Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 202022 Gamanmyndahátíð Flateyr- ar, í samstarfi við Reykjavík Foto, stóð fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dög- unum, þar sem þátttakend- ur fengu aðeins 48 klukku- stundir til að fullvinna stutta gamanmynd með þem- anu Heppni/Óheppni. Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds gamanmynd. Það var mynd- in Heppinn í ástum, eftir þá Árna Þór Guðjónsson, Jón Ólaf Hannesson og Killian G.E Briansson Fitzgibbon, sem sigraði í kosningunni og hlutu þeir að laun- um glæsilega Canon myndavél frá Reykjavík Foto. Allir þátttakendur í 48 stunda gamanmyndakeppninni fengu þar að auku hátíðararmbönd á Gaman- myndahátið Flateyrar, sem er án efa fyndnasta kvikmyndahátíð Ís- lands. Hátíðin í ár fer fram dagana 13.-16. ágúst. Á hátíðinni verða sýndar bæði nýjar og gamlar innl- endar og erlendar gamanmyndir í bland við uppistand, leiksýningar, tónleika og fleira. Hægt er að sjá sigurmyndi- na og allar hinar á Youtube með því að nota leitarorðið Gaman- myndakeppni. mm Svavar Garðarsson stóð á sumar- daginn fyrsta fyrir útihátíð við dval- ar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal. Við húsið var sömuleið- is komið fyrir blómum og gömlum en litríkum tjöldum. Þau Halldór Þórðarson, Jón Benediktsson og Melkorka Benediktsdóttir spiluðu síðan á stéttinni. „Útihátíð við Silf- urtún tókst mjög vel og öllum sem að henni komu til sóma. Þarna var gleðin í fyrirrúmi,“ sagði Halldór Jóhannsson. mm/ Ljósm. sm & hj Sumardagurinn fyrsti í Grundarfirði Félagar úr kirkjukór Ólafsvíkur buðu heimilisfólki og starfsmönn- um á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Jaðri á tónleika síðastliðinn sunnudag. Var þetta gert að fyrir- mynd annarra sem hafa skemmt fólki sem sæta hefur þurft nokkurs konar sóttkví í samkomu- og heim- sóknabanni. Farið var eftir reglum sóttvarnalæknis og komu kórfélagar sér fyrir á stéttinni fyrir utan matsal heimilisins. Sigurður Höskuldsson spilaði undir á gítar og fluttu kór- félagar þekkt íslensk vor- og sumar- lög. Gladdi söngurinn bæði heimil- isfólk, sem ekki hefur getað fengið heimsóknir vegna ástandsins, sem og kórfélaga sem ekki hafa held- ur getað komið saman til að æfa og syngja eins og vaninn er. þa/ Ljósm. Inga Jóhanna Kristins- dóttir. Meðlimir í kirkjukór Grundarfjarðarkirkju sungu fyrir heimilismenn á Dvalar- heimilinu Fellaskjóli í tilefni af sumarkomunni. Söngurinn féll vel í kramið hjá áheyrendum en algjört útgöngu- og gestabann hefur verið á heimilinu undan- farnar vikur. Skátafélagið Örninn stóð fyrir útiveru og happdrætti fyrir íbúa Grundarfjarðar á sumardaginn fyrsta. Þá var búið að koma fyrir þremur baukum á miserfiðum gönguleiðum þar sem þátttakendur gátu sett nafnið sitt í bauk og freistað gæfunnar. Einn baukur var í skógræktinni á leið sem hentaði öllum aldurshópum, annar baukur við Hnausavita við Kirkjufell sem er ágætis göngutúr og þriðji baukurinn var svo við Klakkstjörn sem er töluvert krefjandi gönguferð. Mjög góð þátttaka var í þessum skemmtilega leik og á meðfylgjandi mynd eru þau Ellen Alexandra, Andri, Ísabella Ósk og Guðrún Ósk að koma sínu nafni fyrir í bauknum í skógræktinni. Sigurbjörn Hansson einn eigandi veitingastaðarins Kaffi 59 færði heimilis- mönnum á Dvalarheimilinu Fellaskjóli ís og íssósur í kaffitímanum og féll það vel í kramið. Kolbrún Rögnvaldsdóttir matráður veitti ísnum viðtöku. Héldu útihátíð við Silfurtún á sumardaginn fyrsta Sungu vor- og sumarlög við Jaðar Gamanmyndin Heppinn í ástum bar sigur úr býtum Sigurvegararnir taka hér á móti verðlaunum sínum úr höndum Bjarka Reynissonar, eiganda Reykjavík Foto.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.