Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.04.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 29. ApRÍL 20202 Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn og alla jafnan er dag- urinn haldinn hátíðlegur af verka- lýðsfélögum landsins og almenn- ingur skundar í kröfugöngur. Nú á kórónutímum verður annar bragur á deginum en í stað þess að launþegar komi saman verð- ur skemmti- og baráttusamkoma sýnd í Ríkissjónvarpinu að kvöldi 1. maí. Á morgun verður norðaustanátt 8-13 m/s og skýjað og stöku skúr- ir eða él á landinu norðan- og austanverðu. Hiti 0-5 stig, en bjart með köflum sunnanlands og hiti að 10 stigum yfir daginn. Á föstu- dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt og skýjað að mestu og líkur á dálitlum skúrum eða éljum. Hiti 0-9 stig að degin- um og svalast norðaustanlands. Á laugardag verður hæg suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir sunnantil á landinu en léttir til fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á sunnu- dag er spáð sunnan- og suðaust- anátt 5-15 m/s og hvassast við suð- urströndina. Rigning á Suður- og Suðvesturlandi en bjart að mestu fyrir norðan. Hiti 4-8 stig. Á mánu- dag er spáð áframhaldandi suð- austanátt með vætu á Suðvestur- landi en annars þurru og mildu veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvort lesendur hefðu keypt sér líkamsræktartól síðustu tvo mánuði. Fæstir höfðu gert það, eða 87%. 8% höfðu fjárfest í slíkum tækjum og 2% voru ekki búnir að gera það en kváðust eiga það eft- ir. 2% svarenda höfðu ekki keypt sér líkamsræktartól heldur tekið slík á leigu. Í næstu viku er spurt: Hverjum af þessum ofurkröftum myndir þú helst vilja búa yfir? Fjölmargir lögðu leið sína út um síðustu helgi og plokkuðu rusl úr umhverfinu. Allir plokkarar á Vest- urlandi eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Næturlokanir í göngunum HVALFJ: Vegna viðhaldsvinnu og þrifa hafa Hvalfjarðargöng verið lokuð undanfarnar tvær nætur og verða þau einnig lok- uð í nótt, aðfararnótt fimmtu- dagsins 30. apríl. Lokanirnar hafa staðið yfir frá kl. 23:00 til 06:30 og er miðað við þann tíma í nótt einnig. Á meðan göngin eru lokuð er umferð beint um Hvalfjörð. -kgk Ber að upplýsa um kostnað við málarekstur BORGARBYGGÐ: Ákvörð- un Borgarbyggðar um að neita eiganda Króks í Norðurárdal um aðgang að sundurliðuð- um upplýsingum um kostnað vegna málareksturs gegn hon- um, hefur verið felld úr gildi. Úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál vísaði beiðni landeig- andans aftur til Borgarbyggðar til nýrrar lögmætrar meðferðar. Sömuleiðis var sveitarfélaginu gert að veita eiganda Króks að- gang að samningi sveitarfélags- ins við lögmannsstofuna LEX, sem og aðgang að minnisblaði vegna lögfræðikostnaðar fyr- ir árin 2017 og 2018, að því er fram kemur í úrskurði nefndar- innar frá 1. apríl síðastliðnum. Í framhaldi af úrskurði nefndar- innar var bréf frá eiganda Króks lagt fram á byggðarráðsfundi í Borgarbyggð 16. apríl síðastlið- inn. Þar var sveitarstjóra falið að afhenda eiganda Króks um- beðnar upplýsingar, í samræmi við úrskurðinn. -kgk Hvatningarátak um ferðalög innanlands LANDIÐ: Ferðamálastofa hélt á mánudaginn síðasta kynning- arfund á netinu um væntanlegt hvatningarátak vegna ferða- laga innanlands. Meðal ann- ars var farið yfir hvernig ferða- þjónustan getur nýtt sér hvatn- ingarátakið og auglýsingaefni sem útbúið verður í tengslum við það. Fundinum var streymt beint á Facebook-síðu Ferða- málastofu en upptaka er að- gengileg á netinu. Átakið verð- ur keyrt á helstu miðlum með áherslu á net- og samfélags- miðla og verður umferð beint inn á vefinn www.ferdalag.is, þar sem hægt er að nálgast nán- ari upplýsingar um fjölbreytta ferðaþjónustu um allt land. „Mikilvægt er að ferðaþjón- ustuaðilar gangi úr skugga um að upplýsingar um þá séu réttar og að þeir séu örugglega skráð- ir í gagnagrunn Ferðamála- stofu. Ef breyta þarf upplýsing- um, skal senda póst á netfang- ið ferdalag@ferdamalastofa.is. Eftir að átakið fer af stað vekj- um við athygli á að þau fyrir- tæki sem ekki hafa brugðist við tölvupóstum þar sem þau eru beðin að yfirfara eða staðfesta upplýsingar sínar, verða ekki sýnileg á vefnum fyrr en upp- lýsingar hafa verið yfirfarnar eða staðfestar,“ sagði í tikynn- ingu frá Ferðamálastofu. -mm Veðurhorfur Hvalveiðar verða ekki stundaðar í sumar samkvæmt frétt í Morgun- blaðinu síðastliðinn föstudag. Þar er haft eftir Kristjáni Loftssyni for- stjóra Hvals hf. að helsta ástæða þeirrar ákvörðunar byggi á því að erfitt sé að keppa við niðurgreiddar hvalveiðar Japana, þar sem mark- aður fyrir hvalaafurðir er. Þarlend stjórnvöld hafa sagt sig úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu og stunda niður- greiddar hvalveiðar innan sinnar eigin landhelgi sem geri samkeppn- isstöðu annarra ríkja vonlausa. Auk þess eru gerðar aðrar kröfur til heil- brigðisvottunar afurða sem flutt- ar eru erlendis frá en gerðar eru til þeirra eigin afurða. Þá er einnig haft eftir Kristjáni að þótt markað- urinn í Japan væri í lagi hefði ver- ið nánast vonlaust að hefja veiðar og vinnslu vegna kórónuveirufar- aldursins. Menn séu að vinna við hvalskurð í miklu návígi. „Ef ein- hver veiktist þyrfti að setja marga menn í sóttkví og þá gengi dæmið ekki upp,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Sumarið 2018 voru hvalveið- ar síðast stundaðar hér við land. Þá voru veiddar 146 langreyðar og verkun fór fram í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Samkvæmt reglugerð hefði verið heimilt að veiða 161 langreyði vestan við landið í sumar og 48 fyrir austan. Auk þess er leyfi til veiða á 217 hrefnum, en ólíklegt er nú að framhald verði á hrefnu- veiðum. mm Að undanförnu hefur verið góður afli hjá þeim bátum á Snæfellsnesi sem róa á handfæri en hinsvegar hefur fiskverð hrunið síðustu dag- ana. Magni Aðalsteinsson, verk- stjóri hjá Fiskmarkaði Snæfellsbæj- ar, segir helstu ástæðu fyrir verð- lækkun nú vera að Norðmenn eru að dæla miklu magni af fiski inn á erlenda markaði. Feðginin Þórhalla og Gísli Marteinsson róa á handfærabátn- um Glað SH frá Ólafsvík. Þau voru hress í bragði þegar frétta- ritari sigldi að þeim, þrátt fyrir að aflabrögð væru ekki með besta móti. Þau voru þá stödd á Flák- anum á sunnudaginn í Bongó- blíðu. af Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í síðustu viku reglugerð um strandveiðar árið 2020, en þær hefjast eins og kunnugt er í byrjun maí. Reglugerðin er efnislega sam- hljóða reglugerð um strandveiðar síðasta árs að öðru leyti en því að lagaheimild ráðherra til að banna strandveiðar á almennum frídög- um er ekki nýtt í þessari reglugerð. Því verður á þessari vertíð strand- veiða ekki bannað að stunda veið- ar á almennum frídögum. Hverj- um strandveiðibát verður sem fyrr heimilt að stunda strandveiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar, mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Nokkrar orðalagsbreytingar eru gerðar frá reglugerð síðasta árs til að auka skýrleika, en reglugerðin byggir á ákvæðum 6. gr. a. í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu er nú unnið að gerð laga- frumvarps til að bregðast við áhrif- um COVID-19 á þá sem stunda strandveiðar og verður það kynnt nánar á næstu vikum, segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. mm Á upplýsingafundi Almannavarna síðastliðinn sunnudag fóru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir yfir stöðu mála með tilliti til CO- VID-19 hér á landi. Víðir sagði þar meðal annars að nú styttist í fyrstu afléttingar takmarkana sem hafi verið mjög íþyngjandi fyrir marga. Mikilvægt væri að huga að fram- haldinu og hvað við gætum gert til að tryggja að ekki verði bakslag. Hann sagði að áhugi væri á því að þjóðin geri með sér samfélagssátt- mála sem gildi í vor og fram á sum- arið. „Með slíkum sáttmála yrði sam- hugur um að stunda handþvott, nota handspritt, þrífa sameigin- lega snertifleti, virða tveggja metra mannhelgi, vera heima ef við finn- um fyrir veikindum, veita áfram mikilvæga heilbrigðisþjónustu og taka sýni og beita sóttkví ef með þurfi. Einnig þurfi að miðla upp- lýsingum, fylgjast með traustum fréttamiðlum og vera skilnings- rík gagnvart þeim sem misstíga sig og leiðbeina á kurteisan hátt um að vanda sig betur. Umfram allt að vera góð hvert við annað og passa okkur að skilja engan útundan. Við þyrftum að vinna að því í sam- einingu að koma lífinu aftur í rétt horf,“ sagði Víðir. Hann sagði það einnig skipta miklu máli hvernig önnur lönd aflétta takmörkunum. Þetta væri sameiginlegt verkefni alls mannkyns og allra samfélaga. mm Góð aflabrögð en lækkað fiskverð Strandveiðar verða með svipuðu sniði og í fyrra Þjóðin geri með sér samfélagssáttmála Hvalveiðar voru síðast stundaðar sumarið 2018. Hér er svipmynd frá hvalskurðar- planinu það sumar. Engar hvalveiðar stundaðar í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.