Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 9 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is S K E S S U H O R N 2 02 0 Helgihald um páskana Föstudagurinn langi – 10. apríl Hallgrímskirkja í Saurbæ Kirkjan er opin frá kl. 13-14. Sr. Jónína Ólafsdóttir verður á staðnum og les nokkra Passíusálma. Páskadagur – 12. apríl Helgistund verður send út á youtube og Facebook síðu Akraneskirkju. Einnig er hægt að fylgjast með á heimasíðu Akraneskirkju. Viltu samtal við prest? Sálgæsluþjónusta kirkjunnar er án endurgjalds. Hægt er að hafa samband við presta prestakallsins. sr. Þráinn Haraldsson s. 866-0112 thrainn@akraneskirkja.is sr. Jónína Ólafsdóttir s. 867-0970 jonina@akraneskirkja.is sr. Þóra Björg Sigurðardóttir s. 847-8633 thora@akraneskirkja.is Rekstrarniðurstaða Hvalfjarðar- sveitar á síðasta ári var jákvæð um 906,6 milljónir króna. Ársreikn- ingur sveitarfélagsins fyrir árið 2019 var samþykktur á fundi sveit- arstjórnar 24. mars síðastliðinn. Rekstrartekjur A og B hluta námu 1.055,9 milljónum króna á síðasta ári, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.047,9 milljónum. Rekstrar- gjöld voru 856,6 milljónir. Veltufé frá rekstri var 89,93% og veltufjár- hlutfallið 9,3%. Heildareignir sveitarfélagsins námu rúmum 3,3 milljörðum í árs- lok 2019 og heildarskuldir 182,7 milljónum króna. Þar af voru lang- tímaskuldir 60,1 milljón en þær voru greiddar niður um rúmar 50 milljónir á síðasta ári, að því er fram kemur á vef Hvalfjarðarsveitar. Eigið fé sveitarfélagsins nam 3.127,4 milljónum króna sam- kvæmt efnahagsreikningi og eig- infjárhlutfall var 94%. „Árið 2019 var harla óvenjulegt í tekjustreymi sveitarfélagsins þar sem um 624 mkr. nettótekjur vegna uppgjörs á dómsmáli við Jöfnunarsjóð sveitar- félaga var tekjufærður undir liðnum „óreglulegar tekjur“ í ársreikningi. í ljósi þessa verða ýmsar lykiltölur árið 2019 ekki samanburðarhæfar við fyrri ár né til framtíðar,“ segir linda Björk páldóttir sveitarstjóri á vef Hvalfjarðarsveitar. Skuldavið- miðið, sem var 13,8% árið 2018, verður því jákvætt um 19,03% árið 2019 þar sem veltufé er miklu hærra en skuldir vegna óvenjulegr- ar rekstrarniðurstöðu. Rekstrar- jöfnuður síðustu þriggja ára hækk- ar um 900 milljónir króna. „ítrekað er að þessar breytingar helgast fyrst og fremst af áðurnefndum tekjum vegna dómsmáls við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga,“ segir linda Björk. kgk Óvenjulegt tekjustreymi Hvalfjarðarsveitar á síðasta ári Árið ekki samanburðarhæft vegna dómsmáls við Jöfnunarsjóð Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Gleðilega páska Opið um páskana e ins og venjulega. Sama góða þjónust an eins og alla hina dagana. Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn la ngi, 12-13, vakt lyfja fræðings. Laugardagur 11. apríl, 10-14. Páskadagur, 12-1 3, vakt lyfjafræðings . Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræð ings.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.