Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 18. tbl. 23. árg. 29. apríl 2020 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is • 2 STÓ RAR P IZZUR AF M ATSEÐ LI • 2 ME ÐLÆT I AÐ E IGIN V ALI • 2 SÓS UR AÐ EIGIN VALI • 2 L G OS AÐEIN S 5.99 0 KR. Veðurblíða tók á móti árrisulum íbúum á Vesturlandi þegar þeir komu út að morgni sumardagsins fyrsta. Langur og um margt þreytandi vetur er nú að baki. Fjölmargir nýttu fimmtudaginn til útiveru og reyndar dagana á eftir einnig og víða var rusl hreinsað eftir veturinn á Degi umhverfisins, eins og sjá má í Skessuhorni í dag. Á meðfylgjandi mynd eru þau Róbert Torfi, Hans Bjarni, Kjartan og Ellen Alexandra himinlifandi en þennan dag var gangsett eftir vetrardvalann ísvélin á Kaffi 59 í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Í þessari viku stendur yfir skim- un fyrir Covid-19 í Borgarnesi og á Akranesi. Það er Íslensk erfða- greining sem býður upp á hana, en fyrirtækið reynir að greina með sem nákvæmustum hætti útbreiðslu veirunnar. Á liðnum vikum hef- ur fyrirtækið farið um landið og framkvæmt skimanir í samráði við heimafólk. Við heilsugæslustöðina í Borgarnesi var boðið upp á skim- anir frá mánudegi til fimmtudags og lýkur henni því á morgun. Í gær voru enn lausir tímar á fimmtudegi. Á Akranesi var boðið upp á skim- un í dag, miðvikudag og á morgun, fimmtudag. Bókuðust allir 500 tím- arnir sem í boði voru upp á tveimur tímum á mánudaginn eftir að boð voru látin út ganga um skimunina. Blaðamaður Skessuhorns leit við í Borgarnesi síðastliðinn mánu- dagsmorgun. Þar voru Rósa Mar- inósdóttir hjúkrunarfræðingur, Linda Kristjánsdóttir heilsugæslu- læknir og Elísabet Hlín Stein- þórsdóttir sjúkraflutningamaður, á vaktinni. Fyrir hádegið voru þær búnar að taka 50 sýni. Ekki var annað að sjá en þær þrjár á vakt- inni nytu sín í veðurblíðunni og voru raunar himinlifandi og sögðu kærkomna tilbreytingu frá hefð- bundnum vinnudegi að geta verið úti við störf. mm/Ljóm. glh Skimað fyrir Covid-19 í Borgarnesi og á Akranesi Áður en skimun fer fram er farið yfir staðlaðan spurningalista. Hér spyr Elísabet, sjúkraflutningamaður, spurninga. Linda læknir réttir hér Rósu hjúkrunar- fræðingi sýni úr Maríu Erlu Geirsdóttir sem kom akandi til sýnatöku. Það er alltaf stutt í þægilega bankaþjónustu Þjónustuverið er opið kl. 9–17 alla virka daga í síma 444 7000. Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi þá bókum við fund og klárum málið í útibúi. arionbanki.is Tilboð gildir út maí 2020 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Bérnaise burger meal 1.890 kr. Máltíð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.