Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 07.04.2020, Blaðsíða 5
Í tilefni af því að nú erum við mörg heima og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði. Reglurnar eru mjög einfaldar. Þú tekur tímann þegar þú lest og skráir mínúturnar á timitiladlesa.is. Allir geta verið í landsliðinu. Strákar og stelpur, börn og fullorðnir. Hver mínúta skiptir máli. SETJUM HEIMSMET Í LESTRI VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU HEIMSMET 2020 timitiladlesa.is Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka að lesa myndasögu og uppskriftabók. Líka að lesa rafbækur. Og að sjálfsögðu skiptir tungumálið engu máli. Á timitiladlesa.is sérðu alltaf hvað landsliðið er búið að lesa mikið, og hvað þú ert búin(n) að lesa mikið. Og ef þú stendur þig rosalega vel færðu viðurkenningar á síðunni. SVO NÚ ER BARA AÐ REIMA Á SIG LESSKÓNA OG GRÍPA NÆSTU BÓK. VIÐBÚIN — TILBÚIN — LESA! #timitiladlesa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.