Skessuhorn


Skessuhorn - 07.04.2020, Qupperneq 19

Skessuhorn - 07.04.2020, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 7. ApRíl 2020 19 Þrátt fyrir veirufaraldur í land- inu heldur stækkun Norðurgarðs í Grundarfirði áfram. Starfsmenn Borgarverks hafa ekki slegið slöku við síðustu vikur. Stálþiljum hefur fjölgað þónokkuð undanfarin miss- eri og nú er verið að fylla upp með efni við þilin. Veðurfar hefur ver- ið risjótt og sett strik í reikninginn hjá verktökunum upp á síðkastið þó að það hafi verið með besta móti þegar ljósmyndari kíkti á svæðið. Hlé verður á framkvæmdum yfir páskahátíðina en væntanlega fer allt á fullt aftur eftir páska. tfk Miðvikudaginn 1. apríl síðastliðinn færði lionsklúbbur Stykkishólms íbúum Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi þrjár ipad spjaldtölv- ur að gjöf. Kristín Sigríður Hann- esdóttir forstöðumaður, Anna María Rafnsdóttir og Tatjana Spasojeviv Svitlica veittu gjöfunum viðtöku fyr- ir hönd heimilisins. Amtsbókasafninu í Stykkishólmi var einnig færður hátalari og hljóð- nemi að gjöf sama daginn, til að nota á fundum og öðrum viðburðum á vegum safnsins. Nanna Guðmunds- dóttir forstöðumaður tók við gjöf- unum fyrir hönd safnsins. Gjafirnar munu koma til með að nýtast vel í starfi dvalarheimilisins og bókasafnsins, en í ljósi aðstæðna voru báðar gjafirnar frá lions af- hentar að viðstöddu fámenni. kgk/ Ljósm. sá. Umhverfisstofnun veitti nýver- ið tvö aðskilin leyfi til innflutnings á annars vegar fjórum risaköngu- lóm (tarantúlum) frá Þýskalandi og hins vegar fjórum fésuglum frá Bretlandi. Fjölskyldu- og húsdýra- garðurinn fær köngulærnar til sýn- is að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um. Þá fær Sigrún Kærnested Óla- dóttir leyfi til innflutnings á fjór- um fésuglum til að hafa til sýnis og fræðslu í sérútbúnu húsi með áföstu búri. mm Hjá fyrirtækinu pure Spirit í Borg- arnesi starfa að jafnaði 6-8 manns við átöppun áfengra drykkja. í síð- ustu viku breyttist vinnulagið þó talsvert því byrjað var að framleiða handspritt úr etanóli sem jafnan er hráefni til áfengisframleiðslu. Magnús Arnar Arngrímsson, for- svarsmaður fyrirtækisins, segir í samtali við Skessuhorn að borist hafi beiðni til fyrirtækisins um að framleiða handspritt þar sem til- finnanlegur skortur er á slíku um allan heim. „Við erum nú að fram- leiða upp í pantanir fyrir Krónuna og lyfju. Framboð af handspritti er einfaldlega alltof lítið hvert sem lit- ið er. Vínframleiðsla fer alla jafnan fram með fínna etanóli en notað er til framleiðslu á handspritti og þar af leiðandi verður varan eitthvað dýrari. Við framleiðslu á hand- spritti er þess vel gætt að það sé gert óhæft til drykkjar. Það er hins vegar ekkert einsdæmi hér á landi að áfengisframleiðendur séu að framleiða hanspritt til sótthreins- unar, dæmi um slíkt er að finna víðs vegar í heiminum nú á þessum tím- um þegar gæta þarf aukins hrein- lætis vegna kórónaveirunnar,“ segir Magnús Arnar í samtali við Skessu- horn. mm Vonskuveður gekk yfir landið á sunnudaginn. Veðurstofa íslands hafði gefið út appelsínugula við- vörun fyrir landið allt, utan höf- uðborgarsvæðisins. Á Vesturlandi var víða blindbylur og mjög hvasst. Ekkert ferðaveður var á meðan byl- urinn gekk yfir og vegir víða lokað- ir eða ófærir. Félagar í Björgunarsveitinni Heiðari í Borgarfirði fóru og að- stoðuðu ökumenn sem lentu í vand- ræðum á Holtavörðuheiði á laugar- dagskvöld og aðfararnótt sunnu- dags. Komust allir heilir til byggða, að því er fram kemur á Facebook- síðu sveitarinnar. Holtavörðuheiði var lokað vegna veðurs, sem og Fróðárheiði. Ófært var um Svínadal og þungfært á Bröttubrekku. Vest- urlandsvegi um Kjalarnes var lokað lengst framan af sunnudagskvöldi og strætóferðir féllu niður. Þá var ófært um norðanverðan Hvalfjörð í gærmorgun og þungfært sunnan megin fjarðarins. Að sögn lögreglunnar á Vest- urlandi lentu einhverjir ökumenn í vandræðum í gær vegna veðurs. Ökumaður lenti í vandræðum á Vatnaleið í gærkvöldi og annars var fastur á Snæfellsnesvegi austan við Vegamót. Var björgunarsveit köll- uð út til aðstoðar. Haft var samband við lögreglu vegna hlöðu sem var að fjúka á Mýrum á sunnudgasmorgun og fóru björgunarsveitir til aðstoðar fólkinu. Einnig veit Skessuhorn til þess að þakplötur tóku að fjúka af hlöðu á bæ í Stafholtstungum. Rafmagnslaust varð í Saurbæ í Dölum vegna veðurs, frá því um kl. 23 á sunnudagskvöld og þar til um þrjúleytið aðfaranótt mánudags. Þá varð bilun í Grundarfjarðarlínu um sjöleytið í gærmorgun, en viðgerð var lokið um kl. 11:00 í gær. kgk Vegir voru víða lokaðir eða ófærir. Ljósm. úr safni/ kgk. Vonskuveður á sunnudag Verið að fylla upp með efni við stálþilin. Framkvæmdir halda áfram í Grundarfirði Séð yfir nýjasta hluta Norðurgarðs. Vínframleiðendur í framleiðslu á handspritti Tarantúla. Tvær framandi dýrateg- undir á leið til landsins Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, tók við gjöfunum frá Lions fyrir höndum safnsins. Færðu dvalarheimilinu og bókasafninu gjafir Anna María Rafnsdóttir, Kristín Hannesdóttir forstöðumaður og Tatjana Spasoj- evic Svitlica veittu spjaldtölvunum viðtöku fyrir hönd dvalarheimilisins.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.