Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 27

Skessuhorn - 29.04.2020, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 27 „Upphaflega var stefnt að því að opna fyrir almennri umferð kylf- inga 5. maí næstkomandi. En í ljósi þess hvað Garðavöllur kemur rosa- lega vel undan vetri og hversu vel hefur gengið að undirbúa völlinn getum við vonandi flýtt opnun og opnað hann sem fyrst, en næstu dagar koma til með að varpa frekari ljósi á það,“ segir Rakel Óskarsdótt- ir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs- ins Leynis, í samtali við Skessu- horn síðdegis á mánudag. „Síðustu dagar, eftir að fór að hlýna í veðri, hafa gefið vellinum svakalega mik- ið. Frostið er alveg farið úr honum og hann er farinn að grænka mjög vel. Sjálfboðaliðar hafa verið að störfum á vellinum í þrjá daga og við höfum sömuleiðis fengið vallar- starfsmenn fyrr til starfa en venju- lega. Búið er að valta flatirnar og slá þær allar einu sinni. Núna erum við að slá teigana og byrjuð að slá úti á velli í kringum brautirnar,“ segir hún. Jafnframt er verið að ljúka við breytingar á 3. teig, sem farið var af stað með síðasta haust. „Hann verður tyrfður í dag og þetta lít- ur allt saman mjög vel út. Nokkr- um glompum hefur verið lokað og svo erum við að byggja upp tvo nýja teiga á 13. braut sem verða teknir í notkun í sumar,“ segir Rakel. Spenna og eftirvænting Framkvæmdastjórinn segist merkja mikla eftirvæntingu fyrir komandi sumri meðal kylfinga enda marg- ir sem komust ekki í fyrirhugaða golfferð í vor. „Við finnum að það er hugur í mönnum og mikil já- kvæðni. Golfið er náttúrulega íþrótt sem menn geta leikið úti í næði og nægu plássi. Veiran og ástandið í þjóðfélaginu hefur þar af leiðandi ekki mikil áhrif á hana. Hún hefur kannski áhrif á mótahald og stærri viðburði en ég veit að almennir kylf- ingar verði duglegir að spila í sumar,“ segir Rakel. „Nýliðum hefur fjölgað mikið í klúbbnum fyrir sumarið. Ég hef ekki tekið saman tölur yfir ný- liðun í klúbbnum en hún er tölu- verð. Stjórn klúbbsins tók um dag- inn ákvörðun um að breyta svokall- aðri fjaraðild, fyrir þá sem hafa lög- heimili utan póstnúmeranna 300 og 301. Það er byrjað að kvissast út og sala á þeirri félagsaðild fer vel af stað þó við höfum ekkert auglýst hana enn sem komið er,“ segir hún. „Fyrsta stigamót GSÍ verður hald- ið hér helgina 22.-24. maí og á það mót koma allir bestu kylfingar lands- ins. Við erum byrjuð að undirbúa það og langar að gera mikið úr því. Þannig að það er eftirvænting hjá öll- um og mikil spenna,“ bætir hún við. „Félagsaðstöðuna ætlum við að nýta til hins ýtrasta. Nú er komið tæplega ár síðan við fengum nýja húsið og við sjáum að við erum orðin mjög sam- keppnishæf við golfklúbba á höfuð- borgarsvæðinu. Núna er Garðavöll- ur orðinn raunverulegur valkostur fyrir stærri mót og stærri hópa kylf- inga,“ segir Rakel Óskarsdóttir að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni. „Hamarsvöllur kemur þokka- lega vel undan vetri. Reyndar eru frostlyftingar í norðurhlutan- um, en það er bara eðlilegt mið- að við hvernig veturinn hefur ver- ið. En annars lítur hann bara mjög vel út,“ segir Jóhannes Ármanns- son, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Borgarness, í samtali við Skessuhorn. Hann hefur staðið í ströngu við vorverkin á Hamars- velli undanfarna daga og vikur, ásamt fleirum. Búið er að sanda völlinn og bera áburð á hann, en auk þess hlóð Jóhannes laglega steinbrú yfir einn lækinn sem kylf- ingar ganga yfir þegar leikið er á Hamarsvelli. Allar sandglomp- urnar hafa verið teknar í gegn, göngustígarnir einnig og útbúnir nýir teigar, eins og gengur og ger- ist á golfvöllum að vori, enda far- ið að styttast í opnun. „Af feng- inni reynslu myndi ég halda að við getum opnað völlinn fyrri partinn í maí. En það fer svolítið eftir því hvernig spilast með hitastig, veð- ur og annað slíkt næstu tvær vikur eða svo,“ segir Jóhannes. Öðruvísi sumar Framkvæmdastjórinn segir öðru- vísi golfsumar framundan á Hamri en undanfarin ár, vegna Covid-19 faraldursins. „Það stefnir auð- vitað í litla sem enga umferð er- lendra ferðamanna á hótelinu, sem er klúbbhúsið okkar. Þannig að við reiknum með að fylla hótelið af ís- lenskum kylfingum í sumar. Við erum meira að segja þegar byrjað- ir að taka á móti bókunum og búnir að bóka töluvert marga hópa kylf- inga, stóra sem smáa,“ segir hann. „Golfklúbburinn er að þessu leyti ákveðin stoð undir rekstur hótels- ins sem ég held að komi til með að reynast því dýrmætt í sumar,“ bæt- ir hann við. „Hvað varðar leikinn sjálfan þá er hreyfingin um þess- ar mundir að fara að gefa út reglur sem verða viðhafðar við golfiðkun fyrstu vikur sumarsins. Þær koma í sjálfu sér ekki til með að hafa mik- il áhrif á golfið sem slíkt. Áfram geta fjórir leikið í hverju holli svo lengi sem þeir virða tveggja metra regluna. Þá verða klúbbar að finna lausnir varðandi stangir á flötum, svo kylfingar þurfi ekki að snerta þær þegar þeir sækja boltann ofan í holuna. Við munum leysa það með litlu stykki sem er sett utan á stöng- ina. Ofan í það getur kylfingurinn stungið kylfu og dregið upp og þá rúllar kúlan upp úr holunni, þann- ig að maður þarf aldrei að snerta stöngina. Svo verða auðvitað engar hrífur í sandglompunum til að byrja með, menn verða bara að slétta eft- ir sig með fótum og kylfum,“ segir Jóhannes. Þurfa að aðlaga sig Um klúbbhús gilda síðan auðvi- tað sömu reglur og um hverja aðra veitingastaði. Það er því spurning hvernig verður með stærri viðburði í tengslum við íþróttina í sumar, svo sem mótahald og annað slíkt. „Í sjálfu sér væri ekkert mál að halda stórt mót, 200 manna mót, út frá keppninni sjálfri. En það er annað mál með veitingar á mótinu, verð- launaafhendingar og annað slíkt þar sem öllum er safnað saman,“ bætir hann við. „En það ætti ekki að vera neitt mál að æfa og spila, því plássið er mikið á völlunum og ekki líkam- leg snerting í golfi eins og mörgum öðrum í þróttum. Þannig að kylf- ingar ættu að geta spilað sitt golf í sumar, við þurfum bara að aðlaga okkur eins og aðrir,“ segir Jóhann- es Ármannsson að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ glh. „Veit að kylfingar verða duglegir að spila í sumar“ Garðavöllur á Akranesi kemur mjög vel undan vetri Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis. Leikið á Garðavelli. Vonast til að opna Hamarsvöll snemma í maí Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Ein af brautum Hamarsvallar. Hafnarfjall í baksýn. Hleðsla nýrrar steinbrúar var eitt af fjölmörgum vorverkum á Hamarsvelli. Ljósm. Golfklúbbur Borgarness.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.