Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 21 – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 7 0 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Kraftur og Krabbameinsfélag Borgarfjarðar hafa hrundið af stað verkefninu „lykkja fyrir lykkju“ og hvetja félögin alla sem sokki geta valdið til að taka þátt í verk- efninu. „Við fórum af stað með þetta verkefni í tilefni af 50 ára af- mæli Krabbameinsfélags Borgar- fjarðar og við erum viss um að þetta muni takast vel til. Það er fullt af fólki sem kann að prjóna og hvað er betra í þessu ástandi sem er í þjóð- félaginu í dag þar sem samkomu- bann ríkir en að taka upp prjón- ana og prjóna til góðs,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Borgarfjarðar. „Uppskriftin ætti að vera á flestra færi. Þessir sokkar líkjast helst gömlu góðu sjónvarpssokk- unum þar sem hólkur er prjónaður hælalaus og þarf því ekki að kunna flóknar gerðir af mismunandi hæl- um,“ segir Anna. Fólk skráir sig einfaldlega til leiks með því að skrá sig hér, senda póst á krabbameins- felagborgarfjardar@gmail.com eða hringja í síma 865 3899 og fær þá nánari upplýsingar hvernig hægt er að nálgast garn, uppskriftir og hvar skuli skila inn tilbúnum sokkum. Verkefnið mun standa út afmælis- árið 2020 þannig að það er næg- ur tími til stefnu. ístex hefur gefið garnið Spuna til þessa verkefnis, það eru því ekki eingöngu hlýir sokkar heldur eru þeir líka mjúkir fyrir þá sem þola ekki ull. Fram- köllunarþjónustan í Borgarnesi er sérstakur stuðningsaðili við fram- gang verkefnisins. Sokkarnir eru að sjálfsögðu í Kraftslitunum og fara í gjafapoka sem Kraftur gefur öllum þeim sem greinast með krabbamein á aldr- inum 18-40 ára en 70 ungir ein- staklingar greinast á ári hverju á þeim aldri. Gjafapokann fær fólk afhentan á krabbameinsdeildun- um þegar það mætir í meðferð eða í fræðsluviðtal til hjúkrunarfræð- ings. í pokanum eru fleiri gagn- legar gjafir frá Krafti eins og bækl- ingar með ýmsum gagnlegum upp- lýsingum, bókin lífsKraftur-Fokk ég er með krabbamein, tannbursti og armband. Nýjungin í gjafapok- anum eru svo þessir fallegu sokkar sem munu svo sannarlega koma að góðum notum og ylja fólk um tær og hjarta. -fréttatilkynning Prjóna til góðs lykkju fyrir lykkju að hafa lausnarsteininn góða á sér alla meðgönguna. Allt gekk að ósk- um og hún ól heilbrigt barn sem nú er komið yfir fermingaraldur.“ Hafði sinn eigin lausnarstein Þá rifjar Svava upp að Guðbjörg ljósmóðir á Jörva hafi tekið á móti börnum í sveitinni allt fram til sjö- tugs. Sjálf átti hún sinn eigin lausn- arstein. „Hún Guðbjörg hafði lausnarsteininn sinn með sér í ljós- móðurtöskunni. Hún var afar far- sæl í starfi sínu í a.m.k. 54 ár og sagði mér að hún hefði aldrei misst barn, sem hefði fæðst lifandi, í öll þessi ár. En stundum hefði munað mjóu með þau sem voru fyrirburar. Síðasta barnið sem hún tók á móti var hann Mummi minn árið 1971. Þegar ég svo átti tvö yngstu börn- in mín fór ég á spítalann í Hólm- inum og hafði þá lausnarsteininn frá henni ömmu minni með í bæði skiptin,“ segir Svava. Sami steinninn Tómas Freyr Kristjánsson í Grund- arfirði er bróðursonur Svövu. Hann og Guðrún Jóna eiginkona hans eignuðust sitt þriðja barn síð- astliðið haust og var lausnarsteinn- inn úr fjölskyldunni með í för. Gef- um Tomma orðið: „Fæðingin hjá okkur gekk mjög hratt og drengur- inn skaust í heiminn á ógnarhraða. ljósmóðirin var nýbúin að segja við okkur að nú væru ekki nema svona 30-40 mínútur eftir því að stutt væri í hann. Hún var varla búin að sleppa orðinu þegar sá stutti skaust út og í fangið á okkur. ljósmóðirin var gapandi hissa og sagði að þetta væri nú ekki algengt. Hún sagð- ist muna eftir einu öðru svona til- felli á sínum ferli þegar hún tók á móti barni á ísafirði fyrir nokkrum árum,“ segir Tommi. „Við spáð- um svo ekkert meira í þetta fyrr en nokkrum vikum seinna þegar við vorum að segja frænku minni, sem er hjúkrunarfræðingur og hafði áhuga á fæðingarsögunni, frá því að hann hefði komið svona hratt í heiminn. Hún sagði þá að yngri strákurinn hennar hafi líka kom- ið svona með hvelli fyrir nokkrum árum þegar hann fæddist á ísafirði. Ég fer þá að spyrja hvort að ljós- móðirin hafi mögulega heitið Ást- hildur Gestsdóttir og hún kann- aðist við það. Það kom því á dag- inn að þessi fæðing á ísafirði, sem ljósmóðirin vitnaði í við okkur, var þegar frændi minn litli kom í heim- inn og þar var sami lausnasteinninn einnig undir koddanum.“ Skellt í buxnastrenginn Aðra sögu rifjar Svava upp af stein- inum góða. „Ein systurdóttir mín á dreng sem nú er á leikskólaaldri. Þegar hún átti að fæða varð að taka barnið með bráðakeisaraskurði og allt var sett á fullt. Maðurinn henn- ar þurfti að fara í hlífðarflíkur til að vera viðstaddur og brá á það ráð að setja lausnarsteininn í buxnastreng- inn hjá sér. Allt gekk mjög vel og læknirinn talaði um að það hefði óvenjulega lítið blætt.“ Magnaðri en samskonar steinar Svövu finnst afar vænt um þennan lausnarstein. „Amma mín dó þegar ég var á öðru ári, svo ég man hana ekki, en hún var afskaplega trúuð kona og talaði við „Drottinn sinn“ eins og sinn besta vin og setti allt sitt traust á hann. Hún hefur örugg- lega oft blessað þennan stein. Hún geymdi hann alltaf undir koddanum sínum, las bænirnar sínar á kvöldin og signdi sig á morgnana. Þannig að fyrir mér er hann mun magnaðri og merkilegri en samskonar steinar, ef ég fyndi t.d. annan í fjöru. Von- andi verður hann sem lengst not- aður áfram í fjölskyldunni,“ segir Svava og pakkar honum varfærnis- lega inn í ullarpjötlu og kemur hon- um fyrir í skríninu góða. Þar verður hann tilbúinn fyrir næstu fæðingu í stórfjölskyldunni. mm Trén sem lausnarsteinarnir koma af nefnast Manchineel tree og vaxa út við strendur á suðlægum slóðum. Ávextir trjánna eru eitraðir fyrst eftir að þeir falla af trjánum. Margrét S Hannesdóttir flutti ung frá Geirastöðum í A-Hún, varð fyrst húskona í Haukatungu, en bjó svo í Kolviðarnesi en að síðustu í Dalsmynni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.