Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 202024 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Stykkishólmsbær, í samvinnu við Félag íslenskra langslagsarkitekta, vinnur nú að því að forma hönnun- arsamkeppni um útsýnispall í Súg- andisey. Bæjarfélagið fékk styrk að verðmæti 3,8 milljónir úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða til að halda hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnispalls- ins. „Þetta er spennandi verkefni sem mun bæði auka upplifun ferða- manna og bæta öryggi þeirra á þess- um vinsæla viðkomustað í Stykkis- hólmi sem Súgandisey er, auk þess sem framkvæmdin mun verja nátt- úru svæðisins fyrir ágangi og auka ánægju gesta,“ segir Jakob Björg- vin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykk- ishólmi, í samtali við Skessuhorn. pallurinn verður staðsettur á tanga eyjarinnar, sem vísar til norðaust- urs með útsýni yfir Breiðafjörðinn og eyjaklasana þar, í átt að Klofn- ingi og Fellsströnd. „Göngustíg- urinn eins og hann er núna ligg- ur framhjá þessum tanga og sést greinilega slóði út á þessa kletta- brún þar sem þverhnípt er niður í stórgrýtta fjöruna, en út á tang- ann er vinsælt meðal gesta að ganga til að taka af sér myndir með þetta stórbrotna útsýni í bakgrunn,“ seg- ir bæjarstjórinn. Verkefnið er nokkuð stórt í snið- um. Fyrsti áfangi þess felst í því sem nú er unnið að, það er að segja hugmyndasamkeppni um hönnun og skipulag útsýnispallsins. Um þessar mundir vinna stjórnendur Stykkishólmsbæjar að mótun þeirr- ar samkeppni í samstarfi við FílA, sem fyrr segir. Að sögn bæjarstjór- ans er þetta ekki ósvipuð leið og Bolungarvíkurbær fór varðandi út- sýnispall í Bolafjalli. „Þeir fengu fyrst hönnunarstyrk og fengu svo styrk til að hrinda vinningstillög- unni í framkvæmd,“ segir Jakob. „Þegar við hjá Stykkishólmsbæ verðum búin að forma samkeppn- ina um útsýnispallinn í Súgand- isey í samstarfi við FílA, þá getur keppnin hafist. Að keppni lokinni kemur í ljós hvernig pall við sjáum fram á að byggja. Þegar það liggur fyrir munum við sækja um styrk til framkvæmdarinnar í Framkvæmda- sjóð ferðamannastaða til að byggja pallinn,“ segir Jakob Björgvin Jak- obsson að endingu. kgk lífið heldur áfram, með nokkrum útúrsnúningum þó, í þessu undar- lega ástandi sem nú ríkir á tímum Covid-19 og öllu sem þeim faraldri fylgir. Eyjabændur fóru um þarsíð- ustu helgi í báta sína frá Stykkis- hólmi, sigldu út í Breiðafjarðareyj- ar og sóttu fé sitt, svokallað aflands- fé. Féð var fært til rúnings og kom- ið á hús áður en sauðburður fer í hönd, en vorboðinn sá er handan við hornið hvað sem öllu öðru líður hérna undir sólinni. kgk/ Ljósm. sá. Mennta- og menningarmála- ráðherra, ásamt skólameisturum starfsmenntaskóla og umsýsluað- ilum sveinsprófa, hafa tekið sam- an höndum til að finna leiðir svo tryggja megi náms- og próflok hjá þeim sem nú stefna að sveinspróf- um, þrátt fyrir tímabundnar lokan- ir skólabygginga og margra vinnu- staða. Sveinspróf verða að þessu sinni haldin 3-5 vikum eftir annarlok og eigi síðar en 15. september. All- ir nemendur, sem hyggjast fara í sveinspróf í vor, eru því hvattir til að sækja um hjá umsýsluaðilum sveinsprófa; Iðunni eða Rafmennt. „Eftir nokkrar vikur hefjum við viðspyrnu eftir þrengingar í samfé- laginu og þá verður enn ríkari þörf fyrir nýútskrifaða í öllum iðngrein- um. Nemendur eru beðnir að fylgj- ast vel með þróun mála á heima- síðu skólans síns og umsýsluaðila sveinsprófa. Fundnar verða lausnir við áskorunum hverrar iðngreinar og sveinsprófstakar upplýstir um þær eins fljótt og verða má,“ segir í tilkynningu frá ráðuneyti mennta- mála. mm Sveinspróf verða haldin Súgandisey. Til stendur að reisa útsýnispallinn á þeim tanga eyjunnar sem er hér fyrir miðri mynd með útsýni yfir Breiðafjörðinn og eyjaklasana þar, í átt að Klofningi og Fellsströnd. Ljósm. sá. Áformað að reisa útsýnispall í Súgandisey Verið að móta hugmyndasamkeppni um verkefnið Hér hafa nokkrar skjátur gert tilraun til að komast undan. Eyjabændur sóttu aflandsfé Aflandsfénu smalað í land þar sem því var síðan komið í skjól. Eiríkur Helgason færir fé til lands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.