Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 2020 19 Vegagerðin auglýsir eftir öflugum sérfræðingi á tæknideild Vestursvæðis með starfsstöð í Borgarnesi. Um er að ræða fullt starf. FAGMENNSKA ÖRYGGI FRAMSÝNI Tæknideild Vestursvæðis hefur umsjón og eftirlit með nýframkvæmdaverkefnum, viðhaldi á slitlögum, efnisvinnslu, styrkingum og endurbótum á vegamannvirkjum. Umdæmi deildarinnar eru Vesturland og Vestfirðir. Starfssvið Vinna við verkefnastjórnun í framkvæmdaverkum, umsjón og • eftirlit með verkum, verkefni tengd nýframkvæmdum og viðhaldi vega, undirbúningur og áætlanagerð ásamt öðrum tilfallandi verkefnum innan deildarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur Menntun í byggingartæknifræði B.Sc eða byggingarverkfræði • M.Sc eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af verkefnastjórnun og/eða vegagerð er æskileg• Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum• Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli• Hæfni til að fylgja málum eftir og til að finna bestu lausnir hverju • sinni. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2020. Sótt er um starfið á www.starfatorg.is Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis (palmi.th.saevarsson@vegagerdin.is ) í síma 522 1510 og Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, deildarstjóri tæknideildar, (birgitta.r.asgeirsdottir@vegagerdin.is ) í síma 522 1544. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum. SK ES SU H O R N 2 02 0 SÉRFRÆÐINGUR Á TÆKNIDEILD VESTURSVÆÐIS Í BORGARNESI Gréta Björgvinsdóttir útfararstjóri s: 770 0188 Guðný Bjarnadóttir útfararstjóri s: 869 7522 www.borgutfor.is Borg útfararþjónusta borg@borgutfor.is Borg útfararþjónusta veitir alhliða þjónustu við syrgjendur þegar að útför kemur, óháð trúarbrögðum og lífsskoðunum. Starfsmaður óskast á tjaldsvæðin í Borgarnesi og Varmalandi Viðkomandi þarf að: Vera sjálfstæður • í vinnubrögðum Hafa bílpróf• Vera heiðarlegur• Hafa góða samskiptahæfileika• Tala góða ensku• Góð laun í boði fyrir réttan einstakling Vinsamlega sendið upplýsingar á thorhak10@gmail.com fyrir 10. maí Þessa dagana standa yfir fram- kvæmdir í sundlauginni í Stykkis- hólmi. Verið er að stækka og breyta búningsklefunum og í framhald- inu verður lagt á þá nýtt gólfefni. „Við erum að stækka búningsklef- ana fram í rýmið þar fyrir framan, sem hefur ekki verið notað nema til að ganga um. Aðstaðan fyrir skáp- ana var ekki nema 19 fermetrar, en með þessu náum við að stækka að- stöðuna í 36 fermetra,“ segir Arn- ar Hreiðarsson, forstöðumað- ur íþróttamannvirkja, í samtali við Skessuhorn. „Þetta mun rýmka rosalega til. Það var orðið svoleiðis á sumrin að maður þurfti stundum að hley- pa inn í hollum því það var svo lítið pláss í klefunum,“ segir hann. Að sögn Arnars hófust framkvæmdir í síðustu viku. Brjóta þarf niður tvo veggi og svo verða allar flísar fjar- lægðar af gólfinu og innan úr stur- tunum. Í framhaldinu verður epóxí lagt á öll gólf og í tveggja metra hæð inni í sturtuklefunum. Það er Þ.B. Borg sem annast niðurbrot og byggingu nýrra veggja en Malland gólflausnir sjá um að leggja nýtt gólfefni. „Búið er að bóka menn í gólfefnið 28. apríl og sú vinna mun standa yfir í kringum mánaðamó- tin. Einnig þarf að byggja upp nýja veggi og fleira, þannig að ég reikna með að allur maí verði undirlagður í breytingarnar,“ segir hann. „En framkvæmdum ætti að verða lok- ið í maí og býst ég við því að hægt verði að opna sundlaugina að nýju um mánaðamótin maí-júní, ef heil- brigðisyfirvöld heimila slíkt,“ segir Arnar Hreiðarsson að endingu. kgk Undanfarið hafa ýmsar framkvæmd- ir staðið yfir á sundlaug Snæfells- bæjar í Ólafsvík, sem og í íþrótta- húsinu í Ólafsvík. Ákveðið hafði verið að setja upp nýtt hljóðkerfi í íþróttahúsinu og fjarlægja áhorf- endapalla sundlaugarinnar. Þegar samkomubanni var lýst yfir var hins vegar ákveðið að ráðast í ýmis önn- ur verkefni, fyrst færi gafst. „Við ákváðum að nýta tímann, það þýðir ekkert annað, og erum búin að gera sittlítið af hverju und- anfarið,“ segir Laufey Helga Árna- dóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar, í samtali við Skessu- horn. „Byrjað var á sundlauginni þar sem áhorfendapallarnir voru fjarlægðir til að stækka líkamsrækt- arstöðina inn í það rými. Það svæði er hugsað fyrir upphitunartækin og kannski sem teygjurými. Því verður síðan lokað með glervegg og hægt að horfa þaðan yfir sundlaugina. Ég held að þetta eigi eftir að koma vel út,“ segir hún. „Þess utan verður kaffistofa starfsfólksins tekin í gegn, anddyrið lagað og ýmislegt smá- legt,“ bætir hún við. Auk þess var fjórða varmadælan sett upp í sund- lauginni og Laufey vonast til að hún komi til með að lækka orkukostn- aðinn vegna reksturs laugarinnar. Þá stóð til að mála sundlaugina en Laufey telur ólíklegt að það verði hægt áður en skólasund á að hefjast að nýju 4. maí næstkomandi. „Von- andi lýkur smíðavinnunni í næstu viku [síðustu vikunni í apríl; innsk. blms.]. Þá þurfum við að þrífa og svona áður en skólasundið byrj- ar aftur. Framkvæmdum í anddyri og kaffistofu verður heldur ekki lokið 4. maí, heldur verður annar inngangur notaður svo nemendur komist í skólasundið,“ segir hún. Nýta tímann Sem fyrr segir hafði áður ver- ið ákveðið að setja upp nýtt hljóð- kerfi í íþróttahúsið. „Við erum búin að því og hljóðkerfið er mjög flott,“ segir Laufey. „Síðan höfum við ver- ið að mála ýmislegt, gólf í geymslu, starfsmannaklósettið, kaffistofuna, skógrindina og dytta að ýmsu svona smálegu,“ segir hún. „Þá var hús- ið þrifið hátt og lágt, veggir, gólf, hurðar, gler og annað. Við hefðum viljað fara í útisvæðið líka en veðrið hefur ekki verið gott, þannig að það verður að bíða betri tíma,“ bætir hún við. Það er því ýmislegt búið að gera, margt í gangi enn og óhætt að segja að tíminn hafi verið vel nýttur „Íþróttahúsið, til dæmis, er yfirleitt aldrei tómt. Það er opið allt árið og alltaf einhvern nýting á því. Það hefði verið synd að nýta ekki tím- ann sem gafst núna. Að því leyti er allavega lán í óláni að geta gert ým- islegt sem annars hefði kannski ekki gefist tími til,“ segir Laufey og bæt- ir því við að endingu að öllum fram- kvæmdum á íþróttamannvirkjunum í Ólafsvík verði lokið í maímánuði. kgk/ Ljósm. aðsendar. Unnið að stækkun búningsklefa sundlaugarinnar í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Búningsklefarnir í Stykkishólmi stækkaðir Íþróttahús og sundlaug tekin í gegn Dyttað að í íþróttahúsinu. Verið er að fjarlægja áhorfendapalla sundlaugarinnar og mun líkams- ræktarstöðin stækka inn í það rými.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.