég að vera í góðu samstarfi við fólkið sjálft og heyra hvað það er sem það vill. Ég stefni á að byrja á að kynn- ast fólkinu og þá geri ég ráð fyrir að þetta vindi uppá sig og boltinn fari að rúlla og hlakka ég mikið til þess,“ segir Jónína og bætir við samstarf kirkjunnar við Höfða hafi lengi ver- ið undirbúið og þau þrjú munu öll koma að því starfi. „Ég ætla að vera dugleg að fara upp á Höfða og hitta fólkið. Við stefnum á að hafa þar kyrrðarstund einu sinni í viku og þá ætlum við vonandi að taka svona stofugang og spjalla við hvern og einn, smá svona sálgæsluþjónusta,“ segir Jónína en hún er með fram- haldsmenntun í sálgæslufræðum. „Það eru margir sem nýta sér sál- gæsluþjónustu presta og það er ekki ólíklegt að sú þörf aukist þegar við skríðum frá þessari blessuðu veiru. Slík þjónusta er öllum að kostnað- arlausu að sjálfsögðu,“ segir Jón- ína og hvetur alla sem vilja að hafa samband við sig í gegnum netfangið jonina@akraneskirkja.is eða í síma 867-0970 ef þeir þurfi einhvern að tala við. „Það er alltaf hægt að hafa samband við mig og við getum þá undir venjulegum kringumstæðum hist á skrifstofu minni í Safnaðar- heimilinu Vinaminni og talað sam- an, en eins og staðan er núna get- um við spjallað í símann. Ég hvet bara fólk til að hafa samband og við finnum út hvernig sé best fyrir mig að aðstoða í ljósi aðstæðna núna,“ segir Jónína. Spurð um sína helstu styrkleika í starfi prests svarar Jónína því að hún sé mikil félagsvera. „Ég á al- mennt mjög auðvelt með að kynn- ast fólki. Sem félagsvera eru þess- ir tímar til dæmis ekkert svo auð- veldir fyrir mig,“ segir hún og hlær. „Annars hef ég mikla unun af öllum þáttum prestsstarfsins og er þakklát fyrir að hafa valið mér það að ævi- starfi. Það er þetta með fjölbreytn- ina í starfinu sem ég sé alltaf betur og betur hvað á vel við mig. Það að ganga með fólki í gegnum stærstu stundir lífs þess eru forréttindi og því fylgja gjarnan mjög falleg og náin tengsl. Ég er þakklát fyrir að fá að takast á við slík verkefni í starfi mínu. Ég er full tilhlökkun- ar að hefja hefðbundið helgihald og safnaðarstarf í hinu nýsamein- aða Garða- og Saurbæjarprestakalli og bíð spennt eftir að fá að kynn- ast öllum okkar góðu sóknarbörn- um, fá að vinna með Þóru og Þráni, organistunum og öllu hinu frábæra fólkinu sem starfar í prestakallinu.“ arg Jónína þegar hún var vígðist til Dalvíkurprestakalls í ágúst á síðasta ári. Ljósm. Kirkjan.is Þóra Björg Sigurðardóttir er önnur af tveimur nýjum prestum í Garða- og Saur- bæjarprestakalli. Ljósm. úr einkasafni Þóra Björg og Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson á brúðkaupsdaginn. Ljósm. úr einkasafni Jónína Ólafsdóttir með fjölskyldunni sinni, Eggerti Þórarinssyni eiginmanni sínum og Pétri og Þórdísi börnunum þeirra. Ljósm. úr einkasafni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.