Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 13 Fyrir rúmri viku var auglýst eftir fólki í bakvarðarsveit fyrir Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akra- nesi. „Okkar starfsemi eru þann- ig að það er ekki hægt að minnka eða hætta þjónustu og við þurfum að hafa starfsfólk til taks allan sól- arhringinn, alla daga. Við óskuð- um því eftir aðstoð frá einstakling- um sem væru til í að stökkva til og vinna í stuttan tíma og hjálpa okk- ur ef á þarf að halda,“ segir Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrun- arforstjóri í samtali við Skessuhorn. „Það er skemmst frá því að segja að við höfum fengið gífurlega góð við- brögð við auglýsingunni og skráð- ir í bakvarðasveit voru síðastliðinn föstudag orðnir 44.“ Bakverðir Höfða búa yfir fjöl- breyttri reynslu. Ólína Ingibjörg nefnir sem dæmi hárgreiðslumeist- ara, matreiðslufólk, kjötiðnaðar- mann, listamann, sjúkraliða, skrif- stofufólk og almennt starfsfólk ýmist með reynslu í umönnun eða ekki. „Þá eru komnir á skrá hjúkr- unarfræðingar, þroskaþjálfi, félags- fræðingar, dýralæknanemi, kenn- arar, framhaldsskólanemar, kvik- myndagerðarmaður og starfsmað- ur úr vegavinnu. Þetta er fjölbreytt flóra velviljaðra einstaklinga. Við getum næstum stofnað bara nýtt samfélag hér innan dyra. Eins hef- ur fyrrum starfsfólk hringt og boð- ið fram aðstoð sína og kunnum við því bestu þakkir fyrir. Það er gott að hugsa til þess að ef á bjátar þá erum við ekki bjargarlaus.“ Ólína Ingibjörg segir að fallegasta um- sóknin hafi þó verið frá 14 ára nem- anda í Grundaskóla sem sendi póst og sagðist vera vön að þrífa og taka til heima og gæti alveg gert það á Höfða, ef við vildum.“ Ólína Ingibjörg segir að innan- húss á Höfða hafi verið hert veru- lega á öllum reglum og starfið endurskipulagt miðað við regl- ur samkomubanns. „Eðli starfa á heimilinu er þó þannig að við getum ekki útilokað nánd. Áfram munum við halda fast í reglur um smitvarnir og þær varúðarráðstafanir sem við höfum gert og erum sannfærð um að þær skila okkur árangri. Starfs- fólk er meðvitað um mikilvægi sitt og af mikilli fórnfýsi þá gæta allir sín afskaplega vel í frítíma sínum og hitta nær eingöngu þá aðila sem búa með þeim heima.“ mm Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkr- unarforstjóri. Fjölmargir til taks í bakvarðasveit Höfða Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili. greiddar atvinnuleysisbætur í ár. „Verkefnið okkar er að koma at- vinnulífinu hratt af stað eftir tíma- bundna niðursveiflu. í hruninu 2008 varð niðursveiflan mikil en nú er sveiflan skarpari. Nú erum við hins vegar með innviði klára þeg- ar ferðavilji útlendinga fer í gang að nýju. Okkar einstaka náttúra hefur heldur ekki farið neitt. Hún bíður bara eftir að fólk komi aftur til að upplifa hana og njóta. Að því leyti stöndum við íslendingar vel.“ Áskoranir í félagsþjónustu Talið berst nú að öðrum og ekki síð- ur viðkvæmum málaflokki félags- og barnamálaráðherra. „Þetta eru ofboðslega skrítnir tímar og í raun erum við í áfallastjórnun sem tek- ur breytingum á degi hverjum. Við vitum aldrei hvað gerist á morgun. Kannski kemur upp smit á heim- ili fatlaðra, eða á sjúkrastofnun, við vitum ekki hvar eldar geta kviknað næsta dag. Við erum í góðu sam- starfi við sveitarfélögin í landinu varðandi félagsþjónustuna og bakv- arðasveit félagsþjónustunnar er send landshluta á milli til að manna þá pósta sem þarf. Nægir að nefna fjöldasóttkví á Húsavík, Hvamms- tanga og Vestmannaeyjum sem dæmi um staði sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar. Umræðan um félagsþjónustuna sem fellur und- ir ráðuneyti mitt hefur hins vegar verið minni. Það er svo margt við- kvæmt í þeim málaflokki; umönnun við fatlaða, sjúka, aldraða, heimilis- lausa og svo framvegis. Fólkið sem stendur í stafni félagsþjónustunnar í sveitarfélögunum á miklar þakk- ir skyldar hvernig það hefur tekið á málum. Nú reynir sem aldrei fyrr á þetta fólk í daglegum störfum og áskorunum,“ segir Ásmundur. Hiki ekki við að hringja í 1717 Mikið hefur reynt á Hjálparsíma Rauða krossins frá því veiran tók að breiðast út og eftir að samkomu- bann var sett á. „Ráðuneytið hef- ur komið með aukinn stuðning inn í það mikilvæga starf sem Rauði krossinn er að sinna. Þegar eitthvað bjátar á hjá fólki hvetjum við alla til að hringja í hjálparsímann 1717. Þeir sem svara þar verða sjálfkrafa tengiliðir. Ef þeir leysa ekki sjálfir úr úrlausnarefninu vísa þeir mál- um áfram, ýmist til félagsþjónustu í sveitarfélögum, starfsfólks ráðu- neytisins, til heilbrigðisstarfsfólks eða sálfræðinga, eftir því sem við á. Reynt er að hjálpa fólki að leysa úr þeim vandamálum sem upp koma.“ Vakandi gagnvart velferð barna Þá nefnir Ásmundur að tilkynning- um vegna barnaverndarmála hefur fækkað. „Við erum hins vegar með- vituð um þá hættu sem þetta ástand hefur í för með sér fyrir börn. Það er raunveruleg hætta á að aðstæður þeirra breytist nú þegar röskun er á hefðbundu skóla- og félagsstarfi. Skólakerfið er ekki í sömu virkni og þá eru börn í aukinni hættu á heim- ilum þar sem til dæmis áfengis- neysla eykst. Sömuleiðis vex hætt- an á ofbeldi. Við þessar aðstæð- ur er mikilvægt að samfélagið allt sé meðvitað um umhverfi sitt, því við erum öll barnavernd. Ef við vit- um, eða okkur grunar, um slæmar aðstæður barns, þá eigum við skil- yrðislaust að vera félagslega þenkj- andi og láta vita í 112. Uppbygging varnarkerfisins byggir á að samfé- lagið allt sé í fullri virkni. Því biðl- um við til allra að hafa eyru og augu opin. Ekki sleppa því að láta vita ef grunur um eitthvað athugavert kviknar.“ Kvíði eykst Þá bendir Ásmundur Einar jafn- framt á að margir glíma við and- lega eða líkamlega erfiðleika. Kvíði og annað eykst í óvissuástandi eins og nú ríkir. Ef vanlíðan eykst bend- ir hann fólki á að hika ekki við að hringja í 1717 og leita sér aðstoð- ar. Þangað eiga allir að geta leitað. „Ekkert mál er of lítið eða of létt- vægt til að því verði ekki sinnt. Við erum að reyna það sem við get- um og viljum að fólk leiti sér að- stoðar frekar en að vera eitt með sjálfu sér.“ Hann bætir við að nú sé unnið að aðgerðum til að greiða úr vanda heimilislausra. „Við þessar aðstæður eiga heimilislausir til að mynda miklu erfiðara með að kom- ast í húsaskjól. Enginn á að vera á götunni. Vonandi náum við varan- legri breytingu og nú er unnið að því í ráðuneytinu að leysa mál þessa hóps. Þegar hefðbundna stoðkerfið lamast vegna faraldurs af þessu tagi lamast allt. Þá reynir á okkur að gæta sérstaklega að þeim þegnum sem höllustum fæti standa,“ segir ráðherra að endingu. mm Gæðastund úti með heimilishundinum. Innritun er hafin fyrir haustönn 2020 Nánari upplýsingar veita: Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans www.menntaborg.is, á menntaborg@menntaborg.is og í síma 433-7700 Stúdentsprófsbrautir: Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Náttúrufræðibraut – búfræðisvið, í samstarfi við Lbhí Íþróttabraut (félagsfræða- eða náttúrufræðisvið) Opin Braut Annað nám: Framhaldsskólabraut Starfsbraut Viðbótarnám til stúdentsprófs Nemendagarðar Skólinn rekur nemendagarða þar sem pláss er fyrir 8 nemendur Fjarnám Mögulegt er að stunda fjarnám við Menntaskóla Borgarfjarðar Leiðsagnarmat – engin hefðbundin lokapróf Verkefnamiðað nám

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.